Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Jólin nálgast.

5 posters

Go down

Jólin nálgast. Empty Jólin nálgast.

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Des 17 2008, 08:21

Jólin koma.
Senn líður að jólum og alltaf jafn gaman, einu sinni voru það pakkarnir sem heilluðu mest og ekki spillti allt nammið (smákökurnar) tongue sem maður fékk.
Svo kom tímabil þar sem jólafríið í skólanum var í fyrsta sæti, hægt að sofa út Sleep á morgnana og vaka langt fram á kvöld, nammið tók að víkja fyrir desertum og öðru matarkyns.
Núna er það fjölskyldan, fríið og maturinn sem eiga hug minn allan. santa
Ég veit að þetta á enn eftir að breytast þegar ég verð gamall en í dag eru það bara þeir sem ég ólst upp með sem hafa elst, sumir vel og aðrir enn betur.
Jólaundirbúningurinn er langt komin, búið að þrífa alla skápa og þetta sem þið stelpur heimtið að sé gert fyrir jól.
Ég greyið búinn að vera þægur og hef passað að vera ekki fyrir þegar það á við.
Fór og heimsótti ferðabílinn um helgina og setti hleðsluna í samband og svo skrapp ég í gærkveldi og tók úr sambandi, mikið leið næstbestum vel í upphituðu húsi vitandi af éljaganginum fyrir utan.
Ég á eftir að setja upp eitthvað af útiljósum, svona til að sýnast, þetta fýkur alltaf hjá mér, veit ekki hvað ég er búin að skipta um mikið af perum þessa dagana við að koma draslinu í lag.
Annars sjá þau Ásta og Andrés félagar no: 5 um að halda uppi heiðri hverfisins í skreytingum, skreyta mikið og fallega.
Félagi Guðjón no: 686 finnst dauft yfir gestabókinni og ekki komandi nálæt spjallinu, þar séu svo strangir skilmálar að hann treystir sér ekki til að vera með.

Þetta skrifaði Guðjón 23. Okt. 2008
Líklega verð ég nú að byrja á því að lýsa yfir lítilli kunnáttu minni í tölvunotkun.En það er með þessa, spjallrás.Mér sýnist það ekkert einfalt mál að komast inná hana til þátttöku,enda grunar mig að margir verði þar frá að hverfa .Mér skilst að það sé býsna snúið að komast inní Frímúrararegluna.Dreg í efa að það sé nokkuð snúnara en þetta !Þarf þetta að vera svona óaðgengilegt?
Guðjón, það er lítið mál að komast í gegnum skilmálana á spjallinu og ef einhver vandamál eru þá er Steini einstaklega hjálpsamur.
Það er svolítið öðruvísi að komast inn í Frímúrararegluna en ef þú hefur áhuga þá eru upplýsingar á heimasíðu reglunnar, frimurarar.is þar finnur þú svör við nokkrum algengum spurningum.
Trúlega er fólk upptekið við undirbúning jólanna þessa dagana og því er rólegt bæði á spjallinu og gestabókinni.
Myndagetraunin hjá Flökkurum er skemmtileg og væri gaman að við værum með aðra, kennir okkur að þekkja landið okkar. sunny


Síðast breytt af Björn H. no. 29 þann Mið Des 17 2008, 14:34, breytt 1 sinni samtals
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jólin nálgast. Empty Re: Jólin nálgast.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Des 17 2008, 12:59

Segi það með þér, aðventan er óskaplega skemmtilegur tími, allur undirbúningur gerður í rólegheitum og svo snjóar og snjóar, bara jólalegra santa
Minn maður lendir í snjómokstri svo lítið sést af honum þessa dagana, svo við hin erum að dúllast með þann litla og reynum að njóta aðventunnar í botn.
Senn fer ég í gott jólafrí og sé ég það frí akveg í hillingum Sleep sofa út, vera á náttbuxunum og gefa sér tíma bara fyrir sjálfan sig rendeer
Vona bara að allir eigi gleðilegan tíma framundan og að allir fari nú vel með sig. santa
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jólin nálgast. Empty Re: Jólin nálgast.

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Des 17 2008, 13:26

Sæl veriði.

Já það er nóg um að hugsa þessa dagana. Ég var í bökunarfríi í gær svo að ég lét fríið standa undir nafni og bakaði allan daginn. Vinnufélagarnir trúðu mér varla því að fæstar bökðu sinn frídag.

Það er að verða ansi jólalegt úti við en alltaf finnst mér skrítið að sjá uppljómuð jólatré inn í stofum fólks í byrjun des. Sé þetta ansi víða á ferð minni með skólabílnum á morgnana.Ég ólst upp við það að skreyta ekki fyrr en á Þorláksmessu þó að það sé ekki í heiðrum haft alveg en tréð verður ekki skreytt mörgum vikum fyrir jól á þessum bæ.

Að öðru. Þetta með innskráninguna á spjallið. Ekki finnst mér erfitt að skrá mig og þessar reglur sem eru settar um almenna umgengni við spjallverja er bara gott og gilt. Sumt fólk vill bara vera á spjöllum þar sem nafnleysi er til að geta rakkað niður fólk og málefni. Það er vel hægt að gagnrýna og "slett úr skjóðunni" hér inni ef það er ekki særandi og móðgandi fyrir fólkið. Þroskað fólk veit muninn held ég.
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jólin nálgast. Empty Re: Jólin nálgast.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Des 17 2008, 13:31

Það er aldeilis dugnaðurinn, ég hef bakað en engar eru til Sad Allt borðað jafnóðum, ætli maður nenni að standa í meiri bakstri, kem bara til þín í aðventukaffi. Very Happy
Það er rétt hjá þér, mér finnst í lagi að skrifa undir nafni, hef orðið vitni í nafnlausum umræðum á öðru spjalli hvað það getur farið illa. Það er ekkert mál að skrá sig hér ef viljinn er fyrir hendi. Annars ef maður er óöruggur þá er Steini alltaf tl í að hjálpa Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jólin nálgast. Empty Re: Jólin nálgast.

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Des 17 2008, 14:34

Það leynir sér ekki allir á fullu við undirbúning jólanna, hefur þetta ekki alltaf verið svona?
Ég held að það sem Guðjón er að kvarta um sé ekki þörfin á að geta skrifað án nafns og númers, heldur eitthvað sem hann er að mikla fyrir sér.
Það er sjálfsagt að skrifa undir nafni og það hlýtur að vera óhætt að láta allt flakka sem maður meinar eða getur staðið við.
Hvernig finnst ykkur myndagetraunin hjá Flökkurum.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jólin nálgast. Empty jólin nálgast.

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Des 17 2008, 15:15

Halló halló!! Ég held nú að ef áhuginn er fyrir hendi þá geti allir komist á lag með að skrifa hér á spjallinu, nú svo er Steini sérlega hjálplegur við að leiðbeina fólki. Ég er viss um ef félagi Guðjón reynir að að taka þátt í þessu spjalli þá fer hann létt með það. Og ekki ætla ég honum að hann sendi eitthvað nafnlaust og vitlaust hér inn, eða í gestabækurnar..Eg gef ekki mikið fyrir nafnlausar sendingar, þeim eigum við ekki að svara.. Myndagetraunin á Flakkarasíðunni er bara skemmtileg, það væri eflaust hægt að taka svona upp á þessari síðu eða í gestabókinni , eigið góða aðventu Very Happy Very Happy santa ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jólin nálgast. Empty Re: Jólin nálgast.

Innlegg  Steini 69 Mið Des 17 2008, 16:53

Sæl veriði!
Já það er minnsta mál að liðsinna fólki ef það er óöruggt eða þarf einhverja aðstoð. Þið getið sent mér e-mail á netstjori@husbill.is, sent mér MSN skilaboð (steinig@nett.is) eða selgið á þráðinn á mig í gemsanum 893 5804 til kl. 23 öll kvöld vikunnar.

Mér finnst þessi myndagetraun ágæt hugmynd. Ekki það að ég gæti svo sem aldrei tekið þátt þar sem ég rétt kannast við Akureyrarkirkju á mynd:-)

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Jólin nálgast. Empty Re: Jólin nálgast.

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Des 19 2008, 15:25

Það vantar ekki hjálpsemina Steini minn, góður.
Var að vona að Guðjón myndi logga sig hérna inn, reyndar beið ég spennt því ég held að hann sé skemmtilegur penni, og málefnalegur.
Svo ég segi við þig beint Guðjón ef þú lest yfir þetta að ég vona að þú komir til okkar Very Happy
Sé spjallið alveg fyrir mér að hífast upp Laughing
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jólin nálgast. Empty Re: Jólin nálgast.

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum