Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Jæja hvert fór svo fólk um helgina?

3 posters

Go down

Jæja hvert fór svo fólk um helgina? Empty Jæja hvert fór svo fólk um helgina?

Innlegg  Steini 69 Sun Jún 29 2008, 16:08

Renndum í hlað eftir fína helgi, nú rétt fyrir úrslitakleikinn í evrópukeppninni. Fórum á föstudagskvöldið með Draumakotsgenginu að Brúarlandi í Landssveit og gistum þar eina nótt. Talsvert hvasst undir morgun og um 6 leytið þurfti undirritaður að bregða sér í brækurnar og hala inn markísuna. Þá voru fleiri að... en einhverjir sváfu af sér rokið og fengust við afleiðingarnar seinna um morguninn:-)

Fórum svo í Galtalæk II á laugardeginum og plöntuðum vögnunum þar í algeru skjóli og nutum sólarinnar og frábærrar aðstöðu. Vorums vo heppin að tengdasonurinn var staddur þarna og var að gróðursetja í sumarbústaðalandinu þeirra, og var á lansbíl frá okkur svo við fengum hann bara lánaðan á laugardagskvöldið og skutluðumst á hippaball(hátíðina Klofarokk) á Brúarlandi. Helga sagði reyndar að Klofarok hefði verið nær að kalla þetta Very Happy

Þarna voru allir í algerum hippagöllum með síðar hárkollur og alles og vantaði ekkert nema sýru, kannabis og rigningu til þess að þetta væri "Woodstock all over again". Við stoppuðum nú ekkert of lengi á ballinu en höfðum gaman að fylgjast með liðinu og hlæja smá að þeim allra skrautlegustu... en þetta vakti óneitanlega upp gamlar minningar.

Kolli Siggi fór þarna á sitt fyrsta sveitaball en þótti ekki mikið til koma og þegar ég fór að kíkja eftir honum var hann úti á tjaldstæði að horfa á skýin í sólsetrinu og fannst mun meira til þeirra koma en hippanna Very Happy

En semsagt flott helgi og frábært að vera í Galtalæk, en þar er dauðskjól fyrir norðanáttinni og bráðfallegt tjaldstæðið með há trjáskjólbelti á báðar hendur.

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Jæja hvert fór svo fólk um helgina? Empty Hvert fórstu svo

Innlegg  hafdísjúlía Sun Jún 29 2008, 16:33

Já Steini, Helga, Kolli, og Ýmir þetta var frábær helgi í alla staði.
og frábært að koma þarna á tjaldstæðið hjá þeim í Galtalæk II
Takk kærlega fyrir góða helgi.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jæja hvert fór svo fólk um helgina? Empty Það er fjör.

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Jún 29 2008, 16:47

Já það er fjör, aldeilis gaman hjá ykkur Very Happy
Helgin hjá okkur var eins og jójó Crying or Very sad Jón að vinna á laugardeginum og ætlunin var að skreppa eitthvað eina nótt, en ég var heima með elstu mína sem er búin að vera mikið veik og að jafna sig eftir aðgerð Sad
Eftir tvær bráðavaktaheimsóknir er hún stabil akkúrat núna, fékk segulómun og á að tala við taugaskurðlækni á morgun, kannski blasir önnur aðgerð við Crying or Very sad
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Jæja hvert fór svo fólk um helgina? Empty Re: Jæja hvert fór svo fólk um helgina?

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum