Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Þið sem fóruð...

2 posters

Go down

Þið sem fóruð... Empty Þið sem fóruð...

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Sep 15 2008, 13:15

Í Húsafell, hvernig var? Við gátum því miður ekki komið Sad En ætlum pottþétt í lokaferð.
Eruð þið almennt ánægð með ferðir félagsins? Við hjónin erum búin að fara í allar ferðirnar nema tvær, svo við erum mjög ánægð eftir sumarið Very Happy sunny cheers
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Þið sem fóruð... Empty Húsafell

Innlegg  keilir Fös Sep 19 2008, 02:22

Heil og sæl.
Við hjónin fórum í Húsafell og pabbi líka (Kríubóndinn) það voru tæpir 50 bílar. Á föstudeginum þegar við komum var alveg ágætisveður en um nóttina ansi mikið rok og vögguðu bílarnir svona til og frá eða allavega okkar, þetta var allt í lagi. Svo var þetta fína veður um morguninn sól og blíða, Farið var í gönguferð og farið niður þar sem Hvítá og Tungná mætast, önnur kolmórauð hin tær og fín, þetta var góður göngutúr og þó nokkuð af fólki sem fór með, sumir komust því miður ekki alla leið þar sem þeir áttu bágt með að ganga en fengu samt einhverja hreyfingu út úr þessu. Það var engin hefðbundin dagskrá. Á föstudagskvöldinu þá var fólk stjái og heimsóttu félagana ýmist inn í bíla eða fyrir utan þá, vonandi hafa einhverjir kynnst vel. Á laugardagskvöldinu var varðeldur og þar sungu félagarnir af mikilli innlifun, eftir það var farið í þjónustumiðstöðina og mætti Tryggvi þar með gítarinn og kom þarna fullt af félögum og tóku vel undir sönginn, mér sýnist vera þarna gott efni í Húsbílakór, annaðhvort að stofnaður yrði Karlakór og svo sér Kvennakór og stundum mætti blanda þessu saman, þetta voru þvílíkar raddir cheers
Mér sýndist allir skemmta sér hið besta. Þarna var verið að til svona rúmlega 12.00 á miðnætti. Og þá var komin úrhellisrigning, með tölverðum vind. cheers .
Þetta var alveg ágætisferð. Margir týndu slatta af berjum en af þeim er þarna nóg.
Við hjónin höfum farið í allar ferðirnar í sumar og erum bara mjög ánægð með þetta enda kynnst fullt af nýjum félögum.
Nú erum við stödd í Tyrklandi á Marmaris ströndinni hér er mikill hiti og mikil sól, alveg frábært að vera hér. Tímamismunurinn er þrír tímar kl. hér er núna 11.18
Sjáuamst í Lokaferðinni
Bestu kveðjur til allra lol!
Soffía og Sæmi á Keili flower
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum