Ja nú væri ekki ónýtt að vera í útilegu
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Ja nú væri ekki ónýtt að vera í útilegu
Erum í dag að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir þátttöku Töfraljósa í sýningunni Árborg 2008 sem haldin verður um helgina hér á Selfossi. Var fastur inni í tölvuviðgerðum í allan gærdag og langt fram á nótt og síðan er þessi dagur í kertapökkun og öðru svo það hefur svo sem ekki verið mikill tíma til að njóta sólar og 20 stiga hita
Var einmitt að segja það við Kristján ferðafélaga áðan að það væru komnar augljósar vísbendinga um að það þyrfti að fara að koma sér í útilegu þegar það er kominn köngulóarvefur á húsbílinn
En þetta styttist og bara meiri tilhlökkun
Kv. Steini
Var einmitt að segja það við Kristján ferðafélaga áðan að það væru komnar augljósar vísbendinga um að það þyrfti að fara að koma sér í útilegu þegar það er kominn köngulóarvefur á húsbílinn
En þetta styttist og bara meiri tilhlökkun
Kv. Steini
Upp með sópinn!
Hvað er að heyra, bara kónguló farin að gera sér heimili á bílnum!
Upp með sópinn maður!
Við ætlum að lengja helgina okkar og taka frí á mánudag.
Þannig að við leggjum í hann á morgun og spáin góð Ætlum nú ekki á húsbílamótið en rennum við í kaffi. Við erum að fara með krökkunum okkar á Snæfellsnes, halda upp á eitt afmæli í fjölskyldunni og síðan enda löngu helgina í Hlíðarvatni
Stefnan er að skreppa á hestbak, fara í sund og fara í göngur að gili og hellum
Núna er bóndinn að vinna sér inn dekurferð því hann ásamt syninum að mála þakið.
Bráðum eru vorverkin og allt viðhald búið og einungis 16 vinnudagar eftir
Sumarfrí framundan jibbíiiii
Upp með sópinn maður!
Við ætlum að lengja helgina okkar og taka frí á mánudag.
Þannig að við leggjum í hann á morgun og spáin góð Ætlum nú ekki á húsbílamótið en rennum við í kaffi. Við erum að fara með krökkunum okkar á Snæfellsnes, halda upp á eitt afmæli í fjölskyldunni og síðan enda löngu helgina í Hlíðarvatni
Stefnan er að skreppa á hestbak, fara í sund og fara í göngur að gili og hellum
Núna er bóndinn að vinna sér inn dekurferð því hann ásamt syninum að mála þakið.
Bráðum eru vorverkin og allt viðhald búið og einungis 16 vinnudagar eftir
Sumarfrí framundan jibbíiiii
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Ja nú væri ekki ónýtt að vera í útilegu
Jæja dótið komið útí bíl og við að leggja í hann og verðum fram á sunnudag. Óvíst hvert en kannski við skreppum bara á langbrók eða?
Kv. Steini
Kv. Steini
Ekki ónýtt að vera farinn í útilegu
Þar kom að því, foringinn farinn á flakk á viðhaldinu og með fjöldskylduna, hafandi ekki hugmynd um hvert þau ætla, þvílíkt kæruleysi.
Steini minn tókstu ekki punginn með? og varstu búinn að sópa burt kóngulóavefunum.
En svona í alvöru, það var kominn tími á að þið fengjuð að njóta sólar og sumars.
Allar pestir að baki og engin bæjarhátíð sem þarf að sinna.
Það er í kvöld sem við vökum, því á morgun tekur daginn að styttast og því við hæfi að njóta sólarinnar áður en hún fer að lækka á himni.
kveðja
Björn H. 29
Steini minn tókstu ekki punginn með? og varstu búinn að sópa burt kóngulóavefunum.
En svona í alvöru, það var kominn tími á að þið fengjuð að njóta sólar og sumars.
Allar pestir að baki og engin bæjarhátíð sem þarf að sinna.
Það er í kvöld sem við vökum, því á morgun tekur daginn að styttast og því við hæfi að njóta sólarinnar áður en hún fer að lækka á himni.
kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Komin Heim :)
Já við drifum okkur loksins, fórum á Langbrokina, það var alveg frábært fengum æðislegt veður, og gott að koma í Fljótshlíðina, Steini setur ábyggileg myndir í almbúmið okkar með myndum af þessari reisu.
Re: Ja nú væri ekki ónýtt að vera í útilegu
Björn H. no. 29 skrifaði:Þar kom að því, foringinn farinn á flakk á viðhaldinu og með fjöldskylduna, hafandi ekki hugmynd um hvert þau ætla, þvílíkt kæruleysi.
Steini minn tókstu ekki punginn með? og varstu búinn að sópa burt kóngulóavefunum.
En svona í alvöru, það var kominn tími á að þið fengjuð að njóta sólar og sumars.
Allar pestir að baki og engin bæjarhátíð sem þarf að sinna.
Það er í kvöld sem við vökum, því á morgun tekur daginn að styttast og því við hæfi að njóta sólarinnar áður en hún fer að lækka á himni.
kveðja
Björn H. 29
Já við skutluðumst á brókina og nutum vel. Fengum meira að segja vinkonu okkar úr bænum í heimsókn... en hún hafði ætlað í kaffi til okkar á Selfoss og var góðfúslega bent á að hún þyrfti að burra nokkrum metrum lengra til að fá bolla
Flott veður á laugardaginn og reyndar svo gott að það rændi mann svefni... ég rumskaði á laugardagsmorguninn við einhverja hlátraskelli í Helgu minni utan við bílinn og kíkti út og sá að það var allt löðrandi í sólskyni svo ég óvanurinn maðurinn við að að rífa mig svona upp um miðjar nætur, áleit að það hlyti að vera komið langt fram á dag. Varð svo litið á klukkuna þegar út var komið og þá var klukkan tæplega hálfátta að morgni.
Og þar sem maður er ekki´vanur svona löngum útivistum lítur maður út eins og og ofvaxinn karfi með of háan blóðþrýsting eftir túrinn en alsæll með helgina þó.
Kv. Steini
ps. Enginn köngulóarvefur hér lengur.
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum