Anna greinilega ekki ONLINE :-)
3 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Anna greinilega ekki ONLINE :-)
Sælir félagar!
Ykkur er alveg óhætt að pósta hérna þótt Anna sé ekki online
Kv. Steini
Ykkur er alveg óhætt að pósta hérna þótt Anna sé ekki online
Kv. Steini
Re: Anna greinilega ekki ONLINE :-)
Góður Steini!! Hefði nú frekar haldið að allir myndu spjalla með mig hvergi nærri.
Ég var að skríða heim af seinna kvöldnámskeiðinu í Slysavörnum barna. Er að endurnýja daggæsluleyfið.
Það var hressandi að rifja upp og fá að vita um nýjungar og breyttar aðferðir.
Eitt kom mér á óvart og það er í sambandi við endurlífgun, áður var lögð meiri áhersla á að blása en núna er lögð meiri áherslu á hnoðið. Hnoða 30 sinnum á móti að blása tvisvar og gildir þetta fyrir jafnt 1 árs og 100 ára manneskjur. Aðeins er mismunandi hvernig hnoðinu er beitt. Aðeins 3 ár síðan ég var síðast á námskeiði.
Ég var að skríða heim af seinna kvöldnámskeiðinu í Slysavörnum barna. Er að endurnýja daggæsluleyfið.
Það var hressandi að rifja upp og fá að vita um nýjungar og breyttar aðferðir.
Eitt kom mér á óvart og það er í sambandi við endurlífgun, áður var lögð meiri áhersla á að blása en núna er lögð meiri áherslu á hnoðið. Hnoða 30 sinnum á móti að blása tvisvar og gildir þetta fyrir jafnt 1 árs og 100 ára manneskjur. Aðeins er mismunandi hvernig hnoðinu er beitt. Aðeins 3 ár síðan ég var síðast á námskeiði.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Anna greinilega ekki ONLINE :-)
Frábært Anna og til hamingju með námskeiðið. Ekki veitir manni af að læra þessa hluti og mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Annars allt gott að frétta. Ég var að skrifa um leiksýningu leifélagsins hérna í seitinni um Mjallhvíti og dvergana sjö. kv. Daði
Elín og Daði nr. 39- Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009
Re: Anna greinilega ekki ONLINE :-)
Sem betur fer er þetta skylda, annars væri maður að reyna kolvitlausar aðferðir með ýmislegt, tímarnir breytast og mennirnir með Mætið þið á fundinn?
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Anna greinilega ekki ONLINE :-)
Já við mætum á fundinn. Erum ekki alveg búin að ákveða hvort við komum á Krema til að gista því við eigum að mæta kl. 11.00 í leihúsið. Við ætlum líka að slá nokkrar flugur í þessari ferð. Myndlistasýning og prufa hljóðkerfið okkar.
Elín og Daði nr. 39- Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009
Re: Anna greinilega ekki ONLINE :-)
Hvað er að gerast með gestabókina ? Ég er búinn að skrfa 2 sinnum en textinn festist ekki inni ? Hefur Steini skýringu á því ef þú ert inni ?
Elín og Daði nr. 39- Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009
Re: Anna greinilega ekki ONLINE :-)
Sælir félagar!
Ég sé ekki betur en að báðir póstarnir hafi farið inn í gestabókina hjá þér Daði?
Lof mér að heyra ef ég er að miskilja eitthvað.
Kv. Steini
Ég sé ekki betur en að báðir póstarnir hafi farið inn í gestabókina hjá þér Daði?
Lof mér að heyra ef ég er að miskilja eitthvað.
Kv. Steini
Re: Anna greinilega ekki ONLINE :-)
Anna M nr 165 skrifaði:....Eitt kom mér á óvart og það er í sambandi við endurlífgun, áður var lögð meiri áhersla á að blása en núna er lögð meiri áherslu á hnoðið. Hnoða 30 sinnum á móti að blása tvisvar og gildir þetta fyrir jafnt 1 árs og 100 ára manneskjur. Aðeins er mismunandi hvernig hnoðinu er beitt. Aðeins 3 ár síðan ég var síðast á námskeiði.
Ég lenti í því að hnoða mann í gang fyrir einum 15-20 árum síðan og það var býsna sérstök reynsla. Kom að þar sem bíll var útaf og bílstjórinn í hjartastoppi og hafði verið í talsverðan tíma. Og mig fýsti nú ekkert sérstaklega að blása hann blessaðan... svo ég bara hnoðaði og hnoðaði þar til að lokum kom líf í stjörf augun. Annar sjúkraflutningsmannanna sagði við mig að ég hefði greinilega lært hjálp í viðlögum. Ég var nú svosem ekkert að taka mikið undir það.... því í 4 bekk í Iðnskólanum tók ég mér alltaf frí á miðvikudögum(þegar Hjálp í viðlögum var kennd) til að vinna og síðan var þetta einnig kennt þegar ég var í meiraprófinu en þar sem bifvélavirkjar þurftu ekki að mæta í "Vélina & Vagninn", sem var ein kennslugreinin, þá fannst mér ekki svara kostnaði að mæta í síðustu tvo tímana þá dagana svo aldrei lærði ég þetta í eina kennslustund... illu heilli. En auðvitað hafði maður oft séð þetta framkvæmt í bíómyndum svo mér fannst ég engu hafa að tapa að reyna þetta... frekar en að standa hjá... eins og múgur af mannskap gerði þarna á slysstað.
Segiði svo að sjónvarpsglápið borgi sig ekki
En að öllu gamni slepptu þá finnst mér að það ætti að skylda alla á svona námskeið... hvort sem um dagmömmur er eða ekki
Kv. Steini
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum