Hef verið að vinna í heimasíðu félagsins í dag...
3 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Hef verið að vinna í heimasíðu félagsins í dag...
Jæja ég kíkti á gömlu heimasíðuna í dag og fór náttúrulega að fikta í henni. Ég reyndi að lagfæra hana aðeins og setja ramma og annað á sinn stað og breikkaði hana líka þar sem hún var öll orðin slitin sundur, enda voru menn að nota aðra skjáupplausnir þau árin sem þessi síða var smíðuð.
Ég reyndi að samræma leturgerðir, form og annað smálegt en þar sem til stendur að setja upp nýjan vef þá reikna ég ekki með að vinna mikið meira í gömlu síðunni og nú er klukkan orðin hálfþrjú um nótt og ég hættur að sjá daginn eða veginn, svo þið kannski hlaupið yfir síðuna og athugið hvort ykkur fionnst þessi breyting til batnaðar og/eða hvort eitthvað er enn að.
Farinn í bælið,
Kv. Steini
Ég reyndi að samræma leturgerðir, form og annað smálegt en þar sem til stendur að setja upp nýjan vef þá reikna ég ekki með að vinna mikið meira í gömlu síðunni og nú er klukkan orðin hálfþrjú um nótt og ég hættur að sjá daginn eða veginn, svo þið kannski hlaupið yfir síðuna og athugið hvort ykkur fionnst þessi breyting til batnaðar og/eða hvort eitthvað er enn að.
Farinn í bælið,
Kv. Steini
Síðast breytt af Steini 298 þann Lau Okt 25 2008, 07:21, breytt 1 sinni samtals
Líst vel á.
Jú maður sá strax mun á síðunni. Rétt hjá þér að vera ekki að eyða meiri tíma í gömlu síðuna fyrst ný á eftir að líta dagsins ljós Hvað þá að vera langt fram á nætur
Alveg datt mér í hug að margt eigi eftir að breytast í síðugerðinni fyrst þú ert tekinn við.
Efast ekki um að góðar breytingar koma að honum Jóni Gunnari ólöstuðum. Þetta er mikil vinna
Alveg datt mér í hug að margt eigi eftir að breytast í síðugerðinni fyrst þú ert tekinn við.
Efast ekki um að góðar breytingar koma að honum Jóni Gunnari ólöstuðum. Þetta er mikil vinna
Síðast breytt af Anna M nr 165 þann Lau Okt 25 2008, 15:40, breytt 1 sinni samtals
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Húsbílasíðan
Þú ert aldeilis næturhrafn Steini. Mér finnst þetta frábært hjá þér og eins og þú , ekki eyða of miklum tíma í þessa þar sem verið er að skoða nýtt. En við flýtum okkur hægt því við viljum hafa þetta flott
Jón Gunnar er nú aldeilis búinn að gera það got fyrir félagið séð um síðuna í 6 ár eða meira það kalla ég vel af sér vikið og við þökkum honum kærlega fyrir hans starf.
Og ég er mjög ánægð að Steini skuli vilja taka þetta að sér enda hann vanur maður og við eigum eftir að sjá breytingar og það er bara af hinu góða.
Steini setti inn hver er í stjórn og allar nefndir og nú verðum við sem erum ný að senda myndir til hans, svo fólk geti þekkt okkur þegar við hittumst í ferðum félagsins.
Nú fer ég að setja mig í stellingar til myndatöku
Kv.Soffía Keili
Jón Gunnar er nú aldeilis búinn að gera það got fyrir félagið séð um síðuna í 6 ár eða meira það kalla ég vel af sér vikið og við þökkum honum kærlega fyrir hans starf.
Og ég er mjög ánægð að Steini skuli vilja taka þetta að sér enda hann vanur maður og við eigum eftir að sjá breytingar og það er bara af hinu góða.
Steini setti inn hver er í stjórn og allar nefndir og nú verðum við sem erum ný að senda myndir til hans, svo fólk geti þekkt okkur þegar við hittumst í ferðum félagsins.
Nú fer ég að setja mig í stellingar til myndatöku
Kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: Hef verið að vinna í heimasíðu félagsins í dag...
Já Jón Gunnar hefur sinnt þessu lengi og þetta er sko ekki þakklátasta starfið í henni veröld. Sá sem sér um slíkar síður fær oftast eingöngu að heyra það sem betur má fara og þar sem aldrei verður öllum gert til hæfis getur slíkt orðið lýjandi, svo hann hefur staðið sig vel.
Ég hafði samband við hann og bað hann að vera mér innan handar með uppfærslur á meðan gamla síðan væri enn uppi og samþykkti hann það góðfúslega.
Ég fékk síðan aðganginn að netþjóninum í gær svo ég ætlaði nú fyrst bara á kíkja á það hvaða efni væri til og annað. Ég verð síðan í sambandi við Jón Gunnar, sem er erlendis, þegar hann kemur aftur til landsins um miðja næstu viku.
Og það sem komið er inn á sjórnarsíðuna var þar fyrir þegar ég fékk aðganginn í gær svo Jón Gunnar var greinilega byrjaður á þeim breyingum fyrir brottför. Ég þarf síðan bara að fá myndir af stjórnarmönnunum til þess að ganga frá þeirri síðu.
Kv. Steini
Ég hafði samband við hann og bað hann að vera mér innan handar með uppfærslur á meðan gamla síðan væri enn uppi og samþykkti hann það góðfúslega.
Ég fékk síðan aðganginn að netþjóninum í gær svo ég ætlaði nú fyrst bara á kíkja á það hvaða efni væri til og annað. Ég verð síðan í sambandi við Jón Gunnar, sem er erlendis, þegar hann kemur aftur til landsins um miðja næstu viku.
Og það sem komið er inn á sjórnarsíðuna var þar fyrir þegar ég fékk aðganginn í gær svo Jón Gunnar var greinilega byrjaður á þeim breyingum fyrir brottför. Ég þarf síðan bara að fá myndir af stjórnarmönnunum til þess að ganga frá þeirri síðu.
Kv. Steini
Re: Hef verið að vinna í heimasíðu félagsins í dag...
Þú þarft þess ekki hann Steini er svo klár að hann tekur eina flotta mynd af þér úr albúmi félagsins og setur innkeilir skrifaði:
Nú fer ég að setja mig í stellingar til myndatöku
Kv.Soffía Keili
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
myndataka
Elskan mín ég held það sé ekki nein almennileg mynd af mér í myndasafninu, ég er svo vandlát á mndir af sjálfri mér, finnst ég aldrei nógu góð á myndum, held víst að ég sé eitthvað skárri en ég er!!! En ég fann mynd af mér svo ég sendi Steina hana. Fólk þarf nú að vita hver þessi formaður er.....
B.kv.Soffía Keili
B.kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum