Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Senn koma áramót og allt í fínu lagi

+4
Ægir og Sigga
Steini 69
Ágústa B 696
hafdísjúlía
8 posters

Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  hafdísjúlía Mið Des 31 2008, 03:01

Óskum ykkur öllum innilega gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Megum við öll eiga yndislegt ferðaár á Íslandi.
Gangið hægt um gleðinnar dyr um áramótin.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Des 31 2008, 03:41

Viið óskum ykkur öllum líka farsældar og friðar á nýju ári.

Spennandi ferðaár framundan og verður skemmtilegt að hitta ykkur spjallverja hressa og káta.

Við verðum í einangrun´´i kvöld með Sömbu vegna stórhræðslu við þetta ógulega sem er úti Very Happy svo að hérna megin göngum við hægt ef ekki sofandi um gleðinnar dyr!

Gleðilegt nýtt ár!! cheers bom drunken king drunken Sleep
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Steini 69 Mið Des 31 2008, 05:34

Já bestu óskir um gleðilegt ár og takk fyrir stórskemmtileg kynni á árinu sem er að líða.

Okkar hundur er svo latur að hann virðist ekki nenna neinni skjálftavakt á gamlárskvöld, en fylgist með sprenginunum af áhuga alien affraid

Við verðum með fullt hús af krökkum á öllum aldri og þar sem undirritaður er frekar latur til gangs(eins og hundurinn) þá er það nokkuð víst að á þessu heimili verður gengið hægt um gleðinnar dyr Very Happy Very Happy - Ég skrapp áðan til að kaupa blys handa krökkunum og kom náttúrulega heim með fullt skott af einhverju dóti... alveg undarlegur andskoti... þar sem ég nenni ekki einu sinni að kveikja í þessu. Like a Star @ heaven Like a Star @ heaven Like a Star @ heaven Like a Star @ heaven

Takk fyrir okkur, Steini & Helga
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty RE; Senn koma áramót og allt í fínu lagi.

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Des 31 2008, 06:04

Það verður örugglega gengið hægt um gleðinnar dyr Very Happy á mínu heimili. Það er eins hjá okkur og Steina og frú að það verður margt um manninn hjá okkur, ég á von á að börnin og barnabörnin heimsækji okkur í kvöld eins og önnur gamlárskvöld, en eina barnabarna barnið okkar á heima í Reykjavík svo það tekur ekki þátt í gleðinni santa hjá okkur að þessu sinni. Annars , bestu óskir um farsælt nýtt ár og takk fyrir góða viðkynningu hér á spjallinu, eigið gleðilegar stundir um áramót flower lol! ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Des 31 2008, 08:29

Ja hver skollinn, gangið hægt um gleðinnar dyr og ég sem ætlaði að mála bæinn cherry cherry cherry
Engin hundur eða köttur til að hafa áhyggjur af, bara eintóm gleði og hamingja með tilveruna. bom
Himininn er logagiltur og ekki langt í sólsetur, fallegt veður í Borgarnesi og ég er viss um að húsbílafólk í þessum friðsæla bæ þar sem flestir ganga hægt um gleðinnar dyr óska öllu húsbílafólki gleði og gæfu á komandi ári.
santa santa santa jocolor jocolor drunken drunken
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Jan 01 2009, 08:21

Hvatning ykkar um að ganga hægt um gleðinnar dyr höfðu góð áhrif á karlinn og hélt ég mig alfarið innan lóðamarka eftir klukkan 16,00 utan það að aka tengdamóðir minni heim um kl. 23,30
Rétt um miðnættið roguðustum við hryðjuverka tengdafeðgarnir með heljar stórann kassa út á blett.
Í kassanum var hellingur af púðri og ofaná kassanum var mynd af glæsilegum fulltrúum peningavaldsins, ljósadýrðin af þeim félögum var glæsileg og þar með lauk okkar framlagi til mótmæla árið 2008, samhliða stuðningi við björgunarsveitirnar sem eru raunverulegir bjargvættir.
Svo var skálað fyrir nýju ári hringt í vini og vandamenn og í bólið sitt skreið bjatsýnn maður um kl. 03,00 Sleep Sleep

Vona að aðrir Borgnesingar hafi haft svipaðan hátt á, allavega var ljósadýrðin glæsileg.
bom bom cheers cheers
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  hafdísjúlía Fim Jan 01 2009, 08:53

Já elskurnar mínar öll, takk fyrir skemmtilegt spjall og skemmtileg kynni á árinu sem er liðið, bæði í eigin persónu og á spjallinu.
Mín litla Snotra var nú ekkert sérstaklega að kippa sér upp við hávaðann í gær en henni var nú ekki alveg sama þegar mestu
lætin gengu yfir, en ekkert stress, enda við ekkert að æsa okkur yfir svona smámunum og þá var hún hin rólegasta.
Við keyptum aldrei þessu vant ekkert flugeldadót, bara rauðvín, í okkar huga betri fjárfesting, verður geymt til ferðalaga ársins
Er reyndar búin að vera alveg veik að fara í útilegu vegna veðursins um áramótin, frétti af brjálaðri hjónum en okkur, sem fóru í sínu A húsi í áramótaútilegu núna um áramótin. Það verður örugglega ekki langt liðið á árið þegar við sækjum bílinn og förum af stað.
Væri ekki gaman að fara í Þorraútilegu og borða þorramat saman.
Hlakka til að sjá ykkur öll á ferðinni.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Gleðilegt ár!

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Jan 01 2009, 14:34

Já, gleðilegt ár elskurnar, hér höfum við haft það gott og voffarnir mínir bara rólegir yfir öllu dúndrinu cherry
Liggur við að maður fái vorfíling í þessari tíð núna 5 stiga hiti ekki amarlegt.
Lét hvarfla að mér að fá bóndann upp í húsbíl og bruna austur til Klausturs, er í fríi fram á mánudag.
Maður hefur varla farið úr náttbuxunum og endalaust sofið fram á dag Sleep
Svo ekki veitir af að fara að hrista af sér slenið, byrja rólega á því að labba með voffana alien


Síðast breytt af Anna M nr 165 þann Lau Jan 10 2009, 15:12, breytt 1 sinni samtals
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Nýtt ár

Innlegg  keilir Fim Jan 01 2009, 15:01

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra, megi nýtt ár verða okkur öllum gæfuríkt og gott. flower

Það var mikið fjör hér í gær hjá okkur, börn og barnabörn komu hér um kvöldið og borðuðu með okkur, Blaðlaukssúpa í forrétt með hvítlauksbrauði, og í aðalrétt Fylltur Kalkúnn og Hangikjöt með ýmsu meðlæti, og endað var á eftirrétti sem ég er búin að vera með í gegnum árin og er Sítrónubúðingur sem ekki má vanta á þessum degi (var fyrst með þetta á aðfangadag) en eftir að börnin fóru að heiman þá er ég með þetta á gamlársdag svo þau fái þennan fína rétt svona einu sinni á ári (ómissandi) ég læt alltaf eina möndlu í eina skálini og sá heppni fær einhverja gjöf, mikil tilhlökkun hjá öllum hver fær möndluna. I love you

Hér var skotið upp heilmikið og mikil spenna í því, við erum á svo góðum stað hér í Keflavík að við sjáum svo vel alla dýrðina og sumir nágrannanna komu bara með stóla og sátu hér fyrir utan girðinguna hjá okkur og horfðu á öll ljósin. Þetta sprengidót kostar orðið sitt en við létum það ekki á okkur fá og lítum þá svo á að við séum að gera þetta til góðs málefnis en Björgunarsveitirnar fá okkar stunðning enda þar góðir aðilar að verki. santa santa

Já það er gott veður þessa dagana og væri ekkert að því að fara í útilegu og ugglaust eru einhverjir sem fara af stað ef veðrið verður svona gott áfram. sunny sunny
Hafdís ég er viss um að einhverjir væru til í að koma saman og halda létt þorrablót ef veðrið verður áfram gott, gaman væri að heyra í einhverjum með það. farao king

Bestu kveðjur til ykkar allra. lol!
Soffía og Sæmi á Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Benedikt 687 Fös Jan 02 2009, 15:22

Jóla og áramótakveðjur til , spjallverja og reyndar til allra húsbílaeigenda.

Héðan af Ströndum er allt gott, rigning og hiti. Erum farin að hugsa til sumarsins, en bíllin verður ekki tekin úr geymslu fyrr en í apríl.
Varla verður farið í neina stórferð eins og við gerðum á síðasta ári, en það er aldrei að vita, ef að okkur eða einhverjum dettur einkvað í hug þá værum við örugglega til.

Hafið það sem allra best kveðjur.
Benedikt og Signý
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Þrettándagleði

Innlegg  keilir Þri Jan 06 2009, 12:52

Þar sem ég sit hér við tölvuna er skothríðin þvílík hér fyrir utan hjá mér. Við vorum niðrí bæ áðan en þar var Þrettándagleðin haldin hjá Reykjanesbæ, með álfabrennu,kóngur king og drottning queen létu sjá sig og sungu af innlifun og ekki létu jólasveinarnir santa sig vanta og kvöddu okkur með söng, study og allir púkarnir cherry affraid sem þeim fylgdu, nú heldur þessi hersing til fjalla og lætur sér leiðast þar til næstu jóla. Sleep Sleep Sleep

Jæja ágætu félagar á ekki að gleðja lífi hér í spjallsíðurna og eða gestabókina? sunny sunny

Veðrið þessa dagana er eins og vorveður, rigning og þoka, og nú fer maður að telja niður og hlökkum til sumarsins. bounce bounce

Látið heyra í ykkur góðu félagar
Með bestu kveðju
Soffía lol! lol!
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Þrettándabrenna

Innlegg  Björn H. no. 29 Þri Jan 06 2009, 13:51

Borgnesingar eru með þrettándabrennu en taka því rólega á gamlaárskvöld.
Brennan núna var sú stærsta frá upphafi,aðeins mýrareldarnir voru stærri.
Fyrirtæki eru búin að gera sér grein fyrir þarna er hægt að spara verðmætar krónur sem annars færu í förgunarkostnað og því auðvelt fyrir björgunarsveitina að fá efni í brennuna.
Við gerum ráð fyrir að slökkviliðsstjórinn taki með sér bók um brunavarnir á vaktina í kvöld enda nokkuð öruggt að þessi brenna logar næstu daga, hver veit nema að hann dansi regndans til að auka úrkomuna ef það gæti hjálpað til að slökkva í glæðunum.
Soffía formaður hvetur okkur til að hleypa lífi í gestabókina og spjallið og það er alveg upplagt núna í skammdeginu að fá nokkrar ferðasögur og gaman væri að við gerðum eins og Flakkararnir, værum með léttar eða erfiðar myndagátur.
Svo verður vorið komið áður en við vitum af.
cheers cheers sunny sunny
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Kveðja jólin.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Jan 06 2009, 14:38

Jæja þá er verið að sprengja burt jólin Sad Mér finnst alltaf leiðinlegt þegar fallega jólaskrautið fer, slökkt á trénu og fl. En áður en maður veit af kemur hækkandi sunny og við sem stundum stangveiði byrjum snemma cheers
Með því fylgja gistinætur í húsbílnum og útivera. Basketball
Afa og ömmustrákurinn hefur okkar athygli þessa dagana, held að ég sé nú að koma niður á jörðina, afinn, jeminn hann er að rifna úr monti enda strákurinn eins og afi (segir afinn) geek
Soffía: sammála þér að það þurfi líf hér og eitthvað skemmtilegt að lesa, og Steini: ef þú lest þetta, er hægt að herma eftir flökkurum og setja þrautir, púsl og eitthvað skemmtilegt á síðuna okkar, eins og hann Björn talar um?
Gaman væri ef fólk sendi inn myndir úr ferðalögum og við hin ættum svo að púsla henni saman.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Benedikt 687 Þri Jan 06 2009, 14:45

Á Ströndum snjóar nú í logni , hér eru aldrei brennur á þrettándanum en björgunarsveitin er alltaf með flugeldasýningu og er þá skotið upp af bryggjunni og er flest fólkið upp við kirkju og þá í sömu hæð og sprengjurnar springa. Á áramótum er mjög stór brenna byggð úr brettum sem falla til í rækjuvinnslunni og er úr nógu að taka þar. Er sammála að gaman væri að hafa myndgátur eins og Flakkara hafa
Vil benda á ferðasögu sem er eftir fólk sem býr í norður Noregi um 70 gráður norður en þau fóru til Þýskalands í haust. Hjónin sem við kynntumst í ferðalagi okkar til Noregs reka tjaldstæð á sveitabæ og voru áður með kúabú, hættu því og fóru út í ferðamennsku. Slóðin er
www. http://hattefigga.blogg.no/
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Allt búið?????????

Innlegg  Ægir og Sigga Þri Jan 06 2009, 14:57

Já svona er þetta, nú tekur alvaran við, ég þori ekki að stíga á baðvogina eftir allt þetta át, maður lifandi verður að gera eitthvað í þessu bounce bounce . Það eru nú fleiri afar og ömmur dálítið upp með sér núna, við vorum að fá annað langafa og ömmubarnið nú fyrir tveim dögum, höfum bara fengið mynd af honum í tölvunni. Hann er myndarlegur eins og langafinn ,hahaha. Very Happy Very Happy Hann á heima í Reykjavík, svo það verða líklega einhverjir dagar þangað til að maður geti byrjað að gera hann óþægan Basketball ,,,, mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Langur afi já.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Jan 06 2009, 15:11

Til hamingju með langafa-ömmubarnið, Ægir og Sigga það er alltaf gaman af blessuð börnunum, aldrei fæ ég leið á þeim Very Happy
Hef gætt barna í heimahúsi í 10 ár og sagðist ætla að hætta þegar barnabörnin kæmu, er bara komið eitt svooo einhver ár enn Laughing

Oh vildi að ég væri í snjókomunni hjá ykkur á Ströndum, hér er bara rigning og allt svart Sad
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Brennan sem dó.

Innlegg  Björn H. no. 29 Þri Jan 06 2009, 23:05

Held að slökkviliðsstjórinn hafi látið allt slökkviliðið dansa regndans í gærkveldi.
Brennan hefur ekki átt nokkurn séns í alla þá rigningu sem hefur verið í alla nótt og þegar ég kom niður í morgun sást ekki nokkur eldur.
Flott hugmynd Anna að fá fólk til að senda inn myndir og láta okkur hin finna út úr púslinu, svo máttu alveg senda inn mynd af Jóni og litla afastráknum svo við getum séð hvort það sé rétt að þeir séu líkir. Very Happy
Annars bara áfram með fjörið, allt vel þegið, jafnvel kreppukjaftæði, þó ekki í fyrsta sæti.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Jóladótið í kassa

Innlegg  keilir Mið Jan 07 2009, 11:58

Æ, æ nú þarf að fara að taka til hendinni og setja jólaskrautið í kassa og koma því upp á loft, er ekki alveg í stuði til þess, svo er svo tómlegt þegar þetta allt hverfur oní kassana, æ, ég held ég geymi þetta fram að helgi. Evil or Very Mad

Hvernig fannst ykkur skaupið?? geek Við sem horfðum hér saman 18 manns vorum mjög sátt með það og hlógum mikið. Very Happy Very Happy Frábært að fara bara inn á "Face-book" (ekki kann ég það) og sjá þar að von er á barni og daman "single" án þess að hinn "partnerinn" viti af því, já það eru ekki mikil samskifti, en þetta er víst svona í raunveruleikanum, heyrði það á samstarfsfélögum mínum þegar verið var að ræða þetta á kaffistofunni, þau vissu dæmi um svona lagað.

Atriðið hjá þjónustufulltrúanum í bankanum var alveg frábært "Ævintýri gerast" cheers já gera grín að þessari kreppu sem er (þó manni sé nú ekki grín í huga) en þau gátu að mínu mati gert þó eitthvað jákvætt úr þessu Brynhildur flott í hlutverkinu.
og ekki skemmdi "Gaggó vest, Gísli flottur í stuttbuxunum" farao Já skaupið fékk náð fyrir okkar augum og eyrum.

B.kv.Soffía bounce bounce
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Steini 69 Mið Jan 07 2009, 12:40

Anna M nr 165 skrifaði:...
Soffía: sammála þér að það þurfi líf hér og eitthvað skemmtilegt að lesa, og Steini: ef þú lest þetta, er hægt að herma eftir flökkurum og setja þrautir, púsl og eitthvað skemmtilegt á síðuna okkar, eins og hann Björn talar um?
Gaman væri ef fólk sendi inn myndir úr ferðalögum og við hin ættum svo að púsla henni saman.

Er ekki alveg viss um hvaða púsl ú ert að tala um? Fann ekkert slíkt á Flakkarasíðunni? Ef þið viljið setja inn myndagetraun þ.e uppá það að reyna að finna útúr því hvar ákveðin mynd er tekin... ja þá þarf eins og ég sagði síððast... að senda mér einhverjar slíkar því ég á engar slíkar myndir af einhverjum fáfarnari slóðum og reyndar bara yfirleytt engar landslagsmyndir:-)


keilir skrifaði:
.... Hvernig fannst ykkur skaupið?? geek
B.kv.Soffía bounce bounce

Mér fannst skaupið óvenju gott og gersamlega grenjaði úr hlátri t.d yfir þjónustufulltrúadæminu og Facebook ádeilunni og svo fannst mér símsvaradæmið meiriháttar líka. Ilmur og Brynhildur voru perlur þarna!

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Benedikt 687 Mið Jan 07 2009, 13:46

Steini ég á nokkrar myndir sem sennilega væri hægt að nota. Sendi þér póst með einni mynd.
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Jan 07 2009, 16:21

Steini setti nú ?-merki fyrir aftan textann minn hef ekki séð flakkarasíðuna lengi, en ég veit að svona myndapúsl eru á heimasíðum barna á barnaland.is mæðurnar setja myndir inn á síðurnar fyrir gesti að pússla, segi eins og Ægir núna.. mér datt nú þetta svona í hug......
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Senn koma áramót og allt í fínu lagi Empty Re: Senn koma áramót og allt í fínu lagi

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum