Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Aulinn ég með nettan hjartslátt...:-(

3 posters

Go down

Aulinn ég með nettan hjartslátt...:-( Empty Aulinn ég með nettan hjartslátt...:-(

Innlegg  Steini 69 Þri Apr 29 2008, 12:49

Var að koma úr bænum áðan á Viðhaldinu og á Hellisheiðinni voru 16 metrar og 21 í kviðum en ég verð að segja að mér stóð ekki alveg á sama þegar ég kom svo niður kambana og þar vorum enn verri sterngir og eins undir Ingólfsfjallinu.
En allavega virkar hjartað í manni að einhverju leyti... það var ljóst en greinilegt að það er ekkert í yfisstærðVery Happy

Það kom í ljós að ekkert var að ísskápnum annað en það að 12Voltin virka ekki ef bíllinn er tengdur landrafmagni(þótt hann sé í gangi) - Og vatnsdælan þurfti bara enn lengri tíma til að lofttæma kerfið en ég gaf henni Embarassed

Tóti í Víkurverki henti svo á hann markísu og hjólagrind og gerði við eldavélina og miðstöðina og var snöggur að. Ég lét svo þrýstiprófa gaslagnirnar og smella tengli utan á hann í leiðinni... svona ef manni dytti í hug að setja útvarp eða kaffikönnu í samband úti.

Kv.Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Aulinn ég með nettan hjartslátt...:-( Empty Úff

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Apr 29 2008, 13:28

Segi það með þér að hafa lítið hjarta, skil þig vel að vera smeykur á þessari leið í vindhviðum. Smile
Ég er svooooo veðurhrædd að hálfa væri nóg, vorum einu sinni á Snæfellsnesi þegar veðrið fór yfir 20 metra yfir nóttina, bóndinn svaf vel í rugginu, meðan ég skalf og hálfgrét af hræðslu og með hjartsláttinn alveg upp í háls Sad

Bíllinn bara að verða flottari og flottari Very Happy Býst við að sama vandamál hrjái okkur með kranann, enda tæmdum við kerfið síðasta haust.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Aulinn ég með nettan hjartslátt...:-( Empty Re: Aulinn ég með nettan hjartslátt...:-(

Innlegg  Ágústa B 696 Þri Apr 29 2008, 15:04

Það eru víst fáir sem ekki eru veðurhræddir í þessum bílum. Hef alla vega heyrt umboðin tala um að bílarnir þyrftu að vera í vari þegar vindurinn er komin í 15 m.s. og meir. Okkar bíll er eins og skítaklessa á veginum í vindi en ég er samt skíthrædd Crying or Very sad
Þú hefur núna fengið smá reynslu og veist hvað á að varast Very Happy

Gott að Viðhaldið sé komin á gott ról og hægt að fara að nota hana, til þess eru viðhöld Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Aulinn ég með nettan hjartslátt...:-( Empty Re: Aulinn ég með nettan hjartslátt...:-(

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum