1.maí
5 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
1.maí
Til hamingju félagar með daginn!
Af tilefni dagsins fór ég að hugsa til ykkar á spjallinu þ.e. atvinnu ykkar. Það er svolítið skrítið að vera í stóru félagi og vita lítið sem ekkert um atvinnu félaganna. Hvað skyldu Jón og Gunna vera að gera milli þess að þeysast um landið á húsbílnum? Sumir eru orðnir heldri borgarar og búnir að skila sínu dagsverki en aðrir eiga langt í land með það. Svo spurningin er hvert er starf ykkar eða voru?
Ég vinn með fötluðum æfingastöðinni Bjarkarási og aðstoðamaður á skólabílum fatlaðra .
Guðni er vagnstjóri hjá Strætó bs.
Af tilefni dagsins fór ég að hugsa til ykkar á spjallinu þ.e. atvinnu ykkar. Það er svolítið skrítið að vera í stóru félagi og vita lítið sem ekkert um atvinnu félaganna. Hvað skyldu Jón og Gunna vera að gera milli þess að þeysast um landið á húsbílnum? Sumir eru orðnir heldri borgarar og búnir að skila sínu dagsverki en aðrir eiga langt í land með það. Svo spurningin er hvert er starf ykkar eða voru?
Ég vinn með fötluðum æfingastöðinni Bjarkarási og aðstoðamaður á skólabílum fatlaðra .
Guðni er vagnstjóri hjá Strætó bs.
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Re: 1.maí
Ég er öryrki eftir misheppnaða hryggspengingu árið 1995(eftirstöðvar frá slæmu hryggbroti í uppskipunarslsysi) en hef seinustu árin... svona til að verða ekki vitlaus... verið að stunda tölvuviðgerðir ásamt því að flytja inn gervihnattabúnað og selja og þjónusta. Vann lengi í bílaviðgerðum, bílasölu, sá um viðhald fyrir byggingaverktaka, var í prentsmiðjurekstri, rak vídeóleigu, auglýsingastofu og fleira. Nú svo er ég notaður til að pakka og snattast og smíða eitt og eitt smáhýsi utan um kertagerðina okkar
Kv. Steini
Kv. Steini
Re: 1.maí
Ég er uppgjafar bóndi, bjó í Hrunamannahreppi og síðar í Villingaholtshreppi. Var á Hvanneyri 78-79 og er þvi búfræðingur að mennt. Ég skildi við búskapinn 1996 , og fluttist á Selfoss með krakkahópinn minn 5 stk 1997. Nú svo leið ár og þá tókum við Steini saman og unnum fyrst við vefsíðugerð, svo fór ég út í kertagerð, og hef unnið við hana síðan 1999.
kær kv. Helga
kær kv. Helga
1 maí.
Starfa sem dagmóðir með dóttur minni og erum við með 10 börn
Jón minn er ansi fjölhæfur, er með leigubílaleyfi á Hreyfli/Bæjarleiðum og hefur verið við aksturinn í mörg ár.
Einnig er hann gröfumaður og hefur starfað við það síðustu 3 ár nokkuð mikið með taxanum.
Jón minn er ansi fjölhæfur, er með leigubílaleyfi á Hreyfli/Bæjarleiðum og hefur verið við aksturinn í mörg ár.
Einnig er hann gröfumaður og hefur starfað við það síðustu 3 ár nokkuð mikið með taxanum.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
1.maí
Til hamingju með daginn ágætu félagar.
Ég er nokkuð viss um að í félaginu okkar starfar fólk við allar starfsgreinar sem spanna flóruna í íslensku samfélagi.
Ég starfa í bankageiranum, byrjaði í Verslunarbankanum í Keflavík í maí 1982, ég hef fylgt bankanum í gegnum allar þær breytingar sem þar hafa verið, nú vinn ég í Glitni í Keflavík. ´
Áður vann ég við fiskvinnlsu í Garðinum, við ýmiss störf þar, þó þetta séu um margt ólík vinna þá naut þeg þess að vinna í fiski það var alltaf líf og fjör ég tala ekki um þegar mikið var að gera og komu þessar miklu tarnir sem fylgdu miklum veiðum og mikilli vinnu langt fram á kvöld t.d. þegar mikill bolfiskur kom á land og ég tali ekki um loðnutarnirnar og síldina þá var nú fjör. Og ekki hefur verið leiðinlegra frá því ég kom í bankann og fá að taka þátt í öllum þeim breytingum sem þar hafa átt sér stað, vinna með skemmtilegu,góðu fólki og kynnast fullt af viðskiptavinum.
Maðurinn minn Sæmundur var lengi vel á sjó, og tók þátt í síldarævintýrinu á sínum tíma var á góðum bátum sem komu drekkhlaðnir inn dag eftir dag, og á nótafiskiríi, þá var nú fiskur í sjónum. Kom svo í land og fór að vinna hjá Flugleiðum þar sem hann er ennþá en þar er hann búinn að vera í um 31 ár sem Hlaðmaður en síðustu 2 árin hefur hann verið að keyra starsmönnum í og úr vinnu. Senn líður að því að við hættum að vinna og förum að leika okkur og vonandi getum við ferðast hér heima og erlendis og þá er nú gott að vera í svona góðum félagsskap sem Félag Húsbílaeiganda er og svo að sinna sinni fjölskyldu við hlökkum bara til.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Soffía og Sæmundur á Keili
Ég er nokkuð viss um að í félaginu okkar starfar fólk við allar starfsgreinar sem spanna flóruna í íslensku samfélagi.
Ég starfa í bankageiranum, byrjaði í Verslunarbankanum í Keflavík í maí 1982, ég hef fylgt bankanum í gegnum allar þær breytingar sem þar hafa verið, nú vinn ég í Glitni í Keflavík. ´
Áður vann ég við fiskvinnlsu í Garðinum, við ýmiss störf þar, þó þetta séu um margt ólík vinna þá naut þeg þess að vinna í fiski það var alltaf líf og fjör ég tala ekki um þegar mikið var að gera og komu þessar miklu tarnir sem fylgdu miklum veiðum og mikilli vinnu langt fram á kvöld t.d. þegar mikill bolfiskur kom á land og ég tali ekki um loðnutarnirnar og síldina þá var nú fjör. Og ekki hefur verið leiðinlegra frá því ég kom í bankann og fá að taka þátt í öllum þeim breytingum sem þar hafa átt sér stað, vinna með skemmtilegu,góðu fólki og kynnast fullt af viðskiptavinum.
Maðurinn minn Sæmundur var lengi vel á sjó, og tók þátt í síldarævintýrinu á sínum tíma var á góðum bátum sem komu drekkhlaðnir inn dag eftir dag, og á nótafiskiríi, þá var nú fiskur í sjónum. Kom svo í land og fór að vinna hjá Flugleiðum þar sem hann er ennþá en þar er hann búinn að vera í um 31 ár sem Hlaðmaður en síðustu 2 árin hefur hann verið að keyra starsmönnum í og úr vinnu. Senn líður að því að við hættum að vinna og förum að leika okkur og vonandi getum við ferðast hér heima og erlendis og þá er nú gott að vera í svona góðum félagsskap sem Félag Húsbílaeiganda er og svo að sinna sinni fjölskyldu við hlökkum bara til.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Soffía og Sæmundur á Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: 1.maí
Það verður spennandi að hætta að vinna og leika sér ef heilsa og fyrri störf eru í lagi. Við gælum nú við það að flytja út á land og eyða ellinni í sveitinni ekkert endilega í Húnaþingi. Hvernig er Sæmi í hnénu?
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
1.maí
Gústa það er aldeilis flott myndin af þér, mér sýnist aðgerðin hafa tekist vel, ha,ha þú ert með húmorinn í lagi.
Sæmi er að ná sér etiraðgerðina og getur nú gengið núna án þes að vera þjáður í hnénu. Við vorum að koma úr hálfsmánaðarferð frá Tenifife í gærkvöld.
Nú er næsta ferð um hvítasunnuna verið að gera klárt fyrir þá ferð.
Kv.Soffía Keili
Sæmi er að ná sér etiraðgerðina og getur nú gengið núna án þes að vera þjáður í hnénu. Við vorum að koma úr hálfsmánaðarferð frá Tenifife í gærkvöld.
Nú er næsta ferð um hvítasunnuna verið að gera klárt fyrir þá ferð.
Kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: 1.maí
Hlakka til að hitta ykkur
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
1.maí
Ég sé að það eru að bætast inn myndir af þáttakendum, kannsek maður reni að finna eina sæmilega og senda inn, en ég kann ekkert á þetta þá er það Steini sem hjálpar eins og alltaf er það ekki?
Hittumst um hvítasunnuna
Kv.Soffía Keili
Hittumst um hvítasunnuna
Kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
1.maí
Takk fyrir það Steini ég athuga hvað ég finn
Kv.Soffía Keili
Kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum