Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Félagatalið

5 posters

Go down

Félagatalið Empty Félagatalið

Innlegg  Magnús Árnason Sun Apr 20 2008, 05:14

Það væri mjög gaman að hafa félagatalið á netinu með mynd af bílnum og eigendum hans.Eins og hjá Flökkurum. En mér finnst að það þurfi að vera læst þannig að einungis félagsmenn geti skoðað það.
Þetta segi ég vegna þess að það gæti verið gott fyrir einhverja að vita hverjir eiga húsbíla og sjá hvar þeir eiga heima og geta séð hvenær þeir eru ekki heima, því bíllinn er farinn.
Læsingin mætti vera þannig að með félagatalinu fylgi númer sem viðkomandi félagsmaður slái inn til þess að komast inn á félagaskrána á netinu.
Ég sá í kosningunni um félagatalið að það vilja allir setja það á netið, en þetta finnst mér þurfa að skoða vel áður en þetta verður gert
Með ósk um gott ferðasumar
Maggi 720

Magnús Árnason

Fjöldi innleggja : 1
Registration date : 20/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Félagatalið Empty Re: Félagatalið

Innlegg  Helga 298 Sun Apr 20 2008, 06:36

ég er alveg sammála þér í þessu að það þurfi að vera læst, við vitum alveg hvernig er umhorfs í þjóðfélaginu í dag. og það eru ekki allir sem hafa einhvern búsetan í húsunum þegar þeir eru á ferðinni.
Helga 298
Helga 298

Fjöldi innleggja : 156
Age : 63
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 09/03/2008

http://www.tofraljos.com

Til baka efst á síðu Go down

Félagatalið Empty Re: Félagatalið

Innlegg  Ágústa B 696 Sun Apr 20 2008, 07:09

Ekki hafði ég hugsað svona langt Embarassed Ef hægt er að læsa félagatalinu væri það frábært annars mundi ég segja nei eftir þetta innlegg Magnúsar Árnasonar ef ég væri að kjósa núna. Takk Magnús fyrir að hafa vit fyrir okkur Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Félagatalið Empty Félagatalið

Innlegg  Björn H. no. 29 Sun Apr 20 2008, 12:31

Magnús bendir réttilega á að ef félagatalið er sett á netið á það að vera hulið öðrum en félagsmönnum.
Við eigum að gera eins og þeir hjá 4x4 klúbbnum gera, þeir eru með síðu sem heitir innanfélagsmál. Þessi síða er læst, við ættum að geta gert eins og þar gætu fundargerðir, félagatal og umræðusíða um málefni félagsins sem félagar vilja ekki að liggi á glámbekk verið.
Þegar fólk er að karpa í gestabókum um málefni sem félagsmönnum kemur einum við þá eru menn bara að skemmta skrattanum.
Var að skoða áðan hvað margir hafa kosið á síðunni Félagatalið á netið.
Það voru 107 búnir að skoða en 22 höfðu kosið, ég hefði viljað sjá fleiri segja sína skoðun með því að kjósa.
En vonandi á spjallsíðan eftir að dafna og þroskast, það gerist ekki á nokkrum vikum.
Kveðjur
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Félagatalið Empty Pældi ekki í því,

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Apr 20 2008, 13:29

En gerði einhvern veginn ráð fyrir því að þetta yrði gert fyrir félagsmenn, og þá bara fyrir þá.
Auðvitað væri snilld ef hægt væri að læsa og hver með sitt aðgangsorð Very Happy
Myndi samt ekki mæla með númerunum okkar það væri svo auðvelt.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Félagatalið Empty Re: Félagatalið

Innlegg  Helga 298 Sun Apr 20 2008, 13:49

Það gengi aldrei, því þá væri þetta opin bók fyrir alla
Helga 298
Helga 298

Fjöldi innleggja : 156
Age : 63
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 09/03/2008

http://www.tofraljos.com

Til baka efst á síðu Go down

Félagatalið Empty Re: Félagatalið

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum