Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Eitt og annað

2 posters

Go down

Eitt og annað Empty Eitt og annað

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Maí 09 2008, 09:46

Þá er Hvítasunnuhelgin komin, helgin sem flestir hafa beðið eftir ekki hvað síst húsbílaeigendur en oft er þetta helgin sem fyrsta ferð sumarsins er farinn.
Húsbílaeigendur í Borgarnesi hafa verið að heimta bíla sína úr vetrarhíði og þegar nágranni minn var kominn heim með Kotið þoldi ég ekki lengur við og sótti annan besta ferðabíl þessa lands.
Þegar við hjónin keyptum ferðabíl af Baldri og Grétu sagði Steingrímur Guðni að núna ættum við annan besta ferðabíl landsins, þau Sigga ættu hinn.
Þetta hef ég aldrei efast um enda Guðni traustur og áræðanlegur maður, já enga öfund.
Það var skorið stykki úr mér um daginn svo ég er ekki ferðafær þessa dagana en af því að bíllinn er kominn heim get ég labbað öðru hvoru út í hann, sest undir stýri og látið mig dreyma.
Fyrir stutt var ég að kvarta við bæjarstjórann okkar um aðstöðuleysi fyrir húsbíla í Borgarnesi og er hann að kanna hvort ekki megi laga svolítið til á innri hluta hafnarinnar í Brákarey, þarna er hið ágætasta pláss en önnur aðstaða er ekki þarna.
Það er mjög notalegt að sitja þarna og hlusta á fuglana á kvöldin og útsýnið til bæjarins er bara þokkalegt, það er verið að vinna að lagfæringum á tjaldsvæðinu á Granastöðum og þar á að koma aðstaða til að losa salerni og vatn á að verða þar fyrir ferðabíla.
Tjaldsvæðið er afleitt í bleytutíð en á bryggjunni þarf ekki að hafa áhyggjur af smá rigningu.
Í fyrra kíktum við Þóra að Hlöðum og ekki vantaði fjörið, það verður örugglega ekki minna núna.
Núna þegar allir eru búnir að fá sér pung við tölvurnar þá verða ekki vandræði með að senda inn línu handa okkur sem verðum að sitja heima um þessa helgi og kannski fl.
En gangi ykkur allt í haginn og njótið helgarinnar með ósk um slysalausa helgi öllum til handa.
Kveðja
Björn H. 29


Síðast breytt af Björn Hermannsson nr 29 þann Fim Maí 15 2008, 13:34, breytt 1 sinni samtals
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eitt og annað Empty Re: Eitt og annað

Innlegg  Steini 69 Fös Maí 09 2008, 10:25

Sæll Björn! - Til hamingju með að vera kominn með gripinn heim!
Við erum einmitt í þessum töluðum að bera dót útí bíl og síðan á bara eftir að ákveða hvert skal halda... Hlaðir voru eiginlega ákveðnar en það er miklu meiri rigning í kortunum þar svo við erum eiginlega enn ekki ákveðin Very Happy

Ætli maður reyni ekki punginn um helgina og athugi hvort meira er að marka þá Nova menn en kom í ljós er ég hugðist skella mér í 3g samband hér á Selfossi. Ég hafði sko margsprt hvort ekki væri samband hér áður en ég keypti punginn og "þeir héldu það nú". Ekkert var síðan sambandið svo eftir eftirgrennslan kom í ljós að þeir "ætla sko að setja upp senda um mánaðarmótin". Very Happy

Það er einfalt að bjóða frítt download inn í pakkanum ef engir eru sendarnir Very Happy

Góðan bata og draumfarir... og góða helgi og svo sjáumst við kannski bara í næstu ferð og/eða síðar á bryggjunni í Borgarnesi!

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Eitt og annað Empty Eitt og annað

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Maí 09 2008, 11:28

Sæll Steini, það er ágætis samband í sumarbústaðnum í Ásgarðslandi, upp með Soginu.
Vonandi fær húsbílafólk að nota bryggjuna í Borgarnesi.
Takk fyrir góðar óskir um bata, ég ætti að verða góður á nokkrum vikum.
Það er drjúg væta í Borgarnesi í augnablikinu en milt veður.
Njótið helgarinnar öll.
kveðja úr Borgarnesi.
Björn H.29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eitt og annað Empty Re: Eitt og annað

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum