Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Eitt og annað

2 posters

Go down

Eitt og annað Empty Eitt og annað

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Maí 16 2008, 04:45

Neytendavernd,
Var áðan að hlusta á spjall á Bylgjunni um hvernig ráðamenn þjóðarinnar hafa búið í haginn fyrir sig og hreinlega búið til lög sem eru sérsniðin fyrir þá.
Sigurjón hjá Fréttablaðinu rakti nokkur dæmi og sagði að svona aðgerðir væru ekki neitt annað en gripdeildir.
Núna á síðustu tímum hefur borið meira á kvörtunum vegna hárrar álagningar verslana og líka vegna alls konar þjónustu.
Síðan hans doktors Gunna er gott dæmi um slíkt.

Við höfum verið að dást að trukkabílstjórum í fjarlægð, mönnum sem þora að mótmæla.
Hvernig getum við lagt okkar lóð á vogarskálina, það kemur svo margt upp í hugann að maður veit ekki hvar ætti að byrja og hvar ætti að segja stopp.
Hvernig væri að hin ýmsustu félög með ASÍ í stafni tækju sig til og skiptu verðeftirliti á milli sín.
Stéttarfélög gætu skipt á milli sín því sem snýr að nauðsynjum heimilisins.
FíB tæki að sér allar tyggingar.
Svona mætti halda áfram að skipta þar til flest væri komið í einhver hólf
Neytendasamtökin sæju síðan um að halda utan um málið og láta birta reglulega í fjölmiðlum upplýsingar um gang mála.
Prentmiðlar þyrftu að koma sterkt inn og halda úti sérstakri neytendasíðu, aðrir fjöðmiðlar, útvarp og sjónvarp ættu að vera mun ákveðnari í spurningum sínum og láta menn svara,þeir ættu alveg að geta gert þetta í staðinn fyrir sífelldar upplýsingar um það sama.

Hvernig væri að búa til möppu á spjallinu til að auka verðvitund okkar, gæti tengst vörum fyrir húsbíla, verðum á tjaldsvæðum og svo framvegis.
Þetta mætti setja í nokkra flokka en ef Steina lýst bölvanlega á þetta vegna vinnunnar sem fylgir mætti til vara setja inn slóðir á síður sem taka við kvörtunum.
En endilega notum spjallið til að koma á framfæri öllu því sem okkur finnst að varði okkur öll, bæði þvi góða og líka því sem betur má fara.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eitt og annað Empty Re: Eitt og annað

Innlegg  Ágústa B 696 Fös Maí 16 2008, 13:24

Alveg er ég sammála þér að nú þurfum við að fylgjast vel með. Ég fór í verslun í gærkvöldi til að kaupa einn skitinn brjóstahaldara sem var rándyr fyrir þremur vikum. Þar sem fjandans búðin var nú að auglýsa 25% afslátt þá ákvað ég að fara og kaupa þessa bráðnauðsynlegu flík á afslættinum. Ég hef aldrei verið eins ofsareið þegar ég kom að rekkanum og sá að haldarinn var búinn að hækka um ÞÚSUND KALL á þessum þremur vikum!! Evil or Very Mad Evil or Very Mad Gengið sagði afgreiðslukonan og forðaði sér frá mér . Það segir mér enginn að allir haldaranir væru uppseldir sem ég skoðaði fyrir þremur vikum Evil or Very Mad Evil or Very Mad

Heldur betur þurfum við að taka okkur tak og láta ekki bjóða okkur þetta. Allar verslanir og þjónusta hækka bara allt vegna? ...Jú auðvita allir eru að hækka vegna gengis þó vörur og þjónusta séu til fyrir gengisfellingu.

Ég er búin að blása út í bili Very Happy Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eitt og annað Empty Meira um neytendavernd

Innlegg  Björn H. no. 29 Lau Maí 17 2008, 06:04

Sæl Ágústa, þú nefnir gott dæmi um lítinn hlut sem væntanlega selst ekki eins og appelsínur.
Við getum reiknað með að verslunin versli við heildverslun hér á landi og sá aðili sé nýbúin að fá sendingu og þegar verslunin fær senda 5 brjóstahaldara sem hafa hækkað um 1000 kr þá er svo auðvelt að hækka allan lagerinn þó svo að það hafi verið til 100 brjóstahaldarar í versluninni.
Með betri upplýsingum ætti almenningur smásaman að átta sig á hvar best sé að versla á hverjum tíma, þá væri hægt að fara að sniðganga þá sem enn eru haldnir græðgisveikinni en þeir eru því miður margir.
Það eruð þið húsmæðurnar sem hafið þessi gen að vilja gjarnan kíkja í verslanir sem gætuð lyft grettistaki í verðlagseftirliti.
Við karlarnir erum mun lélegri í þessu, helst að við höfum gaman af dótabúðum og öllu því sem kostar mikla peninga, bílar og þessháttar.
Hvaða helv... vitleysa er það að ef þú ætlar að kaupa húsbíl, hjólhýsi að þá hangi á spítunni alls konar aukabúnaður, sjónvörp, Markisur og svo framvegis.
Er ekki verið að selja bíla núna og það fylgir ákveðið magn af benzíni svo þú komist hringveginn tvisvar í sumar.
Það er alveg ótrúlegt hvað það virðist vera hægt að narra okkur endalaust.

Kíkti inn á heimasíðu doktors Gunna og hérna eru tvö lítil dæmi.
#646 Fór í Blómaval og keypti ca. 5 kg poka af hvítum skrautsteinum á kr.2.500,- pokann. Keypti síðan sömu steina hjá Malbikunarstöðinni Höfða þar sem tonnið kostar kr. 9.000. Dæmi hver fyrir sig.
Kílóið kostar kr. 500, í Blómaval ef viðkomand hefði verslað tonn af skrautstein í Blómavali hefði tonnið kostað fimm hundruð þúsund, maður gæti haldið að topparnir í bankakerfinu væru í aukavinnu við að vikta upp hjá Blómavali.

629 Langaði að benda á það að það er kominn nýr gjaldaliður inn hjá Icelandair þegar þú bókar flug. Þeir eru farnir að taka 500 krónur í bókunargjald þegar bókað er á netinu.
Ég er félagi í Neytendasamtökunum og benti þeim á þetta þar og þá sögðu þeir að þeir vissu af þessu. Ég er mjög pirruð bæði út í Icelandair fyrir að vera alltaf að plokka af manni og svo
líka út í Neytendasamtökin vegna þess að maður er að borga í þetta félag og þeir gera ekkert þó þeir fái fregnir af svona gjöldum, mér finnst að þeir hefðu átt að fara með þetta í fjölmiðla, því þó þetta sé kannski löglegt gjald þá er það gjörsamlega siðlaust.

Var ekki verið að afnema seðilgjöld?
Þetta segir okkur að það þarf að passa fleira en matarkörfuna.
Hvet alla til að kíkja á heimasíðuna http://this.is/drgunni/okur
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eitt og annað Empty Re: Eitt og annað

Innlegg  Ágústa B 696 Lau Maí 17 2008, 06:56

Ég hef einmitt verið að fylgjast með Okursíðunni hans Dr. Gunna og mér blöskrar sum innleggin þar. Ég trúi ekki öðru en að þjóðfélagið fari bara á annan endann ef ekkert verður gert. Krónan styrktist að vísu núna en verslun og þjónusta kemur ekki með neinar lækkanir í bráð því þeir vita að landinn kaupir frá sér allt vit fram í rauðann dauðann eins og ekkert sé Evil or Very Mad

Ferðaþjónusta er að boða greiðslumöguleika í erlendi mynt svo að gestir landsins fari ekki að afpanta "luxus"ferðirnar sínar. Kannski verður þetta framtíðin að við Íslendingar verðum að eiga evrur til að ferðast innanlands Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eitt og annað Empty Re: Eitt og annað

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum