Karlremban sem sá að sér.
Spjall :: Húsbílar :: Grín & Glens
Blaðsíða 1 af 1
Karlremban sem sá að sér.
Linda og Ragnar voru gift, en hann var mikil karlremba. Þó þau ynnu bæði fullan vinnudag leit hann aldrei við hússtörfum og hélt því fram að það væri hlutverk konunnar að sjá um þau. En eitt kvöldið þegar Linda kom heim úr vinnunni sá hún sér til mikillar ánægju að búið vr að baða börnin, vaska upp, þvo þvott og hengja út, dýrindissteik var í ofninum og búið var að leggja fallega á borð og setja stóran og fallegan blómvönd á mitt borðið. Linda varð auðvitað forviða og heimtaði að fá að vita hvað væri í gangi. Eftir nokkrar fortölur viðkenndi Ragnar fyrir henni að hafa lesið í tímariti að útivinnandi eiginkonur væru yfirleitt ásleitnar ef þær væru ekki svo þreyttar eftir að húsverkin bættust við vinnuna. Daginn eftir gat Linda varla beðið eftir að segja vinnufélögunum frá þessari breytingu. "Og hvað gerðist?" spurðu þeir. "Þetta var alveg frábær matur," svaraði Linda. "Ragnar vaskaði meira að segja upp eftir sig, hjálpaði krökkunum með heimavinnuna, braut saman þvottinn og gekk frá öllu upp í skápana." "Og hvað gerðist síðan seinna um kvöldið?" spuriði vinnufélagarnir forvitnir. "Ekkert," svaraði Linda, "hann var svo þreyttuuuuuur......."
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Grín & Glens
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum