Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Ferðast um Norðurlönd.

2 posters

Go down

Ferðast um Norðurlönd. Empty Ferðast um Norðurlönd.

Innlegg  Björn H. no. 29 Þri Mar 18 2008, 08:05

Okkar reynsla eftir ferð um norðurlöndin og hollráð sem við fengum frá félögum nr. 10 þeim Birni og Sólveigu áður en við lögðum af stað.

Gott að vera félagi í FÍB.
Gott að skoða heimasíðu FÍB.
Hjá FÍB. getur maður fengið alþjóðlegt tjaldbúðarskýrteini.
Hjá FÍB. getur maður fengið alþjóðlegt ökuskýrteini.
Hjá FÍB. fást allskonar kort.
Allskonar önnur hollráð finnast þar.
Gott að heimsækja þá þegar verið er að spá í ferðalög erlendis.


Væntanlega eru allir með bíla sína kaskó tryggða og rétt er að fá græna kortið hjá Tryggingafélaginu sem maður tryggir hjá til að geta sýnt erlendis að viðkomandi bíll sé tryggður.
Láta yfirfara bílinn og skoða fyrir ferðina, það getur komið í veg fyrir óþægindi síðar.
Á Íslandi notum við gaskúta sem eru með skrúfgang, víða erlendis eru kútar með smelltum haus eins og voru hér áður en þeir hjá Gasco segja að okkar gerð fáist sumstaðar.
Það má gera ráð fyrir að tveir 11. Kg gaskútar dugi í fjögurra vikna ferð.
Það er gott að hafa auka rafmagnssnúru, ef langt væri í tengil.
Flest tjaldsvæði erlendis eru með úrtak fyrir viðurkennda rafmagnstengla.

Það er gott að vera í samfloti með nokkrum ferðafélögum 4-6 bílar, engin ástæða til að halda hópinn allan daginn, heldur að ákveða næsta náttstað.
Það er ágætt að taka daginn snemma og gott er að koma sér á tjaldsvæði tímanlega til að lenda ekki í því að allt sé orðið fullt.
Í gestamóttökunni á tjaldsvæðunum er oftast að finna allskonar bæklinga sem gott er að kíkja í og jafnvel að taka með sér.
Það að hafa leiðsögutæki er draumur og gerir kortavinnu nánast óþarfa, kort þarf samt að vera til staðar.
Það er hægt að stilla leiðsögutækin á marga vegu, velja stystu leið, fljótlegustu leiðina, forðast ferjur og svona má lengi telja.
Það er gott að vera með talstöðvar í bílunum, VHS. stöðvar eru öruggari en CB.

Hraðbrautir eru ágætar til að komast langar vegalengdir á stuttum tíma en okkur fannst skemmtilegra að vera á rólegri vegum.
Tjaldsvæðin í Danmörk eru góð, Þýsk tjaldsvæði notuðum við bara einu sinni og það var í lagi. Sænsk tjaldsvæði sem við gistum á voru ágæt, það var bara í Noregi sem við lentum á einu tjaldsvæði sem okkur líkaði ekki við, annars voru Norsku tjaldsvæðin í lagi.
Gott er að hafa nokkrar krónur fyrir hvert land svona til að geta bjargað sér ef þarf, annars eru hraðbankar víðast hvar og nánast allstaðar ganga plastkortin.
Hérna vantar ugglaust margt að mati annarra og þá er bara að bæta því við.
Það auðveldar okkur öllum að skiptast á upplýsingum.
Síðan er bara að hafa góða skapið í lagi og njóta ferðarinnar.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðast um Norðurlönd. Empty Frábært.

Innlegg  Anna M nr 165 Lau Mar 29 2008, 18:18

Takk Björn fyrir þetta. Alltaf gott að fá góð ráð. Það er eitt sem ég man eftir sem er gott líka og það er að fá sér sjúkratryggingaskírteini ( vá langt orð). Þetta kort fæst gegn vægu gjaldi hjá tryggingastofnun og veitir manni þau réttindi að geta leitað til læknis eða heilsugæslu gegn sama gjaldi og maður væri hér heima. Annars þarf maður að borga fullt gjald án sjúkratryggingar og fá svo endurgreitt hjá T.R hérna þegar heim er komið.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum