Langvarandi tölvuleysi.....agalegt!
3 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Langvarandi tölvuleysi.....agalegt!
Sæl öll, hef verið svo lengi tölvulaus að ég ætlaði ekki að ná að skrá mig inn. En allavega eruð þið ekki laus við mig og verðið að lesa rausið mitt.
Við höfum haft það rosagott, teljum ekki næturnar sem við höfum verið í bílnum, og ekki hætt enn.
Sumarið hefur verið okkur yndislegt, með sól og blíðu
Vonandi eruð þið á lífi þarna einhversstaðar og verðið virkari með haustinu á spjallinu að segja ferðasögur og annað skemmtilegt sem hefur borið upp á.
Hver ykkar stefna á lokaferð félagsins?
Við höfum haft það rosagott, teljum ekki næturnar sem við höfum verið í bílnum, og ekki hætt enn.
Sumarið hefur verið okkur yndislegt, með sól og blíðu
Vonandi eruð þið á lífi þarna einhversstaðar og verðið virkari með haustinu á spjallinu að segja ferðasögur og annað skemmtilegt sem hefur borið upp á.
Hver ykkar stefna á lokaferð félagsins?
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Langvarandi tölvuleysi.....agalegt!
Sæl Anna, það er eins og jörðin hafi gleypt flesta spjallverja, Ægir hefur ekki sést á spjallinu síðan hann fór í sumarfríið.
Svona er þetta með flesta, allir úti að leika sér en það er farið að hægja á sumrinu og orðið myrkur á nóttinni.
Við Þóra skruppum austur fyrir fjall á síðustu helg og kíktum í blómabæinn, þar var allt á fullu og eftir góðan göngutúr fórum við í kaffi á Selfoss og enduðum síðan á tjaldsvæðinu í Þorlákshöfn.
Þar var bongóblíða og bara notalegt að sitja úti og grilla.
Sunnudagurinn og mánudagurinn voru síðan notaðir til berjatínslu, núna borðar maður Bláber í flest mál með tilheyrandi fjöri.
Við erum búin að renna svona til og frá í sumar og höfum látið sólina ráða stefnunni að mestu.
Ætli þetta fari ekki að verða gott í sumar, bara eftir að bóna og gera klárt fyrir vetrardvalann.
Verðum barnapíur um helgina í borg óttans.
bið að heilsa
Svona er þetta með flesta, allir úti að leika sér en það er farið að hægja á sumrinu og orðið myrkur á nóttinni.
Við Þóra skruppum austur fyrir fjall á síðustu helg og kíktum í blómabæinn, þar var allt á fullu og eftir góðan göngutúr fórum við í kaffi á Selfoss og enduðum síðan á tjaldsvæðinu í Þorlákshöfn.
Þar var bongóblíða og bara notalegt að sitja úti og grilla.
Sunnudagurinn og mánudagurinn voru síðan notaðir til berjatínslu, núna borðar maður Bláber í flest mál með tilheyrandi fjöri.
Við erum búin að renna svona til og frá í sumar og höfum látið sólina ráða stefnunni að mestu.
Ætli þetta fari ekki að verða gott í sumar, bara eftir að bóna og gera klárt fyrir vetrardvalann.
Verðum barnapíur um helgina í borg óttans.
bið að heilsa
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Langvarandi tölvuleysi.....agalegt!
Hæ já það er greinilegt að það er að koma haust þegar spjallið fer af stað aftur
Það er stórafmæli í minni fjölskyldu 20 sept svo ég reikna ekki með því að við komum
í lokaferðina, enda vorum við í Sandgerði um síðustu helgi.
Erum samt ekki búin enn það er nú bara rétta að byrja að hausta, margar helgar eftir
af árinu enn.
Vona bara að það fari ekki að frysta.
Það er stórafmæli í minni fjölskyldu 20 sept svo ég reikna ekki með því að við komum
í lokaferðina, enda vorum við í Sandgerði um síðustu helgi.
Erum samt ekki búin enn það er nú bara rétta að byrja að hausta, margar helgar eftir
af árinu enn.
Vona bara að það fari ekki að frysta.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Langvarandi tölvuleysi.....agalegt!
Sæl Björn og Þóra
Hvernig er að vera á tjaldstæðinu í Þorlákshöfn.
Og hvar funduð þið aðalbláber.
Ertu að fara með bílinn í geymslu, alltof snemmt að gera það.
Hvernig er að vera á tjaldstæðinu í Þorlákshöfn.
Og hvar funduð þið aðalbláber.
Ertu að fara með bílinn í geymslu, alltof snemmt að gera það.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Langvarandi tölvuleysi.....agalegt!
Hæ þið. Björn, við komum við á sunnudeginum í Hveragerði, skoðuðum Listasafnið, markaðinn og fl. Synd að hitta ekki á ykkur. Vorum aðfaranótt laugardagsins við Þórisstaðavatn í Svínadal í miklu roki, fluttum okkur síðan á tjaldsvæði skátanna við Úlffljótsvatn og fengum bongóblíðu.
Hafdís, það segir þú satt margar helgar enn, vona eins og þú að veturinn verði léttur svo maður geti nýtt bílinn eins mikið og hægt er. Hvernig er það erum við ekki í "nefndinni" ennþá? Eigum við að skipuleggja eina spjallverjaferð áður en fólk stingur bílunum inn?
Hafdís, það segir þú satt margar helgar enn, vona eins og þú að veturinn verði léttur svo maður geti nýtt bílinn eins mikið og hægt er. Hvernig er það erum við ekki í "nefndinni" ennþá? Eigum við að skipuleggja eina spjallverjaferð áður en fólk stingur bílunum inn?
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Langvarandi tölvuleysi.....agalegt!
Sæl öll.
Hafdís, tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er mjög gott, slétt og þétt undir hjól.
Þarna virðist frekar rólegt og stutt að labba til að horfa út á hafið.
Snyrtingar góðar, vantar að vísu heitt vatn á þær, vonandi lagfæra heimamenn það enda engin skortur á heitu vatni þarna.
Síðan eru sturturnar inni í sundlaugarhúsinu, eru þær kraftmestu sem ég hef komið undir.
Sundlaugarvörðurinn bíður upp á gott kaffi á meðan hann gengur frá skráningunni.
Við erum búin að gista þarna tvisvar í sumar.
Núna taka félagsmálin við hjá okkur Þóru og ætli maður níðist ekki á bróðir mínum um helgar en hann á ágætan sumarbústað stutt frá Borgarnesi.
Svo eigum við innskot víða.
Bíllinn stendur heima en númerin lagði ég inn, það er svosem lítið mál að sækja þau ef flakkarapestin verður ágeng.
Hafdís, tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er mjög gott, slétt og þétt undir hjól.
Þarna virðist frekar rólegt og stutt að labba til að horfa út á hafið.
Snyrtingar góðar, vantar að vísu heitt vatn á þær, vonandi lagfæra heimamenn það enda engin skortur á heitu vatni þarna.
Síðan eru sturturnar inni í sundlaugarhúsinu, eru þær kraftmestu sem ég hef komið undir.
Sundlaugarvörðurinn bíður upp á gott kaffi á meðan hann gengur frá skráningunni.
Við erum búin að gista þarna tvisvar í sumar.
Núna taka félagsmálin við hjá okkur Þóru og ætli maður níðist ekki á bróðir mínum um helgar en hann á ágætan sumarbústað stutt frá Borgarnesi.
Svo eigum við innskot víða.
Bíllinn stendur heima en númerin lagði ég inn, það er svosem lítið mál að sækja þau ef flakkarapestin verður ágeng.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum