Útilegukort-veiðikort.
+3
Gyða og Jói 591
Helga 298
Anna M nr 165
7 posters
Útilegukort-veiðikort.
Það kannski hentar ekki öllum að kaupa sér útilegukortið, sumir vilja ekki vera á tjaldstæðum innan um fullt af fólki, þá er ekki síður kostur að fá sér veiðikortið. Það gildir fyrir eitt veiðileyfi við ýmis vötn og náttúrulega gistingu við vatnið. Að hinu kortinu ólöstuðu, að þó maður veiðir ekki þá gæti borgað sig að borga 5000 kr og fá nýja gististaði.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Veiðikortið
Mér líst vel á svoleiðis, ég vil stundum fara og vera svolítið útaf fyrir mig. Enda þegar við höfum farið á flakk þá gistum við sjaldnast á tjaldstæðum. En kannski breytist það við að vera með svona fullkominn bíl, við þurftum ekkert rafmagn að fá utanaðkomandi á gamla okkar, úff hvað ég á eftir að sakna hans.
Gott mál !
Við hjónin vorum með Útilegukortið í fyrrasumar, og það borgar sig svo sannarlega ef ferðast er um nær hverja helgi og sumarfríið, og nú hafa bæst við svo margir frábærir staðir, við mælum með útilegukortinu
Gyða og Jói 591- Fjöldi innleggja : 47
Hvaðan ertu? : Kópavogi
Registration date : 09/03/2008
Re: Útilegukort-veiðikort.
Við hjónin erum mjög áhugalítil fyrir hefðbundnum stjaldstæðum. Sækjum í að vera langt frá öllu skipulögðu og notum því Veiðikortin mikið til að gista við vötnin burtséð frá því hvort við bleytum öngul eða ekki. Aftur á móti finnst okkur Útilegukortin mjög góður kostur fyrir þá sem vilja vera á þessum stöðum.
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Útilegukort
Hvar fær maður þessi Útilegukort? Er einhver linkur sem maður getur skoðað til að sjá hvaða staði Útilegukortið býður upp á?
Kv.Soffía Keili
Kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: Útilegukort-veiðikort.
Heimsíða Útlegukortsins - ÞAð er á tilboði til 1. maí á krónur 10,900 ef verslað er á vefnum.
Kv. Steini
Kv. Steini
Öll kort í hús..
Ég skammaðist aðeins í veiðikorta drengnum og hann færði mér kortin heim. Löngu búinn að borga .Tók tvö svona til öryggis til að fá vera örugglega í friði fyrir frúnni, förum á morgun austur að Vikurflóði og Tungufljóti.. fjölskylduferð . Fékk fluguhnýtingarsett ódýr en góð (5900)í RBveiðibúðinni (tók tvö til að fá að ve......),búinn að vera að búa til ófreskjur síðan, vona að fiskar hverfi ekki af svæðinu þegar þeir sjá þessi skrímsli, en eitt er klárt að fiskar hafa aldrei séð svona áður..Helga mín getur þú nokkuð búið til fyrir mig ilmkerti sem lyktar eins sokkarnir mínir svo konan geti vanist þessu....það verður ferming á Patró um hvítasunnuna svo ekki verðum við í fyrstu ferð en sendum öllum sumar og ferðakveðjur..sjáumstumstum.... þá bara seinna ..Steini þá er ekkert eftir nema að smella SPILI á Markhús hennar Hrefnu vinkonu svo hún komist í veiðivötnin..Gaman væri að fá keypt hjá henni viskastykki merkt MÆRAN. Hlakka til að hitta hana hressa að vanda ... Helgi gamall sjóhundur og trillukall,en er leigubílstjóri í dag.og á framfæri aldraða foreldra og ástríkrar eiginkonu sem vinnur á skrifstofu söngskólans Domus Vox...búum vestur í bæ í KR blokkinni....ble ble..
hpalmason- Fjöldi innleggja : 7
Age : 70
Hvaðan ertu? : Húsavik, konan Patró
Registration date : 11/03/2008
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum