Hvað getum við gert?
+5
Steini 69
Helga 298
Vogabúinn
Vigdís 677
Anna M nr 165
9 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Hvað getum við gert?
Til að stuðla að því að okkar félag verði betra? það kom fram á fundinum á Akranesi að hin nýja stjórn vill hugmyndir okkar og sýndi það í verki með að leggja fyrir verkefni fyrir fólkið í salnum. Vonandi kemur eitthvað skemmtilegt út úr því.
Sniðugt framtak og þar sem margir búa vítt og breytt um landið og enn aðrir sem gátu ekki komið, þá langar mig að fá ykkur hér og nú til að ræða um okkur og okkar félag svona almennt og einnig ef einhver lumar á góðum ábendingum og hugmyndum til stjórnar þá bara endilega tjá sig hér
Það hefur verið tíðrætt um að taka vel á móti nýjum félögum og hefur verið nokkuð erfitt að henda reiður á hver er nýr, hver ekki, maður kynnist alltaf einhverjum í hverri ferð.
Svo ég hef þá hugmynd að sniðugt væri að hver og einn eða félagið myndi gera barmmerki í litum, t.d. gulur, rauður grænn og blár og myndu þá litirnir þýða að félagi væri þá á fyrsta ári, 5 ár, 10 ár og jafnvel gyllt spjald fyrir heiðurfélaga. Hvað finnst ykkur?
Sniðugt framtak og þar sem margir búa vítt og breytt um landið og enn aðrir sem gátu ekki komið, þá langar mig að fá ykkur hér og nú til að ræða um okkur og okkar félag svona almennt og einnig ef einhver lumar á góðum ábendingum og hugmyndum til stjórnar þá bara endilega tjá sig hér
Það hefur verið tíðrætt um að taka vel á móti nýjum félögum og hefur verið nokkuð erfitt að henda reiður á hver er nýr, hver ekki, maður kynnist alltaf einhverjum í hverri ferð.
Svo ég hef þá hugmynd að sniðugt væri að hver og einn eða félagið myndi gera barmmerki í litum, t.d. gulur, rauður grænn og blár og myndu þá litirnir þýða að félagi væri þá á fyrsta ári, 5 ár, 10 ár og jafnvel gyllt spjald fyrir heiðurfélaga. Hvað finnst ykkur?
Síðast breytt af Anna M nr 165 þann Mið Okt 22 2008, 16:38, breytt 1 sinni samtals
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Þetta er góð hugmynd, en ég er hrædd um að fólk sé ekki duglegt að bera barmmerki. Væri ekki betra að hafa merki í bílglugganum eða hvoru tveggja ?
Kveðja Vigdís
Kveðja Vigdís
Vigdís 677- Fjöldi innleggja : 18
Registration date : 09/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Það er nefnilega málið, fólk vill ekki merkja sig en að hafa þetta í bílunum gerir ekkert gagn finnst mér því við erum oft í samkomuhúsi og á röltinu og mikið vildi ég geta séð hverjir eru hvað.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Ætli þetta sé hræðsla við að þekkjast??? Nei segi svona. Það er erfitt að fá fólk til að bera merki en samt sem áður finnst mér allt í lagi að prófa, maður rýkur ekkert á fólk sem maður hefur ekki séð áður og bara farið að spyrja hvort það sé nýtt í félaginu, þó maður geri það nú stundum alltaf gaman að hitta nýtt fólk, kynnist nýju fólki á hverju ári í hverri ferð liggur við en er ekkert alltaf nýjir félagar í félaginu.
Vogabúinn- Fjöldi innleggja : 12
Registration date : 15/04/2008
Re: Hvað getum við gert?
Kannski aðrar hugmyndir? Hún systa Ágústa kom með þá hugmynd þegar við vorum að ræða þetta að sniðugt væri að fá nýskráða fólkið upp á svið í ferðunum og kynna sig.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Já já Anna mín vilt þú ekki bara taka það að þér að kynna nýja meðlimi... míns fengist aldrei upp á svið.. spyrðu Steina hvernig ég kem orðum út úr mér þegar ég þarf að ávarpa fólk eins og í fermingarveislum... ég er vissum að það að á við fleiri en mig, en það væri sniðugt að gera eitthvað til að fólk kynntist en ég held við verðum að leggja hausa í bleyti með þetta, enda félagi orðið frekar stórt, og erfitt að koma nafnspjöldum á félaga sem halda að allir viti hver eru. og þeir nýju kannski feimnir við að láta vita að þeir séu nýir... margt að pæla í þessu
Re: Hvað getum við gert?
Minn tími mun koma, sögðu sumir en nei takk ég er ekkert skárri, svo taugaveikluð þegar ég tjái mig
Nema hér, það er líka allt annað.
Nema hér, það er líka allt annað.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
við erum sem sagt fínar hér inni, enda finnst mér að það ætti að vera mynd af öllum sem skrá sig inn á spjallborðið, bara það gerir að verkum að þú kannast við kauða þegar þú sérð viðkomandi. Sérstaklega ef verið er að veltast hér á spjallborðinu að skoða.
Re: Hvað getum við gert?
Bara aþað að t.d skrá sig á þetta spjallborð með mynd og grunnupplýsingum um bíl og svo framvegis getur hjálpað stórkostlega...
Því fólki sem við höfum kynnst í félaginu höfum við einfaldlega kynnst hér í gegnum spjallborðið. Síðan þegar þetta sama fólk hittist í ferðum eða á tjaldstæðum þá kynnist það smátt og smátt öðrum en bara það að "grófþekkja" einhver andlit og hafa spjallað hér á borðinu gerir þetta svo miklu miklu auðveldara.
Svo verða þeir sem fyrir eru í félaginu að vera vakandi fyrir nýliðum og gera sér far um að nálgast þá því nýliðarnir eru flestir hálf nervusir gagnvart þeim sem fyrir eru enda eru flestir þessara gömlu búnir að þekkjast svo lengi að það skín af þeim
Ég man bara þegar við Helga fórum fyrsta túrinn okkar og komum hálf lost í Þrastarskóg og þar tóku Hafdís og Kristján(Draumakotsgengið) á móti okkur og bentu okkur á að koma og vera hjá þeim og þeirra vinum og tóku okkur í fóstur. Vonum ekkert smá fegin að fá slíkar móttökur og gátum verið afslöppuð í þeirra félagsskap og notið þess að vera til. Yndislegt!
Því fólki sem við höfum kynnst í félaginu höfum við einfaldlega kynnst hér í gegnum spjallborðið. Síðan þegar þetta sama fólk hittist í ferðum eða á tjaldstæðum þá kynnist það smátt og smátt öðrum en bara það að "grófþekkja" einhver andlit og hafa spjallað hér á borðinu gerir þetta svo miklu miklu auðveldara.
Svo verða þeir sem fyrir eru í félaginu að vera vakandi fyrir nýliðum og gera sér far um að nálgast þá því nýliðarnir eru flestir hálf nervusir gagnvart þeim sem fyrir eru enda eru flestir þessara gömlu búnir að þekkjast svo lengi að það skín af þeim
Ég man bara þegar við Helga fórum fyrsta túrinn okkar og komum hálf lost í Þrastarskóg og þar tóku Hafdís og Kristján(Draumakotsgengið) á móti okkur og bentu okkur á að koma og vera hjá þeim og þeirra vinum og tóku okkur í fóstur. Vonum ekkert smá fegin að fá slíkar móttökur og gátum verið afslöppuð í þeirra félagsskap og notið þess að vera til. Yndislegt!
Re: Hvað getum við gert?
Sammála ykkur hjón, maður hefur kynnst mörgum bæði í ferðunum og svo að þekkjast á mynd hér. það er bara betra að hafa mynd.
Ahh Vigdís finnst ég kannast við þig. Flott mynd af þér.
Ahh Vigdís finnst ég kannast við þig. Flott mynd af þér.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Það er nú alveg óþarfi að fara að skikka fólk upp á svið. Held að flestir séu feimnir við að koma fram á sviði og ekki gott að skikka fólk til þess. Maður verður víst að vera sjálfviljugur og hafa gaman af því.
En svo líka verður fólk að vera opið fyrir nýju fólki og nýtt fólk að vera opið fyrir að hitta nýtt fólk. Maður neyðir sér ekkert inn á fólk eða þannig.
Það hlýtur að vera til farsæl lausn.
En svo líka verður fólk að vera opið fyrir nýju fólki og nýtt fólk að vera opið fyrir að hitta nýtt fólk. Maður neyðir sér ekkert inn á fólk eða þannig.
Það hlýtur að vera til farsæl lausn.
Vogabúinn- Fjöldi innleggja : 12
Registration date : 15/04/2008
Re: Hvað getum við gert?
Sumir eru bara svo feimnir. T.d var ég á rölti með einum í félaginu og hann benti mér á fólk sem nýkomið var í félagið, svo ég kastaði kveðju og bauð þau velkomin um leið og við gengum framhjá, en fékk engin viðbrögð
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Vigdís skrifaði:Þetta er góð hugmynd, en ég er hrædd um að fólk sé ekki duglegt að bera barmmerki. Væri ekki betra að hafa merki í bílglugganum eða hvoru tveggja ?
Kveðja Vigdís
Velkomin í spjallhópinn Vigdís. Hafði misst af póstinum þín hér ofan við og skildi ekkert hvaða Vigdísi... Anna var að tala um. Já svo er gott að vera með Bílheitið og númer hans í t.d undirskriftinni sinni... þannig lærir maður smátt og smátt hver er hver.
Kv. Steini
Re: Hvað getum við gert?
Ég held að fólk myndi ekki ganga í þetta félag ef það hefði ekki hug á að kynnast öðru fólki. Það eru bara alltof margir sem sitja og bíða eftir að aðrir komi til þeirra, átta sig ekki á því að þar sem nokkrir eru saman komnir eru þeir (í langflestum tilvikum) velkomnir í hópinn. Það hefur komið upp sú hugmynd að hafa einskonar móttökunefnd, eða eitthvað svipað og fóstakerfi, en það hefur aldrei orðið neitt meira en umtal.
Vigdís 677- Fjöldi innleggja : 18
Registration date : 09/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Eg þóttist vera búin að skrá undirskrift en hún kemur ekki inn ??
Takk Anna og takk Steini
Takk Anna og takk Steini
Síðast breytt af Vigdís þann Mið Okt 22 2008, 16:17, breytt 1 sinni samtals
Vigdís 677- Fjöldi innleggja : 18
Registration date : 09/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Held það taki smá tíma að meldast inn.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Auðvitað er það á ábyrgð hvers og eins að sækja sér félagsskap en það flýtir bara svo fyrir kynnum ef vel er tekið á móti nýliðanum. Og manni sjálfum líður líka betur ef maður býður aðra velkomna... (jafnvel þótt undirtektirnar séu minna en engar Anna )
Re: Hvað getum við gert?
Vigdís skrifaði:Eg þóttist vera búin að skrá undirskrift en hún kemur ekki inn ??
Takk Anna og takk Steini
Þú ferð í ÞÍN UPPSETNING - síðan í flipann UNDIRSKRIFT.... og þegar þú ert búinn að setja hana inn þá þarftu að smella á hnappinn SENDA.
Kv. Steini
ps. Ef þú lendir í vandræðum máttu senda mér hana og ég skal skella henni inn fyrir þig... og hvern sem er...
psps. Gæti verið að þú þyrftir að logga þig út og inn aftur til að hún komi fram.... man það bara ekki.
Re: Hvað getum við gert?
En við hin ættum samt að sjá undirskriftina?
En segðu mér Steini hvernig gerir maður svona Quote?
En segðu mér Steini hvernig gerir maður svona Quote?
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Anna M nr 165 skrifaði:En við hin ættum samt að sjá undirskriftina?
En segðu mér Steini hvernig gerir maður svona Quote?
Þú smellir á QUOTE takkan sem er hægra meginn ofan við póstinnihaldið ekki langt frá myndinni af hverjum og einum... og aðalhintið er að það stendur QUOTE á honum
Hvað getum við gert.
Það hefur heldur betur verið fjörugt hér í gærkveldi.
Félagið okkar er gott og hefur verið það lengi en það má lengi bæta og breyta.
Spjallið sem Steini kom á koppinn síðasta vetur er gott og er væntanlega eftir að þróast.
Þar eru nokkrir flokkar sem er þægilegt að geta kíkt í ef verið er að leita að einhverju sérstöku, sumt ætti síðan að flokkast aftur og vera hluti af heimasíðunni.
Má þar nefna upplýsingar um Tjaldsvæði, upplýsingar vegna ferða erlendis og fl.
Anna nefnir mismunandi liti eftir aldri í félaginu, greip það ekki en barmmerki með nafni það er af hinu góða finnst mér.
Það er líka af hinu góða að nöfn eigenda séu sýnileg á bílunum.
Ég á ekki von á því að við hjónin skírum okkar bíl en nöfnin okkar eru hjá dyrabjöllunni.
Ég hef ekki enn komið því í verk að láta taka mynd af okkur hjónunum til að setja á spjallið en þarf að klára það, þarf að laga mig svo mikið til fyrir birtingu.
Það sem Steini segir um móttökurnar sem þau Helga fengu hjá Hafdísi og Kristjáni eru til fyrirmyndar og ugglaust hefur spjallið ekki skemmt fyrir.
Fyrir okkur þessa feimnu mætti alveg hugsa sér að einhver sviðsvanur sæi um að kynna og viðkomandi stæði upp svo lýðurinn mætti líta gripinn en hver man nafn sem heyrist eitt augnablik, barmmerki betra.
Fagna nýjum félögum, Kristín og Vigdís velkomnar á spjallið.
En systurnar Anna og Ágústa þær fá stjörnu fyrir dugnað við að drífa okkur áfram.
Ef þetta heldur svona áfram þá springa fyrri markmið fljótt og það er sko í góðu lagi.
Kveðja Björn H. 29
Félagið okkar er gott og hefur verið það lengi en það má lengi bæta og breyta.
Spjallið sem Steini kom á koppinn síðasta vetur er gott og er væntanlega eftir að þróast.
Þar eru nokkrir flokkar sem er þægilegt að geta kíkt í ef verið er að leita að einhverju sérstöku, sumt ætti síðan að flokkast aftur og vera hluti af heimasíðunni.
Má þar nefna upplýsingar um Tjaldsvæði, upplýsingar vegna ferða erlendis og fl.
Anna nefnir mismunandi liti eftir aldri í félaginu, greip það ekki en barmmerki með nafni það er af hinu góða finnst mér.
Það er líka af hinu góða að nöfn eigenda séu sýnileg á bílunum.
Ég á ekki von á því að við hjónin skírum okkar bíl en nöfnin okkar eru hjá dyrabjöllunni.
Ég hef ekki enn komið því í verk að láta taka mynd af okkur hjónunum til að setja á spjallið en þarf að klára það, þarf að laga mig svo mikið til fyrir birtingu.
Það sem Steini segir um móttökurnar sem þau Helga fengu hjá Hafdísi og Kristjáni eru til fyrirmyndar og ugglaust hefur spjallið ekki skemmt fyrir.
Fyrir okkur þessa feimnu mætti alveg hugsa sér að einhver sviðsvanur sæi um að kynna og viðkomandi stæði upp svo lýðurinn mætti líta gripinn en hver man nafn sem heyrist eitt augnablik, barmmerki betra.
Fagna nýjum félögum, Kristín og Vigdís velkomnar á spjallið.
En systurnar Anna og Ágústa þær fá stjörnu fyrir dugnað við að drífa okkur áfram.
Ef þetta heldur svona áfram þá springa fyrri markmið fljótt og það er sko í góðu lagi.
Kveðja Björn H. 29
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Hitta nýja förumenn
Ég vil nú byrja á því að þakka Steina fyrir hlý orð í okkar garð, þetta var alveg á báða bóga yndislegheitin.
En ég verð að segja það að um síðustu helgi þá duttum við óvænt inn í svo skemmtilegan
hóp sem tók svo hlýlega á móti okkur , og okkur var bent á það að við þyrftum líka að þora
að koma og spjalla og vera ekki með neina feimni með það. Við höfum reyndar mjög sjaldan lent í því
að fólk hafi ekki viljað spjalla, enda eins og Vigdís sagði þá eru jú flestir þeir sem eru að fara í svona félag
að leita eftir félagsskap, og svo er bara spurningin hversu mikið af honum maður vill, það er bara einstaklingsbundið
og svoleiðis verður það bara að fá að vera.
Við höfum átt mjög margar og skemmtilegar stundir í sumar og höfum kynnst mörgum skemmtilegum
félögum. Höfum reyndar ekki farið í margar ferðir með félaginu, ekki komist í þær, en það stendur vonandi
til bóta næsta sumar, og ég tala nú ekki um í vetur. Hver ætlar að vera með í vetur.
Á veturna kynnist maður fólkinu allt allt öðruvísi, því það eru svo fáir á ferð og nánast alltaf sama fólkið.
En ég verð að segja það að um síðustu helgi þá duttum við óvænt inn í svo skemmtilegan
hóp sem tók svo hlýlega á móti okkur , og okkur var bent á það að við þyrftum líka að þora
að koma og spjalla og vera ekki með neina feimni með það. Við höfum reyndar mjög sjaldan lent í því
að fólk hafi ekki viljað spjalla, enda eins og Vigdís sagði þá eru jú flestir þeir sem eru að fara í svona félag
að leita eftir félagsskap, og svo er bara spurningin hversu mikið af honum maður vill, það er bara einstaklingsbundið
og svoleiðis verður það bara að fá að vera.
Við höfum átt mjög margar og skemmtilegar stundir í sumar og höfum kynnst mörgum skemmtilegum
félögum. Höfum reyndar ekki farið í margar ferðir með félaginu, ekki komist í þær, en það stendur vonandi
til bóta næsta sumar, og ég tala nú ekki um í vetur. Hver ætlar að vera með í vetur.
Á veturna kynnist maður fólkinu allt allt öðruvísi, því það eru svo fáir á ferð og nánast alltaf sama fólkið.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Ég komst ekki inn á spjallið í gærkvöldi, nýja stjórnin sem tók við á aðalfundinum s.l. laugardag kom saman í gærkvöld og skifti með sér verkum. En það var gaman að sjá hvað þetta var líflegt í gærkvöld og ég tek undir það þær systur eiga hrós skilið að ríða á vaðið með spjallkvöldið. Velkomnar á spjallið Vigdís og Kristín.
Þessi spurnig kom einmitt fram á aðalfudninum Hvernig á að kynna nýja félaga. og svörin sem við fengum voru eftirfarandi:
Í þremur ferðum er hægt að kynna nýja félaga
1. ferð (Hvítasunnuhelgin) 2. ferð Stóra ferðin 3. ferð Lokaferðin
Reyna að gefa sig fram aftur og aftur.
Birta nöfn og númer í fréttabréfi eins og gert hefur verið.
Nýir félagar gefi sig fram við formann í hverri ferð og hann tilkynnir hvaða nýjir félagar eru með hverju sinni.
og svo bætist við það sem fram kom hjá ykkur.
Það er fínt fyrir okkur í stjórninni að fá svona hugmyndir til að vinna úr, alveg frábært.
Þessum spurningum sem var dreift á aðalfundinum og svörin sem komu út úr því munum við í stjórninni nýta okkur og ég hef hug á því að setja þær hér á spjallið og fá félagana til að taka þátt í umræðum um spurningarnar sem settar verða fram.
Ég þarf að fara að finna mynd af okkur hjónunum og koma henni hér inn.
Bestu kv.Soffía Keili
Þessi spurnig kom einmitt fram á aðalfudninum Hvernig á að kynna nýja félaga. og svörin sem við fengum voru eftirfarandi:
Í þremur ferðum er hægt að kynna nýja félaga
1. ferð (Hvítasunnuhelgin) 2. ferð Stóra ferðin 3. ferð Lokaferðin
Reyna að gefa sig fram aftur og aftur.
Birta nöfn og númer í fréttabréfi eins og gert hefur verið.
Nýir félagar gefi sig fram við formann í hverri ferð og hann tilkynnir hvaða nýjir félagar eru með hverju sinni.
og svo bætist við það sem fram kom hjá ykkur.
Það er fínt fyrir okkur í stjórninni að fá svona hugmyndir til að vinna úr, alveg frábært.
Þessum spurningum sem var dreift á aðalfundinum og svörin sem komu út úr því munum við í stjórninni nýta okkur og ég hef hug á því að setja þær hér á spjallið og fá félagana til að taka þátt í umræðum um spurningarnar sem settar verða fram.
Ég þarf að fara að finna mynd af okkur hjónunum og koma henni hér inn.
Bestu kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: Hvað getum við gert?
Sæl Soffía. Gaman að heyra að stjórnin geti notað svörin okkar af aðalfundinum. Enn skemmtilegra ef við fáum líka að spá í aframhald
Þakkir til okkar systra eru óþarfar gott fólk. Ef ekki væri fyrir framtaksemi Steina væri ekkert spjall
Viðurkenni hinsvegar að feimið fólk og óframfærið henta tölvuspjöll mjög vel
Líst vel á hugmyndirnar með kynningarnar í ferðunum þremur
Þakkir til okkar systra eru óþarfar gott fólk. Ef ekki væri fyrir framtaksemi Steina væri ekkert spjall
Viðurkenni hinsvegar að feimið fólk og óframfærið henta tölvuspjöll mjög vel
Líst vel á hugmyndirnar með kynningarnar í ferðunum þremur
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum