Þvílík veðurspá!!
3 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Þvílík veðurspá!!
Bara bongóblíða um allt land
Skyldi nú veðurstofan standa við sitt? Hef bara nokkra trú á því enda búið að vera hlýtt
Stefnan er að heimsækja Skagann þar sem mágkona mín er nýflutt þangað og ætlum við að krassa okkur í bakgarðinn. Dagskráin lítur vel út á Írskum dögum á Akranesi enda hlakka ég til. Er að fara í fyrsta sinn.
Hvert stefnið þið? Nú er eins gott að hafa stuttbuxur og hlírabolinn með jeiiii!
Skyldi nú veðurstofan standa við sitt? Hef bara nokkra trú á því enda búið að vera hlýtt
Stefnan er að heimsækja Skagann þar sem mágkona mín er nýflutt þangað og ætlum við að krassa okkur í bakgarðinn. Dagskráin lítur vel út á Írskum dögum á Akranesi enda hlakka ég til. Er að fara í fyrsta sinn.
Hvert stefnið þið? Nú er eins gott að hafa stuttbuxur og hlírabolinn með jeiiii!
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Þvílík veðurspá!!
Við ætlum að leggja í hringferð um helgina... Manni sýndist allavega í gærkveldi að besta veðrið yrði hér suðvestanlands og í uppsveitum Árnessýslu um næstu helgi en ég sá ekki spána í kvöld. Skutumst í bæinn að sækja meira drasl í bílinn:-)
- Nú var verið að bæta við skjólvegg, óhreinatauskörfu, skóhengju, rúmfötum til skiptanna, bíladokku fyrir ipodinn og einhverju smotteríi fleiru... Ja það er jafnfallegt að maður keypti ekki stærri bíl
Kv. Steini
- Nú var verið að bæta við skjólvegg, óhreinatauskörfu, skóhengju, rúmfötum til skiptanna, bíladokku fyrir ipodinn og einhverju smotteríi fleiru... Ja það er jafnfallegt að maður keypti ekki stærri bíl
Kv. Steini
Um landið?
Hringferð um landið, eða á heimahögum? Það á að viðra vel um allt land um helgina, best á laugardaginn
11júlí förum við af stað í okkar stóru ferð. Byrjum með krökkunum, síðan stóra ferðin með félaginu og svo dólerí í viku á leiðinni heim. Förum þó ekki austur fyrir.
11júlí förum við af stað í okkar stóru ferð. Byrjum með krökkunum, síðan stóra ferðin með félaginu og svo dólerí í viku á leiðinni heim. Förum þó ekki austur fyrir.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Þvílík veðurspá!!
Við ætlum Hringinn... ætluðum að byrja á því að fara austur fyrir en sjálfsagt fær spáin eitthvað að ráða för. Ætlum að stoppa 2-3 daga á Akureyri en annars er þetta ekkert planað... enda þýðir heldur ekkert fyrir okkur að plana eitt né neitt.... erum nefnilega ekkert ofboðslega mikið fyrir að fara eftir eigin plönum hvort eð er
Kv. Steini
Kv. Steini
Frjáls eins og fuglinn.
Enda á maður ekki að vera svo stífplanaður En mætumst við þá ekki á miðri leið? Það væri gaman. Við ætlum allavega í lokahófið á stóru-ferð.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Þvílík blíða
Er þetta ekki akkúrat rétta helgin til að leggja af stað í hringferð, þið verðið í sól allan tímann ef ég má ráða.
Það kemur örugglega góð ferðasaga og hellingur af myndum eftir þessa ferð og síðan bætir Anna vel við í sögusafnið eftir sína ferð.
Við Þóra erum á báðum áttum um hvort sé betra að fara eitthvað eða liggja í sólinni heima, það er eins og alltaf, besta veðrið í Borgarfirði.
Þeir sem eru á almennilegum bílum ættu að halda til fjalla þar verður bongo blíða alla helgina samkvæmt spánni.
Bara fara varlega og njóta lífsins, og góða ferð á öllum leiðum.
Kveðja
Björn H. 29
Það kemur örugglega góð ferðasaga og hellingur af myndum eftir þessa ferð og síðan bætir Anna vel við í sögusafnið eftir sína ferð.
Við Þóra erum á báðum áttum um hvort sé betra að fara eitthvað eða liggja í sólinni heima, það er eins og alltaf, besta veðrið í Borgarfirði.
Þeir sem eru á almennilegum bílum ættu að halda til fjalla þar verður bongo blíða alla helgina samkvæmt spánni.
Bara fara varlega og njóta lífsins, og góða ferð á öllum leiðum.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Þvílík veðurspá!!
Já hann er víð Borgarfjörðurinn... mér sýndist nefnilega á spánni að það yrði hlýjast og mesta sólin í uppsveitum Árnessýnslu - En við ætlum nú að skella okkur samt "enda löngu planað" eða þannig.
Veðrið verður auðvitað æðislegt eins og alltaf og vonandi man ég efir því aðt aka einhverjar myndir... gleymdi nánast öllum myndatökum í seinustu ferð. En ég verð nú með punginn með í för og ætti því að komast eitthvað á netið... en annars bara góða helgi öll og njótið þess að vera til!
Kv. Steini
Veðrið verður auðvitað æðislegt eins og alltaf og vonandi man ég efir því aðt aka einhverjar myndir... gleymdi nánast öllum myndatökum í seinustu ferð. En ég verð nú með punginn með í för og ætti því að komast eitthvað á netið... en annars bara góða helgi öll og njótið þess að vera til!
Kv. Steini
Góða ferð fjölskylda.
Notaðu punginn vel, ég fylgist með eitthvað fram í næstu viku. Það verður blíða og nóg af sól
Við förum vonandi í ferðalag en það gæti breyst á síðustu stundu, ein dóttirin veik og er að fara í aðgerð og fer eftir hvernig gengur þar hvernig fer með fríið, hjá okkur
Við förum vonandi í ferðalag en það gæti breyst á síðustu stundu, ein dóttirin veik og er að fara í aðgerð og fer eftir hvernig gengur þar hvernig fer með fríið, hjá okkur
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Þvílík veðurspá!!
Gangi ykkur allt í haginn með dótturina... Við reynum okkar besta að elta þá gulu...
Kv. Steini & Helga
Kv. Steini & Helga
Þvílík blíða
Nei nei,Borgarfjörðurinn hafði vinninginn, veðrið var ágætt í Árnessýslunni á föstudag og laugardag en á sunnudaginn var sólarlaust á Selfossi fram yfir hádegi og ekki til sól í Reykjavíkurhrepp.
En þegar maður kom fyrir endann á Akrafjalli og fór að sjá lengra vestur þá hefði verið gott að hafa dekkri sólgleraugu.
Mánudagurinn var eins og á sólarströnd, maður skreið í skuggann.
Hvernig sækist ferðin hjá fjölskyldunni á MR – 352, stendur viðhaldið sig ekki vel í fyrstu hringferðinni.
Steini, nota punginn svolítið, við hin bíðum eftir reynslusögum af honum.
Anna, ég tek undir góðar óskir um skjótan bata dóttur ykkar og ef við trúum og segjum að allt gangi vel, þá gengur allt betur.
Steini sagði einu sinni á spjallinu, það kemur alltaf meiri tími og ef maður kemst ekki í ferðalag í dag , þá bara seinna.
Kveðja
Björn H. 29
En þegar maður kom fyrir endann á Akrafjalli og fór að sjá lengra vestur þá hefði verið gott að hafa dekkri sólgleraugu.
Mánudagurinn var eins og á sólarströnd, maður skreið í skuggann.
Hvernig sækist ferðin hjá fjölskyldunni á MR – 352, stendur viðhaldið sig ekki vel í fyrstu hringferðinni.
Steini, nota punginn svolítið, við hin bíðum eftir reynslusögum af honum.
Anna, ég tek undir góðar óskir um skjótan bata dóttur ykkar og ef við trúum og segjum að allt gangi vel, þá gengur allt betur.
Steini sagði einu sinni á spjallinu, það kemur alltaf meiri tími og ef maður kemst ekki í ferðalag í dag , þá bara seinna.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Þvílík veðurspá!!
Sæl Björn... Pungurinn var nú minna notaður en til stóð en virkaði þegar þjónustu hans var óskað. Hinsvegar er 3G sambandið á alltof fáum stöðum og ósköp er nú netið hægfara á gsm hraðanum sem pungurinn býður uppá þegar 3G vantar
Ég var svo ánægður að vera ekki fastur við tölvuna þessa daga að ég nennti ekki einu sinni að kíkja á veðurspána...enda lítið að marka þau vísindin. En ósköp er nú gott að vera kominn aftur í spánarveðrið hér sunnan heiða
Kv. Steini
Ég var svo ánægður að vera ekki fastur við tölvuna þessa daga að ég nennti ekki einu sinni að kíkja á veðurspána...enda lítið að marka þau vísindin. En ósköp er nú gott að vera kominn aftur í spánarveðrið hér sunnan heiða
Kv. Steini
Takk strákar.
Fyrir góðar kveðjur, jú það snýst um að trúa, og var kominn mikill bænahringur í kringum dóttur mína Allt gekk vel, skurðurinn reyndar stærri en þeir vildu en þetta tókst og núna rúmum tveim vikum seinna líður henni miklu betur Hún var hætt komin að lömun sem hefur gengið til baka nánast að öllu leiti og búin að fá góðan sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í brjósklosi. Hennar jókst frá byrjunarstigi fram að lokastigi með lömun og doða á einungis 8 vikum og endaði hún á bráðadeild og uppskurði áður en dagsetning segulómunar átti að vera og tæpara mátti það ekki vera, úff
Veðrið hefur leikið við okkur sem vorum norðan heiða endalaus hiti og sól Stendur uppúr okkar stóra ferð sem við tókum í fyrsta sinn þátt í. Æðisleg ferð og flott lokahóf. Við héldum okkur fyrir norðan og dóluðum suður á leiðinni í rigninguna
Núna næstu daga verðum við heima, dekrum við dótturina og stússum ýmislegt en ætlunin er að fara eitthvað seinna.
Veðrið hefur leikið við okkur sem vorum norðan heiða endalaus hiti og sól Stendur uppúr okkar stóra ferð sem við tókum í fyrsta sinn þátt í. Æðisleg ferð og flott lokahóf. Við héldum okkur fyrir norðan og dóluðum suður á leiðinni í rigninguna
Núna næstu daga verðum við heima, dekrum við dótturina og stússum ýmislegt en ætlunin er að fara eitthvað seinna.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Þvílík veðurspá!!
Sæl Anna og velkomin til baka... þín hefur að sjálfsögðu verið saknað hér á borðinu. Gott að heyra að vel gengur með stelpuna.
Í dag er veðrið slíkt hér á Selfossi að maður er eiginlega bara veðurtepptur hérna. Mælirinn sýnir 24 gráður í forsælu og sólin skín sem aldrei fyrr svo það er eins víst að maður haldi sig bara heima í dag en til stóð að skreppa eitthvað í kvöld.
Versló er óráðin enn, en síðan liggur leiðin norður á fiskidaga.
Kv. Steini
Í dag er veðrið slíkt hér á Selfossi að maður er eiginlega bara veðurtepptur hérna. Mælirinn sýnir 24 gráður í forsælu og sólin skín sem aldrei fyrr svo það er eins víst að maður haldi sig bara heima í dag en til stóð að skreppa eitthvað í kvöld.
Versló er óráðin enn, en síðan liggur leiðin norður á fiskidaga.
Kv. Steini
Þvílík veðurspá !!!!!!!!!!
Þvílík veðurspá, þetta var sagt í byrjun júlí og er enn í fullu gildi.
Við Þóra skreppum í Fossatún í kvöld og hittum eina dótturina og hennar fjölskyldu, en ekki hef ég áhuga á að eyða helginni þar.
Miðað við spánna þurfa Borgfirðingar ekki að fara langt frekar en aðra daga til að njóta veðurblíðunnar, ætli maður haldi sig ekki við vesturlandið þetta árið.
Anna, það er gott að heyra að allt gengur vel og dóttirin er á batavegi.
Það er frekar rólegt hérna þessa dagana enda margir á ferð og flugi sem vonlegt er í þessari blíðu.
Við skulum vona að það verði líflegt hérna þegar haustar.
Kveðja
Björn H. 29
Við Þóra skreppum í Fossatún í kvöld og hittum eina dótturina og hennar fjölskyldu, en ekki hef ég áhuga á að eyða helginni þar.
Miðað við spánna þurfa Borgfirðingar ekki að fara langt frekar en aðra daga til að njóta veðurblíðunnar, ætli maður haldi sig ekki við vesturlandið þetta árið.
Anna, það er gott að heyra að allt gengur vel og dóttirin er á batavegi.
Það er frekar rólegt hérna þessa dagana enda margir á ferð og flugi sem vonlegt er í þessari blíðu.
Við skulum vona að það verði líflegt hérna þegar haustar.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Þvílík veðurspá!!
[quote="Björn H. no. 29"]Þvílík veðurspá, þetta var sagt í byrjun júlí og er enn í fullu gildi.
Gildir sennilega fram á haust, þvílíkt sumar Við höfum varla lent í rigningu, bara svona næturvætu eða síðdegisskúrum
Vona bara að allir hafi haft það gott eins og við, búin að vera í bílnum nánast í allt sumar og farið víða, bæði til að ferðast, skoða og veiða.
Gildir sennilega fram á haust, þvílíkt sumar Við höfum varla lent í rigningu, bara svona næturvætu eða síðdegisskúrum
Vona bara að allir hafi haft það gott eins og við, búin að vera í bílnum nánast í allt sumar og farið víða, bæði til að ferðast, skoða og veiða.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum