Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Lumið þið á uppskriftum?

+9
Ægir og Sigga
Helga 298
Björn H. no. 29
Steini 69
keilir
Gyða og Jói 591
hafdísjúlía
Ágústa B 696
Anna M nr 165
13 posters

Blaðsíða 1 af 4 1, 2, 3, 4  Next

Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Apr 17 2008, 13:23

Við á Veiðiskreppi óskum eftir uppskriftum og hugmyndum hvað gott er að gera úr aflanum?
Oftast grillar maður en þá vantar gott meðlæti, einhverjar hugmyndir? study
Kann einhver að gera bleikjusalat eða einhvern kaldan rétt?
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Ágústa B 696 Fim Apr 17 2008, 14:19

Kæru félagar,finnið eitthvað gott handa Önnu. Við komum svo í mat í næsta veiðitúr Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty bleikjuréttur

Innlegg  hafdísjúlía Fös Apr 18 2008, 03:03

Það besta sem þú gerir er að taka salatpoka með og klettasalat, papriku, rauðlauk,gúrku,tómata,fetaost,furuhnetur,sesamfræ
og setja þetta saman í góða skál, kannski ekki allan fetaostinn, (svo er líka spurning með hvað af grænmetinu fólkið þitt borðar)
einnig er mjög gaman að taka epli, peru. eða ananas, smávegis af svona sætum ávöxtum og setja út í salatið
skera það frekar smátt. setja svo ristaðar furuhnetur og ristuð sesamfræ út á og fiskinn kaldan og borða sem gott salat með góðu brauði
t.d. súrdeigsbrauði úr Grímsbæ, rúgbrauðið þeirra með súrdeiginu er algjör snilld, einnig ávaxtabrauðið þeirra það er ennþá betra
með rúsínum, og döðlum. Einnig er þetta gott með grilluðum fiski. Það er líka frábært að gera svona salat og ef þú átt kaldan kjúkling eða afganga af kjúklingi að skera það smátt og setja út í, þetta er alveg fullkomin máltíð, og ekki mikið fyrir haft.
Hvað sósu varðar finnst okkur mjög gott að kaupa gráðost og einn pela af rjóma og sjóða þetta niður og setja í dollu og í ískápinn
og þetta er sósa sem gott er að hafa með öllu, snakki, fiski, kjöti bara prufaðu (þ.e. ef þú ert hrifin af gráðosti)
Kv. Hafdís
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Húsbílauppskriftir !

Innlegg  Gyða og Jói 591 Fös Apr 18 2008, 08:42

Skemmtilegt þetta með uppskriftirnar, það luma örugglega margir á skemmtilegum uppskriftum og góðum ráðum varðandi matseld í húsbílaferðum, sunny Ég ætla að rifja upp einhverja góða og senda inn bráðlega kveðjur Gyða queen
Gyða og Jói 591
Gyða og Jói 591

Fjöldi innleggja : 47
Hvaðan ertu? : Kópavogi
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Nammi namm.

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Apr 18 2008, 13:13

Það væri gaman að skiptast á uppskriftum á öllu mögulegu, jafnvel líka góðum ráðum varðandi matseld á ferðalögum .
Á eftir að fá uppskrift að bleikjusalati frá einni húsbílafrú, læt hana inn þegar ég fæ hana.
Takk Hafdís og Gyða.
Maður eldar oft aflann og hef ég t.d sett í álbakka heil flök kryddað með sítrónupipar, sett tómata, sítrónu með og grillað.
En með kjötréttum er æðislegt að fá sér fyllta sveppi, hafið þið prófað það? Þá er stilkurinn tekinn frá, gerð smá hola og sett síðan smurostur í og grillað. Smurosturinn getur verið hvaða bragðtegund sem er.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Fiskbúðin Hafberg Gnoðavogi 44 R.

Innlegg  Gyða og Jói 591 Fös Maí 02 2008, 02:43

Mér datt í hug að benda ykkur á þessa fiskbúð, hún er alveg frábær, vinkona mín og ferðafélagi, verslar þarna og meðal annars sem þar fæst eru fiskibuff, bæði þessi "venjulegu gömlu góðu" og svo með karrý, þessi buff kaupir hún og frystir svo t.d.3 stk. í poka, sem er hæfilegt í matinn fyrir hjón, og svo þegar farið er í ferð er þetta tilbúið í frystikistunni, þetta er gott með kartöflum eða hrísgrjónum og góðu salati, einnig er gott að hafa brúnu lauksósuna frá Toró með svona upp á gamla móðinn Very Happy
Ég dreif mig í þessa fiskbúð um daginn, og nú eru nokkrir pakkar í kistunni hjá mér og sósubréfin kominn út í bíl cheers
En svo er mjög mikið af allskonar fiskréttum og fíneríi í þessari frábæru fiskbúð. kveðjur Gyða flower
Gyða og Jói 591
Gyða og Jói 591

Fjöldi innleggja : 47
Hvaðan ertu? : Kópavogi
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Fiskur

Innlegg  hafdísjúlía Fös Maí 02 2008, 02:48

Þessi fiskbúð er alveg dásamleg og líka hef ég farið í Fiskbúðina Vör og þar fæ ég blálöngu sem er sá besti fiskur sem ég fæ
það er frábært að taka tvær sneiðar fyrir helgina og elda í bílnum. Þessi fiskur er mjög líkur skötusel bara ekki með himnunni.
Svo verðið þið að kaupa kryddið frá pottagöldrum " eftirlæti hafmeyjunnar" það er ómissandi á fiskinn.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Alltaf gott.

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Maí 02 2008, 04:06

Mmmmnn fiskur er góður, takk fyrir ábendinguna með búðina, ég er búin að fá uppskrift af bleikjusalati, en er núna að stelast í vinnunni, svo ég set hana inn í kvöld. Embarassed
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Uppskriftir

Innlegg  keilir Fös Maí 02 2008, 06:30

Gaman að þessu að fá uppskriftir og ábendingar með matseldina, frábært hjá ykkur. Við hjónin erum mikið fyrir fisk (barnabörnunum finnst það nú ekki spennandi) en blálöngu höfum við aldrei smakkað og þú segir Hafdís að þetta sé líkt skötusel, hann er finn, pottagaldrakryddið sem þú nefnir þarf að prufa það er það bæði á fisk og kjöt? Við grillum stundum fisk annaðhvort í álpappír eins og þú Anna eða í fiskigrind og það er mjög fínt. Hér kemur ein uppskrift sem er gott að gera í útilegu
Grænmetisýsa með rækjublöndu:
Fyrir 4. c.a 800 gr. af ýsu eða þeim fisk sem ykkur finnst góður.Roðflettið fiskinn, skerið í fjóra bita og setjið hvern bita á miðjuna á olíuborinn álpappír
2 tómatar meðalstórir 1 laukur og 2.msk. ferskt kóríander Sneiðið lauk og tómata og setjið ofan á fiskinn og kóríanderlaufin þar ofan á, kryddið með góðu kryddi
6.msk.ólífuolía 1 tsk. karrý 2. msk. sítrónusafi, þessu öllu blandað saman og hellt yfir fiskinn. Pakkið álpappírnum saman og glóðið á heitu grillinu.
Og svo er það Grænmetisrækjublandan sem sett er í annan pakka, við búum til nokkurskonar skálar fyrir þetta úr álpappírnum.
Skerum 1 rauða papríku (má svo sem vera annar litur) skerum hana í teninga og 1/2 blaðlauk söxum við niður ásamt c.a. 2 msk. af steinselju nýrri sem við sneiðum niður.
Í þetta fer líka c.a. 250 gr. af rækju 1 lítil maísbaunadós (c.a. 200 gr.) blöndum saman rækjunum, maísbaununum, paprikunni, blaðlauknum. steinseljunni og setjum í fjögur álbréf (búum til einskonar skálar)
Bræðum c.a. 60gr. af smjöri hrærum 2 msk. af sítrónusafa samanvið og dreypum þessu yfir grænmetisblönduna. Hitið þetta á grillinu þar til það er gegnheitt.
Berið fram með góðu brauði, þetta er mjög gott, smá nostur en það er bara gaman. Ég er þannig að ég styðst alltaf við uppskriftir en svo bæti ég í ýmsu eða bara það sem ég á í það og það skiftið.
Takk fyrir ykkar innskot
Kveðja Soffía Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Ágústa B 696 Fös Maí 02 2008, 06:43

´´Eg á mann sem helst ekki vill sjá fisk á borðum hvað þá á ferðalögum svo....ég býð mér bara í mat til ykkar Very Happy Very Happy ´Þið getið sett rauðann fána á bílinn t.d þegar maturinn er kominn á borðið Very Happy Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Uppskriftin hennar Soffíu í næstu ferð !

Innlegg  Gyða og Jói 591 Fös Maí 02 2008, 07:08

Mér líst mjög vel á uppskriftina að Grænmetisfiskréttinum með rækjublöndunni, ég prófa hana í næstu ferð.
Við þurfum að vera duglegri við að grilla fisk og grænmeti í ferðunum okkar.
Það er fleira til en kryddlegið vacumpakkað kjöt frá Borgarnesi ha ha, sem sagt meira fisk og grænmeti á grillið í sumar Very Happy
Kveðjur Gyða flower
Gyða og Jói 591
Gyða og Jói 591

Fjöldi innleggja : 47
Hvaðan ertu? : Kópavogi
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty fiskur á borðum í húsbílum

Innlegg  hafdísjúlía Fös Maí 02 2008, 08:20

Þar sem ég er svo skrítin með mat t.d. kaupi ég ekki tilbúið kryddað geri þetta allt saman sjálf
þá gerum við mikið af því að skera niður allskonar grænmeti á grillið, t.d. að skera sætar kartöflur, alla papriku, blaðlauk, rauðlauk, gulrætur,
blómkál og brokkoli, sumir vilja tómata, setja þetta í álpappír og grilla í ca 30-40 mín með smjöri þetta er mjög gott
eins er mjög gott að taka bökunarkartöflur og skera ofan í þær þvers og kruss og smyrja með olíu og strá jurtasalti eða krakkakryddinu frá pottagöldrum yfir og setja í álpappír og grilla þær þær verða óskaplega góðar svoleiðis. Við erum mjög dugleg að kaupa okkur lambakjöt á þriðjudögum og krydda það sjálf og marinera og erum svo með það á laugardögum í bílnum.
Það er ein uppskrift sem mér dettur í hug svona í fljótheitum það eru kjúklingabringur, sem skorið er inn í og sett í þær mosarella ostur skorinn í bita, sólþurrkaðir tómatar í olíu og hvítlaukur allt hrært saman í skál og sett inn í kjúklinginn og hann svo grillaður þetta er mjög gott.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Uppáhalds grillmaturinn

Innlegg  Steini 69 Fös Maí 02 2008, 09:10

Hraéfni: 1 stk. SS pylsupakki.

Aðferðin: Kveikt á grillinu og pyslunum hent á um leið og heitt er og þær grillaðar þar þær eru hálfbrunnar(og gjarnan sprungnar)

Meðlæti: Það sem hendi er næst.

Þetta fóður hef ég sérhæft mig í og þessi eldamennskan klikkar alveg sárasjaldan Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty uppskriftir

Innlegg  keilir Fös Maí 02 2008, 09:57

Ég kann ekkert á sætar karftöflur hvernig er best að meðhöndla þær, mér líst vel á þetta hjá þér Hafdís grænmetið maður þarf líka að vera duglegri að borða grænmeti. Ég tek undir með þér með þetta tilbúna kryddaða í búðunum mér finnst þetta best ef ég geri þetta sjálf.
Steini er fljótur að redda eldamennskunni, ekki að spyrja að því.

Gústa skilaði til hans Guðna frænda míns að það sé kominn tími á að hann fari að borða fisk...

Kv.Soffía Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Lærðu af meistaranum.

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Maí 02 2008, 13:08

Steini 298 skrifaði:Hraéfni: 1 stk. SS pylsupakki.

Aðferðin: Kveikt á grillinu og pyslunum hent á um leið og heitt er og þær grillaðar þar þær eru hálfbrunnar(og gjarnan sprungnar)

Meðlæti: Það sem hendi er næst.

Þetta fóður hef ég sérhæft mig í og þessi eldamennskan klikkar alveg sárasjaldan Very Happy

Kv. Steini

Steini minn hvað er að lesa Surprised Þér er hér með boðið að koma í sýnikennslu hjá meistaranum a la meistara Jóni mínum I love you
Þessi orð þín minntu mig á föður minn þegar hann beið óþolinmóður eftir steik hjá okkur og var tekinn í sýnikennslu Smile
Núna er hann fantagóður grillari.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Annars þið öll, bleikjusalat.

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Maí 02 2008, 13:18

Takk fyrir góð viðbrögð yfir þessum þræði mínum. Vonandi verður hann sem lengstur og geymist á góðum stað á spjallinu svo við getum "flett" honum upp. Ætla svei mér þá að gera uppskriftarbók húsbílsins áður en við förum af stað Very Happy
En hérna er bleikju-uppskriftin í boði húsbílafrú nr 446.

Soðinn silungur, kaldur.
soðnar kartöflur.
Majones og sýrður rjómi 10% 50/50.
rauðlaukur, eða hvítur. Ef ekki er graslaukur nota þá bæði hvítan og rauðan.
aromat-dregur fitu úr majóinu.
graslaukur.
pínu vatn ef þetta verður þykkt.
Gott að gera kvöldið áður.
þetta er hugsað sem álegg á brauð, en ég sé möguleika á að leika sér með þessa uppskrift og gera kvöldmat eða brunch úr þessu, nota bara hugmyndaflugið með það Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Steini 69 Fös Maí 02 2008, 13:18

Very Happy - Það er sko ekkert endilega að ég kunni ekki að grilla... finnst bara plain fóður best grillað og allra síst finnst mér þetta dót í felusósunum. Já annars er Viðhaldið hlaðið og klárt út á plani og ég sturtaður... svo nú á loksins að fara í jómfrúrtestið.

Heyrumst kát þegar við erum komin til byggða aftur. Þið verðið bara að vera dugleg að pósta... þið ykkar sem eruð heimavið!

Góða helgi - Steini & Helga
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Góða ferð!

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Maí 02 2008, 13:21

Kæru hjón góða ferð og njótið. (öfund) Wink Minn er að vinna á morgun, en við erum þó búin að gista eina nótt.
Vonandi gengur allt vel, þú skilar svo inn ferðasögunni Razz
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Heitasti silungurinn í bænum.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Sep 03 2008, 13:41

Hvernig væri að "uppa" þessa umræðu og bæta við hana það sem við höfum prófað í sumar?
Hér er uppskrift úr Fréttablaðinu sem hægt er að undirbúa heima og grilla svo í húsbílaferðinni.

700gr silungaflök
8stk tómatatortillakökur
2dl rjómi
1/2 piparostur, rifinn
1/2 ds mascarpone-ostur
250gr 17% ostur
8 meðalstórar kartöflur
1/2 kúrbítur
16 meðalstórir sveppir
salt, pipar


Síðast breytt af Anna M nr 165 þann Mið Sep 03 2008, 13:59, breytt 1 sinni samtals
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Aðferð.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Sep 03 2008, 13:53

Flökin beinhreinsuð, snyrt og skorin í hæfilegar lengjur sem passa í kökurnar.Osturinn bræddur í rjómanum við vægan hita létt á pönnu eða ofni. Tortillakökurnar hitaðar. Kartöflur soðnar, flysjaðar og muldar út í ostajafninginn. Saltað eftir þörfum.
Kúrbítur og sveppir skornir í bita Tortillakökurnar hitaðar létt á pönnu eða ofni. Ostakartöflujafningi smurt á kökurnar.
Einni silungalengju ásamt nokkrum bitum af kúrbít og sveppum raðað með.Piprið ef viljið og rúllið síðan kökunni upp.
Grillið við góðan hita, snúið einu sinni. Passið að grilla ekki of lengi og athugið að silungurinn heldur áfram að eldast eftir að hann er tekinn af grillinu.

Borið fram með fersku salati með fetaosti og ristuðum furuhnetum. Hellið svolitlu af fetaostsolíunni yfir salatið.

Hef prófað þessa og hún er kjörin að eiga í húsbílaísskápnum og grilla við tækifæri.
Verði ykkur að góðu.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty BJÓR-bleikja að hætti veiðimannsins.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Sep 03 2008, 14:22

Fyrir 4:
4 vatnableikjur heilar og hreinsaðar
1 lime
4 hnefar af aðalbláberja og krækiberjalyngi
4 tsk salt
olía
4 BJÓRAR.

Hreinsið blóðröndina úr bleikjunni,fyllið með lynginu,og lime bátasneiðum, kryddað með salti. Sett á álpappír með olíu.
Henni er ekki snúið við, heldur elduð alveg í gegn á annari hliðinni. Gott er að hylja hana með álpappír þannig að neðri roðhliðin verði vel stökk en efri hliðin aðeins hitagrilluð. Þessi aðferð snýst um það að þegar bleikjan er tekin af álpappírnum þá festist neðri roðhliðin við álpappírinn og hún þá tilbúin roðlaus þeim megin á diskinn.


Síðast breytt af Anna M nr 165 þann Mið Sep 03 2008, 14:27, breytt 1 sinni samtals
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Eruð þið ekki að spá í bjórinn?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Sep 03 2008, 14:25

En uppskriftin endar svona:

Ef ekkert veiðist, þá er lime-ið tekið og skorið í báta, þeim stungið ofan í BJÓRINN og saltinu núið í sárin. pale Laughing
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Svo til að toppa allt.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Sep 09 2008, 15:58

Þá er hérna eftirréttur sem ég skellti saman um síðustu helgi, en þið getið breytt henni og sett ykkar uppáhaldsávexti og bara prófið.
En ég gerði mína svona:
Setti makkarónukökur í botninn á álformi, hellti safanum úr perudós yfir.
Setti síðan ferskar perur, jarðaber, kiwi, bláber og niðursoðnu perurnar. Klauf síðan kókosbollur og setti yfir.
Grillið á góðum hita og jafnvel setja álbreiðu yfir bakkann.
Þar sem dolla af ís kemst ekki í minn litla frysti í húsbílnum, þá var ég búin að gera ískúlur í plastpoka.

MMMMM nammi-gott, algjör bomba Very Happy
Hvernig er þetta með ykkur? Hafið þið ekkert borðað í sumar??? Komið með uppskriftir eða hugmyndir. Smile
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Drakk bara bjórinn!

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Nóv 12 2008, 12:13

Í síðustu veiðiferð var ég ákveðin að prófa bjóruppskriftina, en það er nú oft þegar maður hugsar svona þá veiðist ekkert Embarassed Svo ég drakk bara bjórinn drunken

Set þessa umræðu efst upp í von um fleiri góðar uppskriftir frá ykkur, líka fyrir heimaeldun cheers
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Skaflasteik fyrir fjóra

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Nóv 12 2008, 13:22

Hvað þarf til að gera góða skaflasteik.
1. Vænt lambalæri
2. Nokkrar stórar kartöflur
3. Hrásalat og annað tilheyrandi meðlæti.
4. Stór poki af grillkolum og uppkveikilögur.
5. 1 flaska af góðu rauðvíni
Lærið búið að vera í búrinu í nokkra daga, kryddað síðan vel og vafið inn í álbréf áður en lagt er af stað í sleðaferð inn í hálendið.

Eldamennska .
Grafa svona 30 cm. Holu í snjóinn, holan fóðruð vel að innan með álbréfi.
Sturtað úr kolapokanum og sprautað vel úr uppkveikilögnum yfir (ekki að spara löginn)
Kveikja svo í og þarf eldurinn helst að sjást vel úr byggð, þegar kolin grána er rétt að skella lærinu beint ofaná kolin, snúa lærinu á 15 mínúta fresti.
Þegar lærið hefur brætt snjóinn það mikið að menn rétt ná því ætti það að vera tilbúið ca. 80 mínútur fer eftir því hverjir eru í mat.

Þegar maður er búin að flengjast daglangt á sleða þá getur engin skrautmatargerð á flottustu hótelum tekið þessu fram.
Gæti verið gott að fá nokkrar nýbakaðar lummur í desert ef þið hafið tíma stelpur. cheers
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Lumið þið á uppskriftum? Empty Re: Lumið þið á uppskriftum?

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Blaðsíða 1 af 4 1, 2, 3, 4  Next

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum