Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Lumið þið á uppskriftum?

+9
Ægir og Sigga
Helga 298
Björn H. no. 29
Steini 69
keilir
Gyða og Jói 591
hafdísjúlía
Ágústa B 696
Anna M nr 165
13 posters

Blaðsíða 2 af 4 Previous  1, 2, 3, 4  Next

Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Lummurnar færðu Björn minn.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 25 2009, 13:42

Hollar og góðar lummur með hafragraut.

1 og1/2 dl hveiti.
1tsk lyftiduft.
1/2 dl haframjöl eða
1 og 1/2 dl hafragrautur.
1 egg.
2 dl mjólk.
1-2 msk rúsínur ( má sleppa)
Bökunardropar
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Grilltíminn að nálgast.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 25 2009, 13:48

Er þá ekki gott að hafa kaldar sósur tilbúnar með sér í bílinn?
Skyrsósa.

200ml skyr, 2 msk vatn,1og1/2 msk tómatssósa,1/4 msk Worchestersósa, 1 skvetta Tabascosósa, karríduft á hnífsoddi.
pipar og salt, 1 msk graslaukur, smátt saxaður.
Skyrið hrært með vatni, Tómatssósu, Worchestersósu og karrí hrært saman við og smakkað til með Tabascosósu, pipar og salti. Að síðustu er graslauknum blandað við.
Frábær sósa með grilmat, í bakaðar kartöflur eða sem ídýfa. Very Happy


Síðast breytt af Anna M nr 165 þann Mið Mar 25 2009, 14:45, breytt 1 sinni samtals
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Mar 25 2009, 14:29

hafdísjúlía skrifaði:Þar sem ég er svo skrítin með mat t.d. kaupi ég ekki tilbúið kryddað geri þetta allt saman sjálf
þá gerum við mikið af því að skera niður allskonar grænmeti á grillið, t.d. að skera sætar kartöflur, alla papriku, blaðlauk, rauðlauk, gulrætur,
blómkál og brokkoli, sumir vilja tómata, setja þetta í álpappír og grilla í ca 30-40 mín með smjöri þetta er mjög gott
eins er mjög gott að taka bökunarkartöflur og skera ofan í þær þvers og kruss og smyrja með olíu og strá jurtasalti eða krakkakryddinu frá pottagöldrum yfir og setja í álpappír og grilla þær þær verða óskaplega góðar svoleiðis. Við erum mjög dugleg að kaupa okkur lambakjöt á þriðjudögum og krydda það sjálf og marinera og erum svo með það á laugardögum í bílnum.
Það er ein uppskrift sem mér dettur í hug svona í fljótheitum það eru kjúklingabringur, sem skorið er inn í og sett í þær mosarella ostur skorinn í bita, sólþurrkaðir tómatar í olíu og hvítlaukur allt hrært saman í skál og sett inn í kjúklinginn og hann svo grillaður þetta er mjög gott.

Þetta er magnað, maður gæti haldið að þið Þóra mín hefðuð verið hjá sama kennaranum.
Bara hrein krydd, mikið af grænmeti, svolítið rauðvín og lambakjöt á diskinn hennar Þóru. cheers
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 25 2009, 14:33

Hva? Líst þér ekkert á hollu lummurnar sem ég setti inn baaaraaaa handa þér Björn? Rolling Eyes
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Mar 25 2009, 14:39

Lummur góðar, lambakjöt gott, verður erfitt að velja. Laughing
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  hafdísjúlía Mið Mar 25 2009, 15:55

Já Björn sem betur fer eru alltaf fleiri og fleiri farnir að hugsa eins og við, vilja ekki þetta sull sem hægt er að kaupa í pokum, heldur vilja gera þetta á gamla mátann.
Við viljum gott í kroppin í öllum þeim skilningi sem hægt er að leggja í það, og þá er það ekki tilbúið drasl sem hægt er að kaupa, auk þess er bara gaman að stússast í þessu í ferðum, því ekki getur maður andskotast við þrifin eins og heima.
Ekki skaðar svo að hafa gott rauðvín með, í hófi auðvitað.
Svo ég er viss um að við konan þín og ég höfum verið hjá sama kennaranum, enda er ég frá Seyðisfirði,
reyndar bara fædd en drekkur maður þetta ekki í sig með móðurmjólkinni.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 25 2009, 16:05

Hafdís, hvar kaupir þú þessi pottagaldra-krydd Krakkakrydd og Hafmeyjan? Er búin að svipast um undanfarið í Krónu og Bónus og finn þau ekki Crying or Very sad
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  hafdísjúlía Mið Mar 25 2009, 16:08

Pottagaldrakryddin fást í öllum búðum nema Bónus held ég, krakkakryddið hef ég reyndar fengið á mjög fáum stöðum
ég fer mjög mikið í Fjarðarkaup og þar fæ ég þetta allt saman, líka í maður lifandi þar hef ég séð krakkakryddið
en eftirlæti hafmeyjunnar fæst í öllum búðum. Þetta eru alveg frábær krydd og það er ekkert MSG í þeim
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 25 2009, 16:13

Ætla að reyna að fá mér þessi krydd fyrir ferðalögin, eiga bæði í bílnum og heima. Er ekki óhætt að krydda með þessu smá fyrir eldri dagmömmubörnin?
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  hafdísjúlía Mið Mar 25 2009, 16:18

jú þessi krakkakryddblanda er mjög góð fyrir krakka á öllum aldri.
Þetta er ekkert of sterkt krydd. Mæli svo sannarlega með þessum kryddum
fiskikryddið er líka frábært í bílinn
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 25 2009, 16:27

Ætla að skreppa í Fjarðarkaup við tækifæri.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Helga 298 Mið Mar 25 2009, 16:38

Já Anna mín Hann þiggur þessa Sýnikennslu með þökkum Smile Twisted Evil
Helga 298
Helga 298

Fjöldi innleggja : 156
Age : 63
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 09/03/2008

http://www.tofraljos.com

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 25 2009, 16:42

Ertu að meina Steina og grillið?? Very Happy
Verðum þá bara að koma okkur saman í ferð Smile
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Mar 26 2009, 01:25

Þetta lofar góðu, smá samantekt.

Dagur 1.

Forréttur.
Léttgrillaður silungur veiddur af Önnu og grillaður af húsbóndanum.
Aðalréttur
Bleikjuréttur að hætti Hafdísar
Kristján sér um hátíðarræðuna.
Desert
Læm/bjór/salt Anna stjórnar fjöldasöng. Hin gömlu kynni gleymast ey og svo framvegis. Razz

Dagur 2.
Silungur í skyrsósu
Aðalréttur
Silungur 700 grömm á mann, flökin snyrt skorin gott að hafa slatta af Tortillakartöflum, Kúrbít og fl. þessháttar að hætti Önnu.
Jón stjórnar fjöldasöng.
Desert.
Makkarónukökur, þeim drekkt í perusafa, allskonar girnilegum ávöxtum raðað ofaná og kókosbollum þéttraðað þar yfir, vona ég.
Algjör BOMBA, því gæti ég trúað. cheers

Dagur 3.
Forréttur
Svolítið meiri silung, ómögulega meira fyrir mig en takk.
Aðalréttur
Grænmetisfiskréttur að hætti formanns, verða að smakka svo maður lendi ekki í ónáð.
Sæmundur skemmtir gestum með sögum af formanninum.
Desert
Lummur í boði Önnu, tökum eina. Laughing

Dagur 4. Hérna tökum við strákarnir við.
Forréttur
Steini grillar pylsur með sínu lagi, skolað niður með bjór úr sveitinni.
Aðalréttur
Stórsteik að hætti Borgnesinga, Þóra sér um að krydda, ég sé um að lærið sé ekki of eldað.
Vel af grænmeti og þessu er skolað niður með rauðvíni.
Að beiðni Þóru er þessi óskað að Björn leiði ekki sönginn. clown
Desert.
Það þarf varla desert eftir svona mat en eitt - ?? rauðvínsglös væri í lagi á Jónsmessukvöldi. sunny

Þetta læt ég duga en það vantar fleiri fæðutegundir á matseðilinn, annars verður kosturinn of einhæfur.
Fáum fleiri tillögur áður en spjallverjar halda hátíð ársins. jocolor geek king queen
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Helga 298 Fim Mar 26 2009, 01:33

Very Happy Laughing yndislegur matseðill Smile
Helga 298
Helga 298

Fjöldi innleggja : 156
Age : 63
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 09/03/2008

http://www.tofraljos.com

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  hafdísjúlía Fim Mar 26 2009, 02:59

En spennandi, hvenær eigum við að mæta Björn
er garðurinn þinn nógu stór fyrir nokkra spjallverjabíla
Namm namm hlakka svo til.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Ægir og Sigga Fim Mar 26 2009, 05:16

Margir girnilegir réttir á boðstólnum Very Happy , en ég er nú ekki besti kokkur í heimi Shocked . En ég vil hafa sýnikennslu á sósugerð. Hef því sett confused inná "You Tube" hvernig sósan er gerð. Linkurinn er "Muppets - Svedish Chef - Hot sauce" verði ykkur að góðu...
Very Happy Very Happy lol! ´,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Mar 26 2009, 09:01

Helgu líst vel á matseðilinn, það er hið besta mál en hún sleppur ekki svona auðveldlega. Razz
Hafdís og Kristján eru til í að mæta heim til okkar, það er að vísu hægt að koma nokkrum húsbílum á stæðið, kannski 5-6 en maður verður að taka tillit til bæjarbúa, svo ekki líst mér á þessa staðsetningu.

Ægir, þú verður að taka þig á, sósurusl af You Tube það bara gengur ekki, við erum þjóðholl og núna er kreppa. pig

En svo maður prófi að vera svolítið málefnalegur, þá væri bara gaman að setja saman matseðil sem byggðist á því að nokkrir tækju sig saman og skiptu með sér verkum.
Byrja á að kanna hverjir vilja vera með og þegar hópurinn væri fullmannaður þá að ákveða stað til að hittast á og borða saman eitt kvöld.

Matseðilinn yrði að vera alvöru matseðill.
Forréttur eða fordrykkur
Aðalréttur
Desert
Það kæmu allir með eitthvað.

Þetta gæti vel gerst í einhverri af ferðum félagsins, eða bara sér ferð. bom sunny Sleep
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  hafdísjúlía Fim Mar 26 2009, 09:54

En flott hugmynd, til er ég mér finnst allt svona svakalega skemmtilegt
Ég skal mæla með góðum vínum, kann það, og Kristján getur grillað, kann það
hann meira að segja sér um að útbúa þannig mat alveg án minnar aðstoðar ef svo ber undir.
Nefnið stað og stund og við mætum.
Hlakka til að prufa þetta, þetta er nýr vinkill í húsbílaflórunni, gæti orðið að góðum vana.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Það er aldeilis, baaaaaaaraaaaaa næs.

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Mar 26 2009, 11:22

Tek þig á orðinu Björn, nú veljum við stað , stund og matseðil. cheers lol!
Getum notað spjallið til að ákveða þetta allt saman og plana Very Happy Ef þessi ferð verður farin í sumar/haust sé ég um forréttinn ofkors rabbit Flottur nýveiddur fiskur a la Anna með girnilegu meðlæti og Frú Hafdís mælir með góðu hvítvíni með því drunken

Við getum sko alveg stofnað okkar Spjallverjagrúppu og krunkað okkur saman einu sinni á ári í ferð.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Benedikt 687 Fim Mar 26 2009, 15:20

Það er víst nóg af rækjum hér, sem mætti setja í heita olíu og hvítlauk. borið fram sjóðandi í heitum leirdiskum. Kalt hvítvín eða bjór myndi ekki skemma fyrir.
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Kristján hérna

Innlegg  hafdísjúlía Fim Mar 26 2009, 15:49

Ég get ekki orða bundist yfir þessari vitleysu.
Það má ekki af Hafdísi minni líta, þá eys hún yfir ykkur allskyns fróðleik.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek til máls á þessari síðu og ég sé að ég þarf að hafa auga með Hafdísi.
Þetta matarvesen á ykkur er alveg út í hött.
Hinsvegar er Þorsteinn vinur minn með frábæra lausn á þessu.
Stífgrillaðar pylsur, sprungnar og fínar. Klikka aldrei. Ég lenti í þessu hjá honum, og hann er flottur kokkur. Að vísu þurfti að drekkja pylsunum í tómatsósu og sinnipi, þar sem þær voru svolítið brunnar, en það var bara smáatriði Very Happy Very Happy Very Happy
Að öðru leyti er þetta gott að undanskildu því að það þarf að beinhreinsa þetta laxa, silunga og bleikjudót Razz
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Var skráð inni en var ekki við.

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Mar 26 2009, 16:34

Svona er að gleyma að skrá sig út, en nú verð ég bara að svara þér Kristján Cool Cool
Sko hún Hafdís verður góður veislustjóri queen
Veit að þú ert bara að reyna losna undan fjöldasöngnum eða eitthvað álíka, og svo verður Steini líka mjög upptekinn cheers
Sá nefnilega á planinu að Jón á ekki að grilla svo hann tekur Steina baksviðs og kennir honum það á meðan lol!
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Mar 26 2009, 16:45

Benedikt 687 skrifaði:Það er víst nóg af rækjum hér, sem mætti setja í heita olíu og hvítlauk. borið fram sjóðandi í heitum leirdiskum. Kalt hvítvín eða bjór myndi ekki skemma fyrir.

Mér sýnist að ég fái félaga að sjá um tvíréttaðann forrétt. lol!
Svo menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af beinaplokki Laughing
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Steini 69 Fim Mar 26 2009, 16:47

hafdísjúlía skrifaði:Ég get ekki orða bundist yfir þessari vitleysu.
Það má ekki af Hafdísi minni líta, þá eys hún yfir ykkur allskyns fróðleik.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek til máls á þessari síðu og ég sé að ég þarf að hafa auga með Hafdísi.
Þetta matarvesen á ykkur er alveg út í hött.
Hinsvegar er Þorsteinn vinur minn með frábæra lausn á þessu.
Stífgrillaðar pylsur, sprungnar og fínar. Klikka aldrei. Ég lenti í þessu hjá honum, og hann er flottur kokkur. Að vísu þurfti að drekkja pylsunum í tómatsósu og sinnipi, þar sem þær voru svolítið brunnar, en það var bara smáatriði Very Happy Very Happy Very Happy
Að öðru leyti er þetta gott að undanskildu því að það þarf að beinhreinsa þetta laxa, silunga og bleikjudót Razz

Sko ef þessi fiskást er alveg að fara með fólk þá fæst þetta fína túnfiskpate i túbbúm í IKEA... algert sælgæti Very Happy Annars leist mér vel á Rækjukokteilinn sem Benedikt var að skrifa um þ.e hvítlauksmallaðar rækjur... og þar sem ég er ekkert svo kresinn.... þá er í góðu lagi að slíta þær í sig af þessvegna pappadiskum:-)

Nú svo má geta þess í framhjáhlaupi... að ef þið fáið ykkur vel af fordrykk og takið síðan nett forskot á rauð- og hvítvínið... þá smakkast þetta allt saman alveg svakalega vel Very Happy
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? - Page 2 Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Blaðsíða 2 af 4 Previous  1, 2, 3, 4  Next

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum