Á hvaða rás eruð þið? "ég skipti"
3 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Á hvaða rás eruð þið? "ég skipti"
Núna þegar Kremi er gerður klár fyrir fyrstu ferðina og 40 rása "uniden 501XL" talstöðin er sett um borð þá vaknar sú spurning hvort það sé sérstök rás sem félagar í FH eru á eða er það bara undir hverjum og einum ?
Kveðja, Daði Þór
Kveðja, Daði Þór
Elín og Daði nr. 39- Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009
Re: Á hvaða rás eruð þið? "ég skipti"
Ertu þá að tala um CB stöð? - Ég er bara með VHF og það eru einhverjar 3 rásir sem okkur er úthlutað þar... ég man bara ekki hverjar... hvort það eru 30-31 og 32? Og síðan er svokölluð "veiðirás" sem öllum er heimil.
Kv. Steini
Kv. Steini
hvaða rás er notuð "ég skifti"
Sælt veri fólkið.
Kíkti á spjallið hef lítið mátt vera að því að undanförnu. Vinna við Félagatalið er í algleymi en nú fer að styttast í prentun. Svo er það skattaskýrslan en það tók nú ekki langann tíma þegar sest var við hana allt orðið forskráð inn á hana, mikill munur.
Hvaða rásir eru notaðar spyr Elín, þegar notast er við talstöð þá fara samskiptin fram í gegnum CB talstöðvar á rás 12 á AM og einnig á VHF.
Hér að neðan eru VHF rásirnar sem félag húsbílaeigenda hefur fengið úthlutað.
nr 30 húsbill 1 166.3250 c-tónn 123
nr 31 húsbill 2 166.3375 c-tónn 123
nr 32 húsbill 3 166.3500 c-tónn 123
það þarf að hafa samband við stjórn félagsinns til að fá leyfi fyrir rásunum.
En ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert um svona tæknimál, þessa visku hef ég eftir Jóni Gunnari og ég veit satt að segja ekkert hvað þetta þýðir. Þannig að ef þið þurfið frekari útskýringar þá veit ég að Jón Gunnar félagi okkar nr. 568 getur hjálpað.
Bestu kv. til allra
Soffía á Keili
Kíkti á spjallið hef lítið mátt vera að því að undanförnu. Vinna við Félagatalið er í algleymi en nú fer að styttast í prentun. Svo er það skattaskýrslan en það tók nú ekki langann tíma þegar sest var við hana allt orðið forskráð inn á hana, mikill munur.
Hvaða rásir eru notaðar spyr Elín, þegar notast er við talstöð þá fara samskiptin fram í gegnum CB talstöðvar á rás 12 á AM og einnig á VHF.
Hér að neðan eru VHF rásirnar sem félag húsbílaeigenda hefur fengið úthlutað.
nr 30 húsbill 1 166.3250 c-tónn 123
nr 31 húsbill 2 166.3375 c-tónn 123
nr 32 húsbill 3 166.3500 c-tónn 123
það þarf að hafa samband við stjórn félagsinns til að fá leyfi fyrir rásunum.
En ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert um svona tæknimál, þessa visku hef ég eftir Jóni Gunnari og ég veit satt að segja ekkert hvað þetta þýðir. Þannig að ef þið þurfið frekari útskýringar þá veit ég að Jón Gunnar félagi okkar nr. 568 getur hjálpað.
Bestu kv. til allra
Soffía á Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
CB stöð er það heillin !
Mikið rétt ! CB stöð er það sem ég á og hafið fyrir því að taka hana með heim frá USA um jólin. Svona getur farið þegar maður þekkir ekki betur til og hvernig átti ég að vita af þessu VHF kerfi. Hver er munurinn ? Er VHF kerfið langdrægara ? Takk fyrir svörin, ég mun athuga minn gang í þessu efni. K.Daði
Elín og Daði nr. 39- Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009
Re: Á hvaða rás eruð þið? "ég skipti"
Fann þetta einvhersstaðar: " Talstöðvar eru mismundandi og gjarnan kendar við það tíðnisvið sem þær vinna á. Ekki er hægt að tala úr CB stöð í VHF stöð. Það er of langt á milli tíðnisviða þeirra. Leyfilegur sendistyrkur er einnig mismunandi. T.d. er aðeins leyfð 4 wött á CB. 25 wött á VHF"
.... neðst í þessari grein er meira um VHF:
http://www.feris.is/Xodus.aspx?id=129&MainCatID=42
Kv. Steini
.... neðst í þessari grein er meira um VHF:
http://www.feris.is/Xodus.aspx?id=129&MainCatID=42
Kv. Steini
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum