Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

4 posters

Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

Innlegg  Ágústa B 696 Sun Maí 04 2008, 14:36

Hvert fóruð þið og hvað gerðuð þið?
Við hjúin hérna heima vorum að gera bátinn klárann fyrir sumarið. Keyptum kerru undir gripinn svo að við losnum við að setjan hann í stand á vatnsbakkanum(eru orðin lúin við það)Kíktum svolítið á Mánadísina og spáðum í breytingar sem eru óumflýanlegar en verðar ekki gerðar fyrr en eftir ferðina á Hlöðum.
Hlökkum til að fara að ferðast og sérstaklega að fara að veiða Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Það væri gaman að heyra.

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Maí 04 2008, 14:56

Í ykkur ferðalöngum, hvernig gekk? Við hjónin vorum heima, hann að vinna í gær svo ég tók smá vorhreingerningu inni. Úff það fóru sko nokkrir svartir ruslapokar í Sorpu Smile Alveg ótrúlegt hvað safnast upp hjá manni allskonar dót sem engin þörf er fyrir Neutral Það er greinilegt að maður flytur ekki nógu oft Shocked
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Re: Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

Innlegg  Steini 69 Sun Maí 04 2008, 15:31

Nú við lögðum í hann um kvöldmatarleytið á föstudagskvöldið og rúntuðum aðeins um og enduðum uppá Flúðum en þar voru svo sem fáir og hálf kulda- og vetrarlegt um að litast. Ákváðum samt að parkera Viðhaldinu og gista enda vorum við nett þreytt bæði. Og þar sem við sofnuðum svona snemma(og sváfum eins og englar) vorum við kominn upp um 7 á laugardaginn. Eftir morgunmat kíktum við svo aðeins í kaupfélagið að kaupa létt og laggott sem hafði gleymst. Verslunarferðin var framkvæmd undir glymrandi harmonikkumússík þar sem þetta var sko dagur nikkunnar. Þaðan renndum við svo í Skálholt og gerðumst Indiana Jones þ.e ég og guttinn klifurðum yfir grindverkið og fórum undingöngin inn í kirkju svona rétt af því að það mátti ekki Very Happy

Síðan var eitthvað burrað um og enduðum um hádegi í Þrastarskógi, en þangað hafði hvorugt okkar komið fyrr. Þar tóku á móti okkur Hafdís Júlía nr. 868 og Kristján hennar maður og löggðum við Viðhaldinu við bílinn hjá þeim og nutum samvista við þau og fleira frábært fólk þar til við héldum heim í dag. Alsæl með bílinn og helgina. Stæðið þarna í Þrastarskógi er frábær staður og ótrúlegt að þessi perla skyldi leynast svona rétt við bæjardyrnar. Flott skjól og maður þurfti ekki í langerma fyrr en um kvöldmat í gær. Nokkuð ljóst að við eigum einhverntímann eftir að skreppa þangað aftur.

Það var gaman að kynnast nýju fólki og þau heiðurshjónin tóku afar vel á móti okkur og ótrúlegt hvað kynnin af spjallinu hérna eru til þess að þetta er eins og að hitta gamla félaga Very Happy - Þarna hittum við fleira fólk sem einmitt kannaðist við okkur héðan af spjallinu(þrátt fyrir að vera ekki búið að skrá sig) og kíkti ég einmitt á flottan bíl hjá einum, Elíasi, sem keypti sér bíl á svipðuðum tíma og við. Nauðsynlegt að bera aðeins saman bækurnar Very Happy

En við erum hálf dösuð eftir helgina þ.e pollslök og notalega afslöppuð og Helga sofandi í leðrinu hér aftan við mig. Bíllinn fúnkeraði allur hið besta og við rúmlega sátt!

Kv. Steini


Síðast breytt af Steini 298 þann Sun Maí 04 2008, 15:41, breytt 1 sinni samtals
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Re: Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

Innlegg  Ágústa B 696 Sun Maí 04 2008, 15:37

Flott að heyra að allt gekk vel. Very Happy Var að skoða myndirnar og sýnist að það hafi verið margt á svæðinu og margir hundar! Ætla að reyna að senda þér mynd núna,þú fylgist með mér Embarassed
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Æðislegt að heyra.

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Maí 04 2008, 15:46

Steini til lukku með bílinn og fyrstu ferð Very Happy lol!
Ekki var verra að sólin lét sjá sig. Bíllinn ykkar flottur og voffalingurinn hann Ýmir hefur greinilega notið sín Smile
Er þessi lundur bak við Þrastalund (sjoppuna?) Hef aldrei farið þarna heldur, endilega settu inn á tjaldsvæðaþráðinn inlegg um þennan stað Smile
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty skemmtileg helgi

Innlegg  hafdísjúlía Mán Maí 05 2008, 02:40

Þessi helgi var alveg yndislega skemmtileg og ekki skemmdi fyrir að hitta þau frábæru hjón Steina og Helgu og Kolbein og Ými
hlökkum til næstu ferða.
Það er yndislegt að vera í þrastarlundi, það er keyrt inn í hann fyrir ofan sjoppuna. það er reyndar ekki búið að opna salerni og slíkt en við húsbíla og hjólhýsa fólk erum með þetta allt saman hvort sem er og þurfum ekkert á því að halda.
En skjólið er mjög gott þarna á allar hliðar. En yfir hásumarið er frekar mikið um flugu þarna svo þess vegna er þetta ekki mikið auglýst.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Þrastaskógur.

Innlegg  Ágústa B 696 Mán Maí 05 2008, 13:39

Þessi staður gæti verið mjög spennandi áður en flugan mætir á svæðið. Ég fæ nóg af henni við vötnin svo að tjaldstæði með mýi er ekki draumastaðurinn Very Happy Kannski á haustin þegar maður nennir ekki langt frá bænum.
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Re: Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum