Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

+4
Ágústa B 696
Björn H. no. 29
Steini 69
Anna M nr 165
8 posters

Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Maí 29 2008, 12:34

Þvílíkur skjálfti, vonandi hafið þið sloppið vel, kæru félagar búandi á þessu svæði I love you
Mér varð hugsað til ykkar góðu hjóna og allra sem búa á þessu svæði, bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur í RVK. Smile
Hér hjá mér í Seljahverfi hristist allt vel og duglega, og dagbörnin mín stóðu stjörf augnablik en urðu ekki hrædd Surprised
Ætli maður fái að fara austur fyrir á morgun ef fleiri skjálftar eru væntanlegir? Mad
Ætlaði alla leið á klaustur, koma svo til ykkar á Langbrók á laugardeginum, en hjartað mitt er svo lítið, enda hrædd síðan síðast (2000), en þá vorum við einmitt á leið austur og vorum stödd á brú austan við Hvolsvöll þegar sá skjálfti kom Sad Munaði litlu að við færum af brúnni, en komumst yfir og horfðum á veginn rifna.
Héldum samt áfram og horfðum á grjóthrun undir Eyjafjöllum Shocked

Bestu kveðjur til ykkar allra.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Steini 69 Fim Maí 29 2008, 14:15

Við höfum það fínt hér á skjálftasvæðinu en óneitanlega var þetta ansi hressilegt og okkur fannst þetta miklu verri skjálfti en smáskjálftarnir árið 2000 Very Happy En svona grínlaust þá var þessi skjálfti miklu mun áþreifanlegri hér enda hrundi allskonar dót og fleira sem skemmdist, en árið 2000 hrundi ekki einn einasti hlutur úr hillum hjá okkur.

Við Helga sátum við eldhúsborðið og vorum að bardúsa við svuntuna á húsbílinn og ég reyndi að standa upp til að vera hjá minni ...en átti ekki séns á því að ganga til hennar. En við erum semsagt heil og til þess að gera róleg yfir þessu öllu saman. Svuntan er enn í saumavélinni en ætli við klárum hana ekki á eftir. Við erum búin að sópa gólfin og taka að mestu til hér inni en eigum kertagerðina og bílskúrinn eftir. Sad

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Úff, okkur varð öllum hugsað til ykkar á svæðinu.

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Maí 29 2008, 14:54

Steini og Helga, gott að heyra að þið hafið öll sloppið við meiðsli og að engin hafi slasast alvarlega á skjálftasvæðinu.
Þið heppin að hafa hótelið standandi fyrir utan ef þið viljið ekki sofa inni í nótt eða næstu nætur.
Við hjóninn vorum svo heppin að dóttirin var í Reykjavík og með litlu stelpuna sína með sér svo ekki þurftum við að hafa áhyggjur af þeim, húsbóndinn vinnur í Reykjavík og hann hafði í mörgu að snúast í sínu starfi í dag vegna jarðskjálftans.
Við fréttum að allt lauslegt í húsinu þeirra í Reyrhaganum væri komið niðrá gólf en um aðrar skemmdir er ekki vitað í augnablikinu.
Sumarbústaður fjölskyldunar í Árskógum (6 km fyrir ofan Þrastarlund) slapp alveg, myndir höfðu hallast en allt óskemmt.
Skjálftinn fannst vel í Borgarnesi eins og svo víða annarstaðar.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Ágústa B 696 Fim Maí 29 2008, 15:04

Ég hefði ekki verið eldri ef ég hefði verið fyrir austan í dag miðað við viðbrögðin mín hérna í borginni Embarassed

Mér fannst þetta bara alveg nóg. Það hefði mátt sjá undir iljarnar á mér eftir skjálftann og maður farinn að anda aftur þegar hrundi úr hillum hjá mér. Sad Það sem mér brá.

Mikið er maður feginn að stórslys hafi ekki verið eftir þessi ósköp. Hugur minn er hjá öllum á hamfarasvæðinu með ósk um að allir nái sér fljótt andlega. Skítt með dauðu hlutina.
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Steini 69 Fim Maí 29 2008, 15:19

Já dauða hluti má bæta og meðan það er það eina er óþarfi að örvænta. Og það furðulega er að ég hef ekki fundið fyrir neinu sjokki af þessum skjálfta eða öðrum andlegum óþægindum. En fyrir jólin hristist hér allt og skókst í mörgum smákjálftum klukkustundum saman og það pirraði mann og maður fékk svona ónotatilfinningu af því. En semsagt. Langbrók á morgun ef ekkert kemur óvænt uppá... 7-9-13 Very Happy
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Skjálfti og nýjir vinir takk takk

Innlegg  Elli og Jette Fim Maí 29 2008, 18:05

Okkur var hugsað til ykkar nýju vinir á Selfossi í þessum mikla skjálfta svo það er gott að hafa þennan tengil til að heyra frá ykkur hvernig ykkur vegnar í þessum ósköpum líka gaman að vita af þér Björk vonandi eigum við eftir að tengjast betur í gegnum þetta
Þakka líka viðbrögðin inná kynningunni okkar Very Happy nú stöndum við skrefi nær og ekki alveg ókunnug í þessu nýja félagi okkar
Þetta verðu bara gaman Smile
kv Jette og Elli 640

Elli og Jette

Fjöldi innleggja : 2
Registration date : 28/05/2008

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty skjálftinn o.fl.

Innlegg  keilir Fim Maí 29 2008, 18:57

Steini og Helga manni var hugsað til ykkar í dag þegar maður fór að hlusta á fréttirnar og sá hvað þetta var mikið þarna hjá ykkur á Selfossi og Hveragerði en sem betur fór var ekki mannskaði og mikið slys á fólki, það er mikil guðsmildi. Ég var að skoða spjallið hjá ykkur og þið eruð sallaróleg, það kom líka fram í fréttum að fólk sýndi svo mikla rósemi en við hugsum til ykkar. Ég fann fyrir skjálftanum ég var í vinnunni og vara að tala við "collega" minn í Reykjavík og þá allt í einu hrópar hún upp er jarðskjálfti eða hvað og nokkrum sekúndum seinna fann ég þetta líka. og mér fannst þetta ekki þægilegt og ég vildi ekki hafa verið í ykkar sporum, þessi líka þvílík læti, þetta er mjög ónotalegt svo ekki sé meira sagt. En hugsið ykkur hvað veðrið er gott og við megum vera þakklát fyrir að ekki fór verr en margir hafa orðið fyrir verulegu eingatjóni því miður. Giuð blessi ykkur öll.

Við ætlum að Langbrók að öllu óbreyttu en auðvitað hlustum við á fréttir á morgun

Kv.Soffía á Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Steini 69 Fim Maí 29 2008, 20:38

Við þökkum allar hlýjar hugsanir og kveðjur og einmitt gaman að því að geta verið í sambandi í gegnum borðið. Fólkið hér í kringum okkur er svona misjafnlega sjokkerað og t.d sefur fólkið í næsta húsi í hjólhýsinu sínu í nótt og sumir skruppu til ættingja í bænum og svo eru aðrir sem vilja bara kúra kellu sinni hjá ... í sínu eigin rúmi Very Happy - Við höfum reyndar ekki fengið neinar fréttir af guttanum okkar, sem er í skólaferðalagi í Þórsmörk, en eflaust eru engar fréttir góðar fréttir svo...

Góða nótt kæru vinir! - Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Steini 69 Lau Maí 31 2008, 06:06

Ekki komumst við á Langbrókina, því Helga veiktist í gærmorgun og var farin að spúa í gær. Við feðgarnir héldum að kannski yrði þetta bara eins dags skot svo við fórum í gær til öryggis og versluðum kost en hún er enn veik svo við dæmumst heima um helgina. En það koma helgar eftir þessa... svo við verðum bara hér á skjálftavaktinni, en frúin tilkynnti mér að það hefði hrist alveg bærilega í nótt. Missti af þeim skjálftunum enda steinsofandi Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Helga 298 Lau Maí 31 2008, 11:30

Er að hressas ten það skelfur ennþá undir okkur. Vonandi verð ég orðin hress á morgun, en ég hangi uppi núna í 1-2 tíma svo bara þarf ég að sofa. Vonandi skemmtir fólk sér vel á Langbrókinni.
Helga 298
Helga 298

Fjöldi innleggja : 156
Age : 63
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 09/03/2008

http://www.tofraljos.com

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Úff, sjaldan er ein báran stök.

Innlegg  Björn H. no. 29 Lau Maí 31 2008, 13:44

Æ Æ, það var leitt að þið komust ekki Langbrókina, veðrið ætti að vera gott um helgina, alla vega á meðan hátíðin er, en eins og þú segir Steini, það eru fleiri helgar eftir í pottinum.
Gott að Helga er að hressast, þið þurfið að þjarma vel að viðhaldinu, allavega svona til að byrja með.
Hluti úr fjöldskyldunni mætti á Selfoss í gær eftir hádegi og aðstoðaði við að þrífa og gera íbúðarhæft á Reyrhaganum.
Mitt starf var að passa heimasætuna og hafa kvöldmatinn kláran þegar hreingerningarfólkið hefði lokið störfum.
Allt gekk þetta vel og var mannskapurinn mættur í bústaðinn fyrir kl. 19,00 þar sem við Hekla vorum tilbúin með kvöldmatinn.
Við Þóra gistum í bústaðnum og því urðum við vel vör við eftirskjálftana í gærkveldi og líka í morgun.
Þurftum að renna við á Reyrhaganum í dag og þá sá ég að viðhaldið var heima og annar húsbíll var á svæðinu.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Tolli Lau Maí 31 2008, 14:32

Já það voru sko 3 húsbílar á svæðinu á tímabili og er þá gamli ekkinn okkar ekki meðtalinn Very Happy - Aldrei of margir húsbílar í hlaði hér... svo þú ert velkominn hvenær sem er og hvort heldur ert húsbílandi eður ei. Very Happy

Kv. Steini

Tolli

Fjöldi innleggja : 6
Age : 68
Hvaðan ertu? : Lambamýri Reykholt 801 Selfoss
Registration date : 24/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Úff og svo áfram.

Innlegg  Björn H. no. 29 Lau Maí 31 2008, 15:34

Það kemur að því að við félagarnir ég og annar Bes.... fáum frelsið og Þóra tínir til kostinn svo við getum skoðað heiminn.
Þú heyrir það þegar Fiat með Ford flautu rennir í hlað, var annars ekki talað um það hér áður fyrr að það eina í Fíat sem væri nothæft væri flautan?
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Helga 298 Lau Jún 07 2008, 08:08

Við skjálfum víst enn hér en finnum orðið lítið fyrir því nema stærstu kippina. En eins og margir segja orðið hvað verður á 17 júní þegar allir eru úti, það gerðist fyrir 8 árum, það er eins og móðir náttúra viti hvenær best er að kippast við hérna á Suðurlandi, því ekki varð manntjón sem hæglega hefði geta orðið ef allir hefðu verið við vinnu á þeim tíma, en það slapp til að fólk var í kaffi allavegana flestir.
Helga 298
Helga 298

Fjöldi innleggja : 156
Age : 63
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 09/03/2008

http://www.tofraljos.com

Til baka efst á síðu Go down

Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans. Empty Re: Úff mér var hugsað til ykkar, vegna skjálftans.

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum