Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
+3
Ágústa B 696
Anna M nr 165
Ægir og Sigga
7 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Jæja, sagði hann og sagði ekki meira þann daginn . Miðvikudagurinn að kveldi kominn, frestað leik í enska fótboltanum vegna snjókomu , ekki hangir maður framan við kassann í kvöld:monkey: , ha, ha,. sáuð þið íþróttafréttirnar á stöð 2. áðan. Þar sagði fréttamaðurinn að það moksnjóaði í Englandi eins og sjá má, sagði hann. Allt marautt á vellinum , nokkur snjókorn féllu, aumingjar bretar. Ekki ósvipuð frétt um mikla snjókomu í Reykjavík nýlega, þar voru börn að renna sér á grænu grasinu sem í voru nokkrar snjófliksur . Held að það sé ráð að senda þessa kalla norður eða austur á land . Snjórinn er nefnilega hvítur í þessum landshlutum. Standið þið ekki ágætlega uppúr snjósköflunum, ha. Annars eru þið ekki hress sem og áður, nú væri ég alveg til í að glíma við einhverjar getraunir frá Steina okkar. Svona þegar hann hefur lokið við vörutalninguna, það er kannski ekkert að telja, búinn að selja allt eða þannig .
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Búhú Ægir... enginn bolti því bretadruslurnar eru hræddir við snjóinn!
Það er bara gott fyrir okkur að fá þig á spjallið hressi brandarakarl. Það sem þú hefur skemmt okkur með bröndurum og góðum sögum,bara gaman, og vil ég nota tækifærið og þakka þér.
Sammála með þér með snjóinn held að við hérna í borginni erum búin að gleyma hvernig snjór er á litinn, hérna hefur hann verið allt annað hvítur undanfarin ár. Sú var tíðin að snjómoksturstarnirnar hjá Jóni varði í margar vikur og marga daga í senn. Nú kallar hann snjókornin sem falla hvítagullið,svo sjaldséð eru þau.
Í vetur hefur hann farið hluta úr 1 nóttu því á hans plani má ekki vera snjór, enda heldur hann gamla Borgó og þyrlupalli hreinu. En ekki er öll nótt úti enn.
Það er bara gott fyrir okkur að fá þig á spjallið hressi brandarakarl. Það sem þú hefur skemmt okkur með bröndurum og góðum sögum,bara gaman, og vil ég nota tækifærið og þakka þér.
Sammála með þér með snjóinn held að við hérna í borginni erum búin að gleyma hvernig snjór er á litinn, hérna hefur hann verið allt annað hvítur undanfarin ár. Sú var tíðin að snjómoksturstarnirnar hjá Jóni varði í margar vikur og marga daga í senn. Nú kallar hann snjókornin sem falla hvítagullið,svo sjaldséð eru þau.
Í vetur hefur hann farið hluta úr 1 nóttu því á hans plani má ekki vera snjór, enda heldur hann gamla Borgó og þyrlupalli hreinu. En ekki er öll nótt úti enn.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Hæ hæ
Á þessum bæ er verið að halda andlitinu gagnvart hundinum. Ekki finnst henni þetta mjög spennandi hljóð sem heyrast að utan þessa stundina Meir helv... sprengingarnar
Ægir mér var einmitt hugsað til ykkar í snjónum þegar þessar fréttir voru sýndar. Snjórinn í henni Reykjavík var svolítið meiri þá stundina heldur en sýnt var á þessum myndum en lítill var hann og minnkar alltaf með árunum finnst mér.
Annars bara allt gott hérna megin. Bíð spennt eftir vorinu til að ferðast eitthvað,þó að ég verði enn á minni Mánadís
Á þessum bæ er verið að halda andlitinu gagnvart hundinum. Ekki finnst henni þetta mjög spennandi hljóð sem heyrast að utan þessa stundina Meir helv... sprengingarnar
Ægir mér var einmitt hugsað til ykkar í snjónum þegar þessar fréttir voru sýndar. Snjórinn í henni Reykjavík var svolítið meiri þá stundina heldur en sýnt var á þessum myndum en lítill var hann og minnkar alltaf með árunum finnst mér.
Annars bara allt gott hérna megin. Bíð spennt eftir vorinu til að ferðast eitthvað,þó að ég verði enn á minni Mánadís
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Við kvörtum nú ekki hér þó nokkur snjókorn falli, nú er skotfæri um allar trissur, bara fallegt vetrarveður. Já ég er sammála því að það er miklu minni snjór nú í seinni tíð en var á árum áður. Já er bara ekki nóg að fara út með strákústinn og sópa þyrlupallinn
Atvinnulífið komið í gang eftir hátíðirnar, hjónaball um næstu helgi og allt í gúdi.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Atvinnulífið komið í gang eftir hátíðirnar, hjónaball um næstu helgi og allt í gúdi.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Hér er mikið um skothríð, er alveg hissa hvað fólk er að dúndra heilu tertunum núna!
Mínir hundar sallarólegir yfir þessu, það er helst Vífill sem geltir þegar stærstu bomburnar falla.
Skemmtilegur árstími framundan finnst mér, mikið um góða daga á dagatalinu, núna næst bóndadagur og afmælið bóndans, svo á sonur hans afmæli 4 dögum síðar og förum við saman í bústað austur við Apavatn.
Stefnum á eina gistnótt í janúar í bílnum, vona bara að húsgeymirinn verði til friðs, en vorgjöfin verður nýr geymir.
Svo er líka framundan vinna við félagatalið okkar og vona ég að allir skili inn réttum upplýsingum fyrir þá bók.
Mínir hundar sallarólegir yfir þessu, það er helst Vífill sem geltir þegar stærstu bomburnar falla.
Skemmtilegur árstími framundan finnst mér, mikið um góða daga á dagatalinu, núna næst bóndadagur og afmælið bóndans, svo á sonur hans afmæli 4 dögum síðar og förum við saman í bústað austur við Apavatn.
Stefnum á eina gistnótt í janúar í bílnum, vona bara að húsgeymirinn verði til friðs, en vorgjöfin verður nýr geymir.
Svo er líka framundan vinna við félagatalið okkar og vona ég að allir skili inn réttum upplýsingum fyrir þá bók.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Gleðilegt ár og sæll, bróðir er snjórinn hvitur,fyrir austan hérna er alltaf rjóma bliða sumar, tið.Svanurinn.
242Svanurinn- Fjöldi innleggja : 2
Registration date : 30/10/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Gleðilegt ár Svanur, velkominn á spjallið til okkar.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Já bróðir, sömuleiðis og til hamingju með nýja árið. Það er mikið að þú lætur til þín heyra hér á þræðinum --. Já Anna þið sem eruð með bílana á skrá allt árið getið verið á ferðalagi, Bensinn þolir snjókomuna. Góða ferð í bústaðinn, og verið góð við álfana í hólunum. 'Eg tek L'INU ekki út fyrr en í apríl - maí.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Sælir spjallverjar.
Við vorum að horfa á snjókomuna hjá vinum okkar i Bretlandi, lítill snjór en ef einn stoppar þá stoppa allir segir Þorkell tengdasonur enda hundkunnugur þessum vinum okkar .
Borgnesingar kvöddu jólin áðan á hefðbundinn hátt, stór brenna, skemmtiatrið og heljar flugeldasýning svona í lokin, þetta er alltaf á Seleyrinn sem er handan fjarðarins þar sem vegurinn liggur niður að brúnni yfir Borgarfjörð.
Veðrið var svolítið sérstakt, það sá alls ekki neitt í brennuna og flugeldana úr Borgarnesi og þeir sem fóru á brennuna voru í vandræðum með að finna bílana í þokunni.
Þetta gæti hafa verið Austfjarðaþoka, allavega lá við að menn yrðu að skera sig í gegn.
Við vorum að horfa á snjókomuna hjá vinum okkar i Bretlandi, lítill snjór en ef einn stoppar þá stoppa allir segir Þorkell tengdasonur enda hundkunnugur þessum vinum okkar .
Borgnesingar kvöddu jólin áðan á hefðbundinn hátt, stór brenna, skemmtiatrið og heljar flugeldasýning svona í lokin, þetta er alltaf á Seleyrinn sem er handan fjarðarins þar sem vegurinn liggur niður að brúnni yfir Borgarfjörð.
Veðrið var svolítið sérstakt, það sá alls ekki neitt í brennuna og flugeldana úr Borgarnesi og þeir sem fóru á brennuna voru í vandræðum með að finna bílana í þokunni.
Þetta gæti hafa verið Austfjarðaþoka, allavega lá við að menn yrðu að skera sig í gegn.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Austfjarðaþokan getur verið andsk---þykk. Það sagði allavega "vellygni Bjarni". Hann var einhverju sinni á leið af Héraði niður á Seyðisfjörð (eins og sagt er á Héraði) Hann var með hest í bandi, klifjaðan vörum. Þegar á há heiðina kemur skellur á svo svört þoka að ekki sá á milli augna að hans sögn. Ekki bætti úr skák að nú losnar af hestinum öðrumegin og Bjarni getur ekki komið því á sinn stað aftur. Til að redda málunum skar hann stykki úr þokunni og hengdi á hestinn, svo ballansinn var orðinn réttur aftur, eftir það gekk ferðin áfallalaust. Svo þurfti hann að gera aðra ferð eftir því sem hann skildi eftir á heiðinni. Björn, það var sko Austfjarðaþoka ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Síðast breytt af Ægir og Sigga þann Fim Jan 07 2010, 01:54, breytt 1 sinni samtals
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Ægir: eruð þið bræður þú og Svanurinn? Gaman að hafa bræðra og systralag hérna
Fóruð þið á brennu Björn, bara búinn að ná þér og þínum úr pestunum? Vissi það að þú yrðir ekki lengi að hrista þetta af þér. Já nú kveðjum við jólin, þessi tími leið allt of hratt, en nú þarf maður að fara tína skrautið niður og raða skipulega í kassana svo allt komi í réttri röð að ári.
Vona bara að þið öll hafið átt áægjulega tíma.
Fóruð þið á brennu Björn, bara búinn að ná þér og þínum úr pestunum? Vissi það að þú yrðir ekki lengi að hrista þetta af þér. Já nú kveðjum við jólin, þessi tími leið allt of hratt, en nú þarf maður að fara tína skrautið niður og raða skipulega í kassana svo allt komi í réttri röð að ári.
Vona bara að þið öll hafið átt áægjulega tíma.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
já ég óska ykkur,gleðilegs árs á spjallinu.Já bróðir aðeins að prufa þetta,hef verið mest á fecbokinni við heirumst kveðja,Guðmundur--242 Svanurinn.
242Svanurinn- Fjöldi innleggja : 2
Registration date : 30/10/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Hún er þétt í sér austfjarðaþokan og ekki efast ég um að Bjarni hafi farið rétt með.
Það finnast svona snillingar í öllum landshlutum og það þarf að passa að sögurnar lifi.
Anna, ég held enn í pestina en held að karlinn sé allur að koma til.
Hef víst storkað henni með því að gera tvær tilraunir til að komast í vinuna en var sendur jafnharðan í rúmið.
Var nokkuð sprækur í morgun og dreif í að tína allt dót af jólatrénu og koma því út úr húsi.
Ægir verður að virkja bróður sinn, aldrei að vita nema þar sé annar hress austfirðingur.
Það finnast svona snillingar í öllum landshlutum og það þarf að passa að sögurnar lifi.
Anna, ég held enn í pestina en held að karlinn sé allur að koma til.
Hef víst storkað henni með því að gera tvær tilraunir til að komast í vinuna en var sendur jafnharðan í rúmið.
Var nokkuð sprækur í morgun og dreif í að tína allt dót af jólatrénu og koma því út úr húsi.
Ægir verður að virkja bróður sinn, aldrei að vita nema þar sé annar hress austfirðingur.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Sælir félagar!Ægir og Sigga skrifaði:... nú væri ég alveg til í að glíma við einhverjar getraunir frá Steina okkar. Svona þegar hann hefur lokið við vörutalninguna, það er kannski ekkert að telja, búinn að selja allt eða þannig .
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Bara gleymdi því í gær að það væri miðvikudagur..... Maður kemur ekki heill útúr þessu lífi Annars var ég að vinna í vefsíðugerðinni frá því 9 í gærmorgun og til rúmlega 4 í nótt sem leið svo það verður að duga sem afsökun í bili. Er enn að brasast í þessu, en með hléum í dag... og svo ætti ég að hafa einhvern lausan tíma á morgun líka svo þetta mjakast allavegana. Ég gaf þessu einfaldlega líf í haust enda aldrei nokkur tími nema einhver smástund í einu og þá vinnst manni slétt ekkert og er í raun alltaf að fokkast í sömu hlutunum. Og það er ekki alveg minn bolli af tei
Svo Ægir minn... núna ætla ég frekar að reyna að klára þessa nýju síðu en að eyða tíma í getraunirnar því nú hef ég þurft að tvíinnsetja allt efni Þ.e allt sem fer inná gömlu þarf líka að fara á nýju síðuna, og ég er að reyna að gera það samhliða svo það bíði manns ekki þegar skipt verður og það er gert á allt annan hátt svo allt sem gert er þessar vikurnar er sko rúmlega tvöföld vinna meðan maður kann illa á uppfærslukerfið
Annars bara góður. Meira að segja farinn að spá í breytingar og eitthvert húsbílamix svo þetta er allt að koma
Kv. Steini
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Uss, mikið hlýtur þú Steini minn að vera þolinmóður við tölvuna. Þetta er nú svo langur vinnutími hjá þér , er þetta ekki brot á einhverjum hvíldarsamningum, nei ég segi nú svona. Ég skal sko sýna þér biðlund með getraunina. Steini ertu ekki með nýjan bíl , þarf nokkuð að breyta . Annars með Gumma bróðir á Svaninum, ég á ekki von á að hann verði mikið hér á spjallinu, erfitt að fá hann til þess, -,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Sæll vertu!
Þolinmæði er nú kannski ekki mín helsta dyggð Jú ég er aðeins farinn að huga að breytingum... var að klára að setja í hann loftljós yfir borðinu famí en þessir Hobby nílar eru óttalegir myrkviðir þarna framí. Fann frábæra lausn á þessu fyrir litla peninga. Aldrei að vita nema ég setji inn myndir á eftir ef fleiri væru að spegúlera í þessu.
Kv. Steini
Þolinmæði er nú kannski ekki mín helsta dyggð Jú ég er aðeins farinn að huga að breytingum... var að klára að setja í hann loftljós yfir borðinu famí en þessir Hobby nílar eru óttalegir myrkviðir þarna framí. Fann frábæra lausn á þessu fyrir litla peninga. Aldrei að vita nema ég setji inn myndir á eftir ef fleiri væru að spegúlera í þessu.
Kv. Steini
Re: Fyrsti miðvikudagurinn á nýju ári !
Ljósið er komið upp og er mjög fínt, en mér skilst að þetta sé rétt byrjunin
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum