Við ætlum á Fiskidaginn á Dalvík
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Fiskidagurinn.
Höfum aðeins farið einu sinni. Það var, held ég, í annað sinn sem Fiskidagurinn var haldinn og bærinn var fullur af fólki. Við náttuðum í Ólafsfirði vegna gríðarlegra þrengsla á tjaldsvæðinu á Dalvík. Veðrið var þessi dæmigerða eyfirska sól og blíða og þetta var allt saman alveg gríðarlega gaman. Toppurinn á túrnum var samt ferð sem við skelltum okkur í til Hríseyjar. Eyddum þar dagparti við skoðun á húsum og landslagi. Mæli með því ef fólk hefur ekki komið út í Hrísey. Alveg óborganlegt! GTh., 222
Var fínt, eeeen.
En núna er þetta orðið svo vinsælt að það er troðið, hef heyrt fólk tala um að þarna sé ekki verandi lengur
Mig langar bara að Dalvíkingar hafi þetta bara fiskiVIKU, ekki veitir af enda rosalegur fjöldi sem sækir þá heim.
Hef aldrei farið sjálf en hef langað.
Mig langar bara að Dalvíkingar hafi þetta bara fiskiVIKU, ekki veitir af enda rosalegur fjöldi sem sækir þá heim.
Hef aldrei farið sjálf en hef langað.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Fiskidagar á Dalvík
Við hjónin höfum farið nokkrum sinnum, síðast í fyrra og alltaf verið mjög gaman og veðrið hefur bara alltaf verið svo gott, það er alveg með ólíkindum. En fólksfjöldinn er mikill allsstaðar bílar og fólk og þétt lagt en aldrei höfum við orðið vör við annað en almennileg heit og fólk kemur þarna með góða skapið og það er til þess að allt fer vel fram.
Sú hefð sem skapast hefur undanfarin ár að heimamenn bjóða aðkomumönnum heim til sín í súpu er skemmtileg og rölti maður í nokkur hús og súpurnar voru góðar en engin var eins, þetta er sérstök stemming, á sumum stöðunum voru hljóðfæraleikarar sem spiluðu og fólkið tók lagið, sumir aðkomumenn þökkuðu fyrirsig með söng, ef þetta er ekki skemmtielgt þá veit ég ekki hvað er skemmtilegt.
Á laugardeginum er boðið upp á mörg skemmtiatriði, fyrir unga og aldna, allskonar fiskirétti, súpur, harðfisk,rúgbrauð síld o.fl. o.fl. allt ókeypis og ég tali ekki um nammið sem börnin fá og ís.
Þessi hátíð er Dalvíkingum til mikils sóma. Og ég mæli með því að fólk fari þangað allavega svona einu sinni og upplifi þessa miklu gestrisni. Ef við verðum á landinu og í fríi þá gæti ég alveg trúað því að við myndum skella okkur.
Kv.Soffía Keili
Sú hefð sem skapast hefur undanfarin ár að heimamenn bjóða aðkomumönnum heim til sín í súpu er skemmtileg og rölti maður í nokkur hús og súpurnar voru góðar en engin var eins, þetta er sérstök stemming, á sumum stöðunum voru hljóðfæraleikarar sem spiluðu og fólkið tók lagið, sumir aðkomumenn þökkuðu fyrirsig með söng, ef þetta er ekki skemmtielgt þá veit ég ekki hvað er skemmtilegt.
Á laugardeginum er boðið upp á mörg skemmtiatriði, fyrir unga og aldna, allskonar fiskirétti, súpur, harðfisk,rúgbrauð síld o.fl. o.fl. allt ókeypis og ég tali ekki um nammið sem börnin fá og ís.
Þessi hátíð er Dalvíkingum til mikils sóma. Og ég mæli með því að fólk fari þangað allavega svona einu sinni og upplifi þessa miklu gestrisni. Ef við verðum á landinu og í fríi þá gæti ég alveg trúað því að við myndum skella okkur.
Kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum