Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

+6
Benedikt 687
Anna M nr 165
Ágústa B 696
Björn H. no. 29
Ægir og Sigga
hafdísjúlía
10 posters

Blaðsíða 1 af 2 1, 2  Next

Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  hafdísjúlía Mið Nóv 19 2008, 12:26

komið þið sæl og blessuð
Er einhver þarna úti sem ætlar að taka þátt í spjalli í kvöld
Við fórum á Úlfljótsvatn um síðustu helgi með Víkurverki
Mjög skemmtileg útilega, fáir en góðir, góð aðstaða til þess að vera
inni og vatn, salerni og rafmagn. Ákveðið að fara í þorraferð í jan eða febrúar
Það var að vísu frekar hvasst á laugardagsmorgun, en alveg autt austur á föstudagskvöld og á sunnudeginum
svo þetta var ekkert mál fyrir húsbíla og hjólhýsi.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Vetrarferðir

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Nóv 19 2008, 13:00

hafdísjúlía skrifaði:komið þið sæl og blessuð
Er einhver þarna úti sem ætlar að taka þátt í spjalli í kvöld
Við fórum á Úlfljótsvatn um síðustu helgi með Víkurverki
Mjög skemmtileg útilega, fáir en góðir, góð aðstaða til þess að vera
inni og vatn, salerni og rafmagn. Ákveðið að fara í þorraferð í jan eða febrúar
Það var að vísu frekar hvasst á laugardagsmorgun, en alveg autt austur á föstudagskvöld og á sunnudeginum
svo þetta var ekkert mál fyrir húsbíla og hjólhýsi.


Já komiði sæl. Já ekki efast ég um það, útilegur geta verið alveg frábærar þótt fáir séu í hópnum. Síðasta ferðin okkar í haust var stórfín í góðra vina hópi, vorum tólf saman í víkinni sem kennd er við ATLA. Verðið þið ekki að hafa keðjupokann með í þorraferðina, það er nú hægt að finna smá skjól fyrir vindum þarna við Úlfljótsvatn er það ekki annars Smile ,,,, mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  hafdísjúlía Mið Nóv 19 2008, 13:12

Jú það er hægt að finna skjól á Úlfljótsvatni en við erum með nagladekk undir bílnum, en ef það verður einhver ófærð þá verður nú ekki mikið farið í útilegu því þessir bílar eru nú ekki mjög seigir í svoleiðis færð
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Nóv 19 2008, 13:15

Miðvikudagurinn 19 nóvember, þetta verður dagur sem bróðir minn og hans kona koma til með að muna, dagurinn sem þau fluttu bústað sem þau keyptu í sumar.
Þetta er gamall bústaður sem hefur verið lengi í Munaðarnesi en passaði ekki lengur, fólk vill stærra og svo framvegis, núna er hann kominn inn í Hítardal og stendur við Grjótá er að vísu í landi Helgastaða.
Ég fékk að taka þátt í flutningunum og vorum við bræðurnir fram í svarta myrkur að festa gripinn niður svo ekki væri hætta á að hann legðist í flakk ef lognið gerðist fjörugt.
Ætli maður hunskist ekki í bað og svo má búast við að rúmið verði valið snemma í kvöld. Sleep
Ekki hyggjum við Þóra á vetrarferðir, það fer svo vel um bílinn okkar í sveitinni.
Baldur tók hann alltaf nokkuð snemma á hús og við höfum gert það líka, enda lofaði ég Gretu að hugsa vel um bílinn.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 13:15

Sæl öll.
Ég er hér eins og venjulega. Very Happy Get ekki án ykkar verið Shocked
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 13:17

Björn H. no. 29 skrifaði:Miðvikudagurinn 19 nóvember, þetta verður dagur sem bróðir minn og hans kona koma til með að muna, dagurinn sem þau fluttu bústað sem þau keyptu í sumar.
Þetta er gamall bústaður sem hefur verið lengi í Munaðarnesi en passaði ekki lengur, fólk vill stærra og svo framvegis, núna er hann kominn inn í Hítardal og stendur við Grjótá er að vísu í landi Helgastaða.
Ég fékk að taka þátt í flutningunum og vorum við bræðurnir fram í svarta myrkur að festa gripinn niður svo ekki væri hætta á að hann legðist í flakk ef lognið gerðist fjörugt.
Ætli maður hunskist ekki í bað og svo má búast við að rúmið verði valið snemma í kvöld. Sleep
Ekki hyggjum við Þóra á vetrarferðir, það fer svo vel um bílinn okkar í sveitinni.
Baldur tók hann alltaf nokkuð snemma á hús og við höfum gert það líka, enda lofaði ég Gretu að hugsa vel um bílinn.
Hvernig væri að frúin tæki bara þátt í spjallinu? Við getum alveg verið án þín eina kvöldstund Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 13:29

hafdísjúlía skrifaði:
Er einhver þarna úti sem ætlar að taka þátt í spjalli í kvöld
Ég spyr líka?? Shocked
Er einhver farin/farinn að hengja upp jólaljósin?

Okkar drasl dugði tvenn jól á svölunum og höfum verið að spá í slöngur. Mér finnst það ekki eins skemmtileg ljós og vorum að spá hvernig þau endast samanber peruljósin.

Reynslusögur? santa
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Nóv 19 2008, 13:37

Ágústa B 696 skrifaði:
hafdísjúlía skrifaði:
Er einhver þarna úti sem ætlar að taka þátt í spjalli í kvöld
Ég spyr líka?? Shocked
Er einhver farin/farinn að hengja upp jólaljósin?

Okkar drasl dugði tvenn jól á svölunum og höfum verið að spá í slöngur. Mér finnst það ekki eins skemmtileg ljós og vorum að spá hvernig þau endast samanber peruljósin.

Reynslusögur? santa


Hæ skvísur, nei ég ætla ekki að setja upp jólaseríur fyrr en um næstu helgi í fyrsta lagi ef viðrar vel. Það eru nú komin jólaljós í nokkra glugga hér í bæ, með ljósaslöngurnar er það að segja að ef eitt ljós bilar slokknar á einum metra í slöngunni og það er dálítið mál að laga það
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Sæl öll.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Nóv 19 2008, 13:48

Ég er komin, verð örugglega stutt er í smápásu frá eldhúsinu. Búin að gera eina smákökutegund sem ein dóttirin tók þátt í með mér, svo var það kvöldmaturinn og svo bíður eftir mér slatti af hakki og gúmmelaði sem ég er að fara að gera RITZ-bollur úr fyrir veislu sem verður haldin um helgina.
Jólaljós ætla ég ekki að spá í fyrr en næstu helgi, fyrst skreyti ég fyrir dagmömmubörnin og svo hitt smám saman þegar líður á aðventu santa

Hvað varðar slönguljósin, þá hafa þau enst mér afar vel og ef það slokknar ljós þá er það bara það ljós, vona ég....
Ætla að reyna að fá bóndann til að setja þau á skjólvegginn núna fyrir veisluna cheers

Harkan í ykkur fólki sem ferðast, ég er alltaf á leiðinni að fara eitthvert, en nú er bóndinn byrjaður í helgarvinnu, svo varla verður farið neitt í bráð Sad
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Benedikt 687 Mið Nóv 19 2008, 13:54

Sælt veri fólkið.
Hef verið ein af þeim sem hefur verið að kíkja á ykkur svona á milli þess sem ég horfi á fótboltann sem er oftast á miðvikudögum. Hér á Ströndum eru þeir alhörðustu fanir að hengja upp seríur og slöngur sem reyndar er ekkert mál að gera við bara að skera meterinn sem er bilaður í burtu setja saman með það tilgerðum hólk og búið mál.
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Mikið var..

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 13:57

að maður heyrir í ykkur!!

Ef það er fótboltinn sem heldur ykkur frá spjallinu þá myndi ég nú bara slökkva á imbanum. Við erum miklu skemmtilegri Very Happy Very Happy

Gaman að heyra að þið séuð á lífi og hvernig væri að segja okkur frá ferðinni??
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Takk fyrir síðast.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Nóv 19 2008, 14:01

Blessaður Ben, takk fyrir samveruna í sumar. Hva þú lætur ekki boltann stoppa þig í að "hitta" okkur Shocked
Það er kannski spurning um einhvern annan vikudag það er fátt hérna á þessum kvöldum Sad
Takk fyrir tipsið um slöngurnar, man það núna að þessir hólkar eru til, en vissi ekki samt um þessa reddingu Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Nóv 19 2008, 14:02

Ágústa kannski ég geti fengi Þóru til að setja nokkur orð á blað, ti dæmis ef þinn maður Laughing skrifaði eitthvað skemmtilegt sem hún teldi rétt að svara.
Okkar reynsla af jólaljósum utandyra er einföld, alltaf þegar búið er að hengja upp jólaljósin kemur vitlaust veður og þar með slokknar á helmingnum eða meira.
Betra að setja vel í gluggana.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 14:06

Björn H. no. 29 skrifaði:Ágústa kannski ég geti fengi Þóru til að setja nokkur orð á blað, ti dæmis ef þinn maður Laughing skrifaði eitthvað skemmtilegt sem hún teldi rétt að svara.
Okkar reynsla af jólaljósum utandyra er einföld, alltaf þegar búið er að hengja upp jólaljósin kemur vitlaust veður og þar með slokknar á helmingnum eða meira.
Betra að setja vel í gluggana.
Því miður Þóra mín. Ég er margbúin að bjóða mínum manni að setjast við tölvuna og taka þátt. Hann er svo íllilega tölvufatlaðir,seinlesinn, seinn að pikka með einum og líka að finna rétta stafinn í hvert skifti Very Happy Þið yrðuð elliær að bíða eftir innleggjum frá honum Very Happy

Við kannski athugum með slöngur. Veit einhver hvar best er að kaupa þær og bestu gæðin?
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Nóv 19 2008, 14:09

Ben 687 skrifaði:Sælt veri fólkið.
Hef verið ein af þeim sem hefur verið að kíkja á ykkur svona á milli þess sem ég horfi á fótboltann sem er oftast á miðvikudögum. Hér á Ströndum eru þeir alhörðustu fanir að hengja upp seríur og slöngur sem reyndar er ekkert mál að gera við bara að skera meterinn sem er bilaður í burtu setja saman með það tilgerðum hólk og búið mál.



Hæ hæ. Það er ekkert mál að skera úr slöngunni til að laga ef slangan er nálægt jörðu, en þegar slangan er uppundir þakskeggi í nokkurra metra hæð, þá er ekkert gaman að standa í stiga í viðgerðum, annars finnst mér jólaljósin þessi venjulegu endast best.. Kveðja á Strandir santa
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty vetrarferðir og smákökubakstur og jólaljós

Innlegg  hafdísjúlía Mið Nóv 19 2008, 14:10

Hvaða myndarskapur er þetta í ykkur að vera farin að hugsa um jólaundirbúning
Maður er nú ekki alveg komin í það ennþá.
Hver er Ben frá STröndum má ég vera með hvaðan af ströndum.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 14:11

Hólmavík
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Vera tímanleg.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Nóv 19 2008, 14:18

Hef nú gilda ástæðu að vera tímanleg með jólaundirbúning, stefnan er að vera búin að öllu, setja upp seríur og skreyta í glugga og garð, því við eigum vona á barnabarni í byrjun des og við ætlum sko að njóta lol!
Það er yngstan sem býr hjá okkur sem á von á sér. Haldiði að barnið hafi ekki ullað á ömmu sín affraid
Í sónarnum í vikunni og ég á mynd af ullinu Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty jólaljós

Innlegg  hafdísjúlía Mið Nóv 19 2008, 14:18

Við fórum í leihús í gærkvöldi og keyrðum svo upp í árbæ í götu sem heitir þverás og þar er fullskreytt jólahús
með jólafígúrum um allan garð og allskonar slöngum í girðingunni á húsinu og um allt
þetta var eins og að sjá húsið hjá hans og grétu það eru svo margir farnir að skreyta
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 14:20

hafdísjúlía skrifaði:Við fórum í leihús í gærkvöldi og keyrðum svo upp í árbæ í götu sem heitir þverás og þar er fullskreytt jólahús
með jólafígúrum um allan garð og allskonar slöngum í girðingunni á húsinu og um allt
þetta var eins og að sjá húsið hjá hans og grétu það eru svo margir farnir að skreyta
Ég er nú ekki mikið jólabarn en..nú finnst mér baraí fínu lagi aðsetja ljósin upp út af þessu myrkri sem alla er að draga niður. Ekki bætir eilíf rigning og núna í skrifuðum orðum er grenjandi slagveður. OJ Evil or Very Mad
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Nóv 19 2008, 14:21

Búinn að kveikja og allt? Þó ég setji upp græjurnar þá kveiki ég ekki á öllu strax.
Yndislegur tími finnst mér, gaman að taka rúnt og skoða hjá öðrum, en bóndinn minn er svoooo á bremsunni, er farinn að halda því fram að senn fari fólk á rúntinn hingað Embarassed santa rendeer
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 14:22

Anna M nr 165 skrifaði:Búinn að kveikja og allt? Þó ég setji upp græjurnar þá kveiki ég ekki á öllu strax.
Yndislegur tími finnst mér, gaman að taka rúnt og skoða hjá öðrum, en bóndinn minn er svoooo á bremsunni, er farinn að halda því fram að senn fari fólk á rúntinn hingað Embarassed santa rendeer
Nei ekki ég.
Geri það eftir jólamarkaðinn í vinnunni Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Jólaljósin

Innlegg  keilir Mið Nóv 19 2008, 14:26

Sælt veri fólkið.
Já við hjónin erum komin í jólastuð, höfum verið að týna niður jólaskrautið og koma því á sinn stað. þetta er ekki neitt bara smá þetta eru nokkrir kassar af allskonar fallegum styttum og tökum við það glingur sem við erum með dagsdaglega í burtu s.s. myndaalbúm, fjölskyldumyndirnar, og stytturnar og þær fara upp á loft og við hvílum okkur á því í ja það er svona hátt í 2 mánuði santa Það á að vera komin hér jólastemming um helgina þar sem ég á von á 8 kvensum í Hádegisverðaboð á laugardaginn en við hittumst svona á 6-8 vikna fresti yfir vetrartímann. Svo um kvöldið þá koma 10 ferðafélagar frá því í haust er við fórum saman til Tyrklands ætlum að borða saman, skoða myndir og video, það verður stuð.

Alveg sammála Birni með þessi blessuð útiljós rétt búið að setjaþetta upp þegar allt fer að springa, maðurinn minn gafst alveg upp á þessu og lái ég honum það ekki stóð oft úti í roki og rigningu við að leita að þeirri sprungnu. slöngurnar eru í lagi og það fer enn upp hjá okkur á flaggstöngina. Skreytum bara meira í gluggana. flower

Nú er ég að leita að uppskriftum til að hafa á laugardaginn, smá höfuðverkur. Idea

Hafdís þið eruð aldeilis duglega að ferðast svona á veturna, ég dáist að fólki sem kílir á vetrarútilegu. Það voru tveir bílar frétti ég af s.l. laugardag út á Garðskaga, félagar okkar. Basketball
Kv.Soffía Keili lol!
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Jólaskrautið

Innlegg  Ágústa B 696 Mið Nóv 19 2008, 14:32

Því fer nú mikið fækkandi á mínum bæ. Ég nenni bara ekki að færa allt úr stað fyrir þetta glingur. Ég er svo lítið jólabarn að mér væri sama hvort tr´e væri í stofunni eða ekki Rolling Eyes

Barnabörnin hafa komið til að hjálpa ömmu sinni að skreyta tréð svo að þau finni fyrir jólunu hjá ömmu og afa Rolling Eyes
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Guðný Zíta 06 Mið Nóv 19 2008, 14:34

já blessuð jólaljósin eru enn í geymslunni en ég er farin að hugsa til þeirra. Mér finnst voða gott að setja svoldið af ljósum í gluggana þegar skammdegið er sem mest. Við fáum örugglega einhver barnabörn um helgina og þá verður eitthvað sett upp. Það er voða gaman að dúllast aðeins með barnabörnunum og láta þau hjálpa til.
Við Jónas höfum alltaf verið mikið fyrir allskonar jóladót. santa rendeer
Guðný Zíta 06
Guðný Zíta 06

Fjöldi innleggja : 24
Age : 70
Hvaðan ertu? : Vogar
Registration date : 20/10/2008

Til baka efst á síðu Go down

miðvikudagurinn 19. nóv. 2008 Empty Re: miðvikudagurinn 19. nóv. 2008

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Blaðsíða 1 af 2 1, 2  Next

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum