Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Jómfrúrferðin...

3 posters

Go down

Jómfrúrferðin... Empty Jómfrúrferðin...

Innlegg  Steini 69 Mán Apr 21 2008, 15:16

Við Helga ákváðum að skreppa svona einn prufutúr á fösturdaginn var... svona rétt til að átta okkur á bílnum. En áður en við leggðum nú í hann var ákveðið að tjékka svona á gastækjunum og vatninu. Skrúfað frá gasinu og eldavélin tékkuð og þá kom í ljós að tvær termokúplingar voru ónýtar(pinnarnir við hellurnar sem þurfa að hitna svo gasið haldist á). Jæja það var svo sem ekkert við því að gera svo ég kveikti á ískápnum. Jú hann fór í gang á gasinu en vildi hvorki ganga á 230 voltunum eða 12V. Svo þá var bara eftir að prófa miðstöðina. Mótorinn fór í gang í einar 30 sekúndur en slær síðan út þar sem miðstöðin virðist ekki fá gas, þrátt fyrir að nóg gas sé að henni. Ég las mér til að stundum væru regulatorar vandamál svo ég skipti um hann en ekkert breyttist.

Jæja eftir að hafa rifið eldavélina úr þá var nú svo sem ekkert fararsnið á okkur lengur... en ég skellti samt vatni á tankinn og ræsti svo dæluna. Hún virðist samt ekki fá nægt vatn inná sig til að ná upp þrýstingi og gengur jafnhávær og væri tankurinn tómur...og gengur útí eitt. Svo við erum að spá í að fresta jómfrúnni um svona eins og hálfan mánuð Very Happy

Við gátum eðlilega ekki prófað þetta þegar við keyptum hann þar sem engir gaskútar voru í bílnum og búið að hleypa af honum vatninu en við erum þó þakklát að þetta var allt saman ný yfirfarið þegar við fengum hann afhentan í nóvember...eða svo var okkur allavega sagt Embarassed

Ég er þó búinn að finna útúr 230 voltunum en það var einfaldlega ekki tengt á ísskápnum en 12voltin verða þeir Víkurverksmenn að sjá um ásamt miðstöðinni vatninu og eldavélinni. Þeir ætla að hvort sem er að skella markísu og reiðhjólagrind á hann fyrir okkur eftir rúma viku og redda þá þessu smotteríi í leiðinni Very Happy

Eldavélin er frá SMEV og ég hafði samband við þá og fékk mail um hæl þar sem þeir tilkynntu mér að þeir myndu senda mér termókúplingarnar allar um hæl á sinn kostnað. Það þótti mér frekar góð þjónusta... þar sem ég var jú bara að óska eftir því að fá þær keyptar.

Svo það er bara allt gott af okkur að frétta og gaman að eiga bíl sem ber nafn með rentu Very Happy Very Happy Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Jómfrúrferðin... Empty Re: Jómfrúrferðin...

Innlegg  Ágústa B 696 Mán Apr 21 2008, 15:22

Það er nú gott að þið fóruð ekki lengra áður en "draslið" var prófað Very Happy Hvað ertu ekki búinn að gera við bílinn eftir þið fenguð hann ? Mér finnst allt vera að eða ertu bara svona smámunasamur Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jómfrúrferðin... Empty Æ,Ææ

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Apr 21 2008, 15:29

En fall er fararheill er það ekki? Very Happy Vonandi vinnst úr þessu á endanum, þið og Viðhaldið verðið nú að fara að sjást á vegunum Very Happy Annars er það algjört pein að lenda í svona, sérstaklega ef bíllinn er nýkeyptur og maður telur að allt sé í lagi. Frúin þín ætti nú að vera sátt við þetta Viðhald, Steini, er það ekki Razz
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jómfrúrferðin... Empty Re: Jómfrúrferðin...

Innlegg  Steini 69 Mán Apr 21 2008, 20:26

Jú þetta reddast allt saman... og maður læri allavega þokkalega á dótið með því að vera að bagsast í þessu. Vinir mínir í Víkurverki laga þetta bara... minnsta mál. Sjálfsagt fer Helgu fljótlega að finnnast heldur halla á sig... en nota bene... þetta er jú Viðhaldið hennar líka Very Happy

Bíllinn er fínn... en var án alls aukabúnaðar þegar við keyptum hann svo það stóð aldrei annað til en að brasast aðeins í honum en svo er þetta náttúrulega með þetta hobbý eins og önnur að þegar eitt er komið.... dettur manni eitthvað annað í hug sem eins og allt hitt "alveg bráðnauðsynlegt" að setja í bílinn Very Happy

En semsagt... Loftpúðarnir fara í hann á miðvikudaginn... markísan og hjólagrindin næsta þriðjudag og þá á bara eftir að merkja hann og smella undir hann nýjum framdekkjum... og kannski pilsi hjá Óskari Very Happy svo þetta er að verða komið!

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Jómfrúrferðin... Empty Ekki var það skárra hjá okkur.

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Apr 27 2008, 13:59

Vorum fyrstu nóttina í bílnum og hjá okkur er rennslið lélegt úr krananum, og ísskápurinn kældi ekki Sad
Kom reyndar ekki að sök, enda við í góðu yfirlæti við bústað bróðurs míns Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jómfrúrferðin... Empty Re: Jómfrúrferðin...

Innlegg  Steini 69 Sun Apr 27 2008, 15:25

Hva.... bara allt í steik Very Happy - Það geta nú ekki alltir verið með sumarbústað á trailer aftan í bílnum svona til að redda sér Very Happy.

En til hamingju með fyrstu ferð!
Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Jómfrúrferðin... Empty Bölv kraninn.

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Apr 27 2008, 16:58

Kraninn var nú farinn að stríða okkur í fyrra. Það heyrist vel í dælunni en lítið vatn kemur. Ætli það sé þá kraninn sjálfur? Ónýtur eða stíflaður?
Þetta með ísskápinn ætlum við að reyna að finna út úr þegar við fyllum á gasið. Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jómfrúrferðin... Empty Re: Jómfrúrferðin...

Innlegg  Steini 69 Sun Apr 27 2008, 17:12

Amm... var gasið eftir heima? Very Happy - Þetta með dælurnar er misjafnt en ef þetta er svona utaná lyggjandi Aqua8 dæla þá gæti þurft að skipta um sílikon blöðkurnar og fleira fínerí í hausnum á henni. Það eru til sett í þær í Víkurverki. - Er í sama brasinu sjálfur!

Kv.Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Jómfrúrferðin... Empty Re: Jómfrúrferðin...

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum