Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Miðvikudagurinn 22 ókt!

5 posters

Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Miðvikudagurinn 22 ókt!

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Okt 19 2008, 16:11

Eigum við ekki að stefna í að hafa virk spjallkvöld? Allir sem geta mæta á spjallið og þið hafið tíma fram að þessu kvöldi að hringja í einn húsbílavin og hvetja hann til að koma að spjalla við okkur.
Vonandi koma sem flestir og höfum tímann frá kl 20 þetta kvöld.
Þið sem hafið skráð ykkur nú þegar eru velkomnir og allir sem vilja skrá sig líka.
Sjáumst og heyrumst á miðvikudagskvöldum hér í frá Very Happy cheers lol!
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Re: Miðvikudagurinn 22 ókt!

Innlegg  Steini 69 Mán Okt 20 2008, 02:37

Reikna með að við Helga verðum ekki komin heim fyrr en seint.... Dóttir mín á afmæli þennan dag og við verðum í Reykjavík svo það er óvíst hversu snemma við komum til spjallsins Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Miðvikudagurinn 22.okt

Innlegg  keilir Mán Okt 20 2008, 04:21

Heil og sæl.
Nú kallar skyldan hjá nýjum formanni..... Ég er með fyrsta stjórnarfundinn einmitt á miðvikudaginn, hef verið að hvetja fólk að fara inn á spjallið, það verður gaman að sj´´a hvort það skilar sér.
Mér heyrist að fólki finnist svo flókið að fara inn, en ég hef nú sagt því fyrst ég gat þetta þa´geta þetta allir en ég naut dyggrar aðstoðar Steina.
Kv.soffía
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Soffía formaður.

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Okt 20 2008, 04:45

Haha varð að prufa að skrifa þetta, maður verður smá tíma að átta sig með nýjan formann. Til hamingju með titilinn Soffía okkar og vonandi vegnar þér og þinni stjórn vel. Bara byrjuð á fullu með stjórnarfund, gott hjá þér, það koma aðrir miðvikudagar Very Happy
Ætla nú rétt að vona að spjallið verði á uppleið og verði rækilega kynnt.
Ekki verra að Steini verður með umsjón og getur lóðsað óörugga í gegnum þetta tölvuhaferí Smile
Maður sjálfur kunni ekkert en þetta kemur Surprised
Sjáumst þá væntanlega á öðrum miðvikudögum sem og alla aðra daga. Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Re: Miðvikudagurinn 22 ókt!

Innlegg  Ágústa B 696 Mán Okt 20 2008, 07:45

Frú formaður!
Eru stjórnarfundir alltaf á miðvikudögum?

Var bara að pæla hvort það væri svo uppá spjallið okkar. Hægt væri á að velja annað kvöld Very Happy

Ef fólki finnst erfitt að koma sér af stað í spjallinu verðum við bara að biðla til Steina enn og aftur um hjálp fyrir fólkið Very Happy

Ég segi eins og Soffía ef ég gat þetta þá geta þetta allir Wink Ég er sú tölvufatlaðasta á klakanum (segja dæturnar) en hef klórað mig í gegnum þetta og stundum með símtólið við annað eyrað á meðan Rolling Eyes
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Steini og Helga.

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Okt 20 2008, 13:01

Til hamingju með dótturina Very Happy

Auðvitað er hægt að velja annað kvöld, tala nú ekki um ef að stjórnarfundir eru á þessum kvöldum Smile
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Spjallkvöld og fl.

Innlegg  Björn H. no. 29 Þri Okt 21 2008, 05:27

Halló öll, við Þóra vorum að koma heim eftir ágæta ferð til Spánar. sunny
Fyrst vil ég óska nýrri stjórn til hamingju og óska þeim gæfu og gengis á hinu nýja Íslandi í störfum sínum fyrir félagið. bounce
Næst er að þakka fyrrverandi stjórn fyrir fórnfús og vel unnin störf fyrir félagið. cheers
Ferðin okkar til Spánar varð svolítið öðruvísi en við höfðum stefnt að en við vorum með svolítið af evrum og dollurum með okkur svo það var hægt að komast af án þess að nota kort að ráði.
Það kom okkur svolítið á óvart hvað það varð erfitt að fá dollurunum skipt, það þurfti að fara í eina fjóra banka áður en það tókst.
Við gerðum svolítið af því að bera saman verð í verslunum og kom Aldi best út, þar er vöruúrval ekki mikið en ágætar vörur á góðu verði og eins og við sögðum það er alveg hægt að lifa ágætu lífi á því sem fæst í Aldi.
Við lögðum af stað í ferðalag í átt til Gíbraltar og gistum í bæ sem heitir Carbonade og næsta dag átti að halda áfram en þá var veðurspáin leiðinleg fyrir svæðið fyrir sunnan okkur.
Við tókum þá stefnuna inn til fjalla og þá komst maður í samband við fólkið í landinu, engin ferðamannablær og fólkið tók sina hvíld um miðjan daginn og mætti á þorpskrána til að ræða málið.
Landslagið var stórbrotið en litirnir oft frekar daufir, við enduðum að lokum heima í sumarhúsinu í Torrevieja seint um kvöldið.
Önnur ferðalög voru dagsferðir og þær ekki margar.
Við vorum með leiðsögutæki og virkaði það alveg sæmilega en þeir mættu vera duglegri að uppfæra breytingar og nýframkvæmdir.

Svo er það spjallið, endilega að halda því gangandi, það er hægt að ræða svo margt og ef einhverjir nenna að ræða um mistök stjórnenda er væntanlega af nógu af að taka.
Þar sem systurnar eru hvað duglegastar í að halda spjallinu gangandi þá hvet ég þær til að leggja til eitthvert umræðuefni fyrir spjalldagana.
Það gæti hjálpað ef við þyrftum bara að segja skoðun okkar á einhverju ákveðnu , að sjálfsögðu mætti ræða hvað sem er þó spurning dagsins væri sett fram.
Svona að lokum verum minnug þess að þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Question

Kveðja Björn H. no. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Re: Miðvikudagurinn 22 ókt!

Innlegg  Ágústa B 696 Þri Okt 21 2008, 14:16

Velkomin heim Björn og frú.
Eins og þú hefur séð var lítið að gerast á þesu spjalli á meðan þið voruð í burtu. Þetta lagast með tímanum og gott að fá þig aftur með þín innlegg sem eru stórskemmtileg.

Nú verð ég að játa syndir mínar með þetta miðvikudagskvöld Embarassed Embarassed

Við hjónakornin erum að fara í leikhús og ég var bara búin að steingleyma því Embarassed
Vonandi verða samt einhverjir á spjallinu svo að ég hafi eitthvað að lesa þegar ég kem heim Very Happy

Svo upp með humorinn og ekkert krepputal maður fær nóg af því í fjölmiðlunum.
Góða skemmtun!!
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Velkomin heim.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Okt 21 2008, 15:11

Borta bra men hemma best segja svíarnir. en velkomin heim Björn og Þóra. Þið eruð væntanlega endurhlaðin eftir gott frí. Kannski ekki gaman að koma heim í krepputal pale En svona er lífið.
Ja það verða nokkrir sem ég veit um sem ekki komast á spjallið þetta miðvikudagskvöld, en það eru fullt af miðvikudagskvöldum eftir svo hér eftir er lifandi spjall á þessum kvöldum.
Ef þetta tekst ekki hjá okkur í vetur, að vera eitt kvöld "life" í viku, þá er eitthvað að Neutral

Vil segja við fólk sem skoðar spjallið að allir eru velkomnir og það þarf ekkert að spjalla um húsbílamál endilega.

Vona bara að allir hafi það sem best og "sjáumst" cheers
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Takk takk.

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Okt 22 2008, 02:02

Takk takk , Laughing það er alltaf gott að koma heim, jafnvel þó ástandið í peningamálum þjóðarinnar sé slæmt.
Við ætlum að halda áfram að lifa í okkar góða landi og þá taka íslendingar af æðruleysi á móti svona vandamálum.
Vissulega verða margir illa úti vegna stefnunnar eða stefnuleysisins en við styðjum hvert annað og þá gengur allt betur.
Spjallrásin er góður vettvangur til að dreifa huganum og þar getum við sagt svo margt sem getur létt okkur lífið.
Þið sem voruð dugleg að ferðast í sumar verið nú dugleg að segja okkur hinum frá því sem þið sáuð og gerðuð.

Hver vegur að heiman er vegurinn heim og heima er best. lol!

Kveðja Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Miðvikudagurinn  22 ókt! Empty Re: Miðvikudagurinn 22 ókt!

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum